Leikmenn með tíu stærstu samninga sögunnar mætast í World Series Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2024 23:00 Japaninn Shohei Ohtani hefur átt ótrúlegt tímabil en hann er líka á ótrúlegum samningi. Los Angeles Dodgers getur orðið meistari í fyrsta sinn í fjögur ár. Getty/Sean M. Haffey Úrslitaeinvígi bandaríska hafnaboltans, World Series, hefst í kvöld en hægt verður að fylgjast með leikjunum í beinni útsendingu á Vodafone Sport rásinni. Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir úrslitaeinvíginu í ár en þar mætast stórklúbbarnir Los Angeles Dodgers og New York Yankees. Bæði félögin hafa tjaldað miklu til svo að lið þeirra komist á toppinn. Þetta er í tólfta sinn sem þessir klúbbar, Dodgers og Yankees, mætast í World Series en það hafði samt ekki gerst síðan 1981. Los Angeles Dodgers vann siðast titilinn árið 2020 en New York Yankees haga ekki unnið hann síðan 2009. Félögin hafa safnað að sér stjörnum með því að bjóða þeim risasamninga síðustu ár og það þýðir að leikmenn með tíu stærstu samninga sögunnar mætast einmitt í World Series í ár. Dodgers leikmaðurinn Shohei Ohtani á stærsta samninginn en hann fékk sjö hundruð milljónir dollara fyrir tíu ára samning. Það gerir tæpa 97 milljarða íslenskra króna. Liðsfélagi hans Mookie Betts fékk tólf ára samning sem gaf honum 365 milljónir dollara eða meira en fimmtíu milljarða í íslenskum krónum. Aaron Judge, stærsta stjarnan hjá Yankees, fékk 360 milljónir dollara fyrir níu ára samning. Liðsfélagi hans Giancarlo Stanto fékk 325 milljónir dollara fyrir þrettán ára samning og Gerrit Cole fékk 324 milljónir Bandaríkjadala fyrir níu ára samning. Liðin tvö eru að borga leikmönnum sínum samtals 653 milljónir dollara á þessu tímabili þegar búið er að bæta við lúxusskattinum fyrir að fara yfir launaþakið. Það eru meira en níutíu milljarðar í íslenskum krónum. Tveir fyrstu leikirnir fara fram á heimavelli Los Angeles Dodgers í kvöld og annað kvöld en svo færa menn sig yfir til New York. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður bandarískur meistari eða heimsmeistari eins og Bandaríkjamenn kalla það. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Hafnabolti Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Sjá meira
Það er mikil spenna í Bandaríkjunum fyrir úrslitaeinvíginu í ár en þar mætast stórklúbbarnir Los Angeles Dodgers og New York Yankees. Bæði félögin hafa tjaldað miklu til svo að lið þeirra komist á toppinn. Þetta er í tólfta sinn sem þessir klúbbar, Dodgers og Yankees, mætast í World Series en það hafði samt ekki gerst síðan 1981. Los Angeles Dodgers vann siðast titilinn árið 2020 en New York Yankees haga ekki unnið hann síðan 2009. Félögin hafa safnað að sér stjörnum með því að bjóða þeim risasamninga síðustu ár og það þýðir að leikmenn með tíu stærstu samninga sögunnar mætast einmitt í World Series í ár. Dodgers leikmaðurinn Shohei Ohtani á stærsta samninginn en hann fékk sjö hundruð milljónir dollara fyrir tíu ára samning. Það gerir tæpa 97 milljarða íslenskra króna. Liðsfélagi hans Mookie Betts fékk tólf ára samning sem gaf honum 365 milljónir dollara eða meira en fimmtíu milljarða í íslenskum krónum. Aaron Judge, stærsta stjarnan hjá Yankees, fékk 360 milljónir dollara fyrir níu ára samning. Liðsfélagi hans Giancarlo Stanto fékk 325 milljónir dollara fyrir þrettán ára samning og Gerrit Cole fékk 324 milljónir Bandaríkjadala fyrir níu ára samning. Liðin tvö eru að borga leikmönnum sínum samtals 653 milljónir dollara á þessu tímabili þegar búið er að bæta við lúxusskattinum fyrir að fara yfir launaþakið. Það eru meira en níutíu milljarðar í íslenskum krónum. Tveir fyrstu leikirnir fara fram á heimavelli Los Angeles Dodgers í kvöld og annað kvöld en svo færa menn sig yfir til New York. Það lið sem fyrr vinnur fjóra leiki verður bandarískur meistari eða heimsmeistari eins og Bandaríkjamenn kalla það. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints)
Hafnabolti Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Diaz kom Liverpool í toppmál Enski boltinn Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Körfubolti Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Fótbolti Fleiri fréttir Víkingar sáu Sverri Inga skora í sigri Glódís skælbrosandi í landsleikina Í beinni: Tottenham - Man. Utd | Tvö lið í brasi Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Wembanyama og Paul svindluðu og voru reknir úr keppni Frestað í Danmörku vegna frosts í jörðu Albert kom inn á en fór meiddur af velli Diaz kom Liverpool í toppmál Mbappé syrgir tíu ára aðdáanda Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Sjá meira