Formaðurinn og þjálfarinn handskafa völlinn fyrir stórleikinn á morgun Aron Guðmundsson skrifar 25. október 2024 13:47 Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra og Davíð Smári Lamude, þjálfari karlaliðs Vestra eru meðal þeirra manna sem þessa stundina eru að handskafa Kerecisvöllinn á Ísafirði því að á morgun fer fram mikilvægasti leikur Vestra í Bestu deildinni. Aðsend mynd Vestramenn sitja ekki auðum höndum þessar klukkustundirnar. Fjölmennur hópur vaskra manna er mættur á Kerecisvöllinn til þess að handskafa völlinn eftir snjókomu síðustu tveggja sólarhringa. Á morgun taka Vestramenn á móti Fylki í lokaumferð Bestu deildarinnar. Leikur sem að sker úr um hvort heimamenn haldi sæti sínu í deildinni. Í samtali við íþróttadeild Vísis segir Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, að búið sé að fara yfir Kerecisvöllinn á vélknúnu tæki og taka mesta snjóinn af honum. Sex sjálfboðaliðar eru nú mættir á völlinn, þeirra á meðal téður Samúel og þjálfarinn Davíð Smári Lamude, til þess að handskafa restina af snjónum svo í ljós komi iðagrænn litur gervigrassins. Gervigras var lagt á Kerecisvöllinn fyrir yfirstandandi tímabil en fram að þeirri stundu hafði lið Vestra leikið sína leiki á náttúrulegu grasi. Aðstæður sem hefði ekki verið hægt að leika við á morgun. Notast var við lítið vélknúið tæki með sköfu til þess að taka mesta snjóinn af en ekki farið með sköfuna sjálfa alveg niður í gervigrasið af hættu við að skemma það. Því er verið að handskafa síðasta snjóalagið af vellinumAðsend mynd Lagnir voru lagðar undir Kerecisvöllinn áður en að gervigras var sett á hann en ekki er búið að virkja það kerfi og því er staðan sú eins og er að völlurinn er ekki upphitaður. Að sögn Samúels hefur veðrið á Ísafirði verið með góðu móti fyrri hluta vikunnar og hefur lið Vestra geta æft við góðar aðstæður. Hins vegar hafi tekið að snjóa í fyrradag og í gær og því þurfi að moka völlinn í dag. „Hitinn steig seinna upp heldur en spáð höfðu gert ráð fyrir og rigningin sem að spáð var hefur ekki látið sjá sig. Við erum því að handskafa völlinn þessa stundina og svo verður æft á honum seinni partinn,“ sagði Samúel en engin snjókoma er í kortunum fram að leik og hann hefur engar áhyggjur af því að völlurinn verði ekki leikhæfur. Sammi og Davíð Smári „Eins og spár eru núna gæti snjóað eitthvað í hálfleik eða seinni hálfleik. Það er þó ekkert frost í kortunum.“ Vestri og HK eru jöfn að stigum í tíunda og ellefta sæti Bestu deildarinnar fyrir leikina í lokaumferðinni á morgun. Vestri er þó með töluvert betri markatölu og situr því í síðasta örugga sæti deildarinnar og sigri þeir Fylki á morgun er ljóst að sæti þeirra í deildinni verður tryggt fyrir næsta tímabil. Vaskur hópur manna er mættur á Kerecisvöllinn á Ísafirði til þess að handskafa hann. Hér næst okkur á myndinni má sjá Davíð Smára, þjálfara Vestra liðsins á sköfunni.Aðsend mynd HK mætir KR á morgun. HK verður að treysta á að Vestri tapi stigum sem og klára sitt gegn KR til að halda sæti sínu í deildinni. Aðspurður um stemninguna fyrir vestan fyrir stóra deginum á morgun hafði Samúel þetta að segja: „Stemningin er góð í kringum félagið. Leikmenn eru staðráðnir í að klára þetta verkefni sjálfir og að þurfa ekki að treysta á aðra.“ Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira
Í samtali við íþróttadeild Vísis segir Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, að búið sé að fara yfir Kerecisvöllinn á vélknúnu tæki og taka mesta snjóinn af honum. Sex sjálfboðaliðar eru nú mættir á völlinn, þeirra á meðal téður Samúel og þjálfarinn Davíð Smári Lamude, til þess að handskafa restina af snjónum svo í ljós komi iðagrænn litur gervigrassins. Gervigras var lagt á Kerecisvöllinn fyrir yfirstandandi tímabil en fram að þeirri stundu hafði lið Vestra leikið sína leiki á náttúrulegu grasi. Aðstæður sem hefði ekki verið hægt að leika við á morgun. Notast var við lítið vélknúið tæki með sköfu til þess að taka mesta snjóinn af en ekki farið með sköfuna sjálfa alveg niður í gervigrasið af hættu við að skemma það. Því er verið að handskafa síðasta snjóalagið af vellinumAðsend mynd Lagnir voru lagðar undir Kerecisvöllinn áður en að gervigras var sett á hann en ekki er búið að virkja það kerfi og því er staðan sú eins og er að völlurinn er ekki upphitaður. Að sögn Samúels hefur veðrið á Ísafirði verið með góðu móti fyrri hluta vikunnar og hefur lið Vestra geta æft við góðar aðstæður. Hins vegar hafi tekið að snjóa í fyrradag og í gær og því þurfi að moka völlinn í dag. „Hitinn steig seinna upp heldur en spáð höfðu gert ráð fyrir og rigningin sem að spáð var hefur ekki látið sjá sig. Við erum því að handskafa völlinn þessa stundina og svo verður æft á honum seinni partinn,“ sagði Samúel en engin snjókoma er í kortunum fram að leik og hann hefur engar áhyggjur af því að völlurinn verði ekki leikhæfur. Sammi og Davíð Smári „Eins og spár eru núna gæti snjóað eitthvað í hálfleik eða seinni hálfleik. Það er þó ekkert frost í kortunum.“ Vestri og HK eru jöfn að stigum í tíunda og ellefta sæti Bestu deildarinnar fyrir leikina í lokaumferðinni á morgun. Vestri er þó með töluvert betri markatölu og situr því í síðasta örugga sæti deildarinnar og sigri þeir Fylki á morgun er ljóst að sæti þeirra í deildinni verður tryggt fyrir næsta tímabil. Vaskur hópur manna er mættur á Kerecisvöllinn á Ísafirði til þess að handskafa hann. Hér næst okkur á myndinni má sjá Davíð Smára, þjálfara Vestra liðsins á sköfunni.Aðsend mynd HK mætir KR á morgun. HK verður að treysta á að Vestri tapi stigum sem og klára sitt gegn KR til að halda sæti sínu í deildinni. Aðspurður um stemninguna fyrir vestan fyrir stóra deginum á morgun hafði Samúel þetta að segja: „Stemningin er góð í kringum félagið. Leikmenn eru staðráðnir í að klára þetta verkefni sjálfir og að þurfa ekki að treysta á aðra.“
Besta deild karla Vestri Ísafjarðarbær Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Sjá meira