„Til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik“ Hinrik Wöhler skrifar 25. október 2024 23:00 Arnar Pétursson kemur skilaboðum áleiðis í leiknum í kvöld. Vísir/Viktor Freyr Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik vann frækinn sex marka sigur á Pólverjum í Lambhagahöllinni í Úlfarsárdal í kvöld. Leikurinn er hluti af undirbúningi liðsins fyrir lokamót EM en mótið hefst eftir rúman mánuð. Landsliðsþjálfarinn, Arnar Pétursson, var virkilega ánægður með hugarfarið og varnarleikinn í leiknum í kvöld. „Það var til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik og skiluðu þessu af sér. Það var sama hvar við komum niður, við vorum að gera þetta allt saman mjög vel,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Íslenska liðið átti stórbrotinn fyrri hálfleik en þær leiddu 18-9 í hálfleik. Arnar segir að lykillinn að sigrinum í kvöld hafi verið hugarfar leikmanna. „Hugarfarið var til fyrirmyndar og það skilar sér í því að við erum að spila mjög vörn og fáum markvörslu þar að auki fyrir aftan mjög góða vörn. Við erum svo skynsamar fram á við og erum á móti sterkum liði að tapa fáum boltum sem er algjör lykill. Það er algjört eitur á móti svona liðum, yfirleitt færðu mark í bakið en mér fannst við gera það mjög vel.“ Pólverjar áttu fá svör við sterkum varnarleik Íslands.Vísir/Viktor Freyr Um miðbik síðari hálfleiks kom slæmur kafli hjá íslenska liðinu en gestirnir frá Póllandi skoruðu sjö mörk í röð. Íslenska liðið var með ansi þægilegt forskot í stöðunni 24-14 en á skömmum tíma var staðan orðin 24-21. Arnar var spurður hvort hann væri farinn efast um stöðuna á þeim tímapunkti. „Það gerði það nú ekki en þetta var kannski ekkert óeðlilegt. Við lendum í því að fá tvisvar tvær mínútur og lentum í vandræðum þar. Það er ekki óeðlilegt að það komi mótspyrna frá þessu liði en sem betur fer rönkuðum við okkur og kláruðum þetta með sóma,“ sagði Arnar um slæma kaflann. Skammt stórra högga á milli Liðin leika aftur vináttuleik á morgun á Selfossi og býst Arnar við grimmu pólsku liði. „Ég vona að við höldum áfram að gera vel og bæta við. Við viljum horfa í frammistöðu og viljum fá góða frammistöðu, alls staðar á vellinum og það er það sem ég býst við. Það er klárt mál að þetta pólska lið, sem er feikisterkt, þær verða grimmar og munu svara fyrir þetta. Við verðum að vera enn tilbúnari í leikinn á morgun.“ Rautt spjald fór á loft undir lok fyrri hálfleiks þegar Emilia Galinska reif í skothönd Elínu Rósu Magnúsdóttur í þann mund þegar hún ætlaði að skjóta. Ertu ósáttur með að sjá slík brot í vináttuleik? „Já auðvitað. Mér fannst þetta brot náttúrulega réttilega rautt og blátt spjald. Þetta viljum við ekki sjá,“ sagði Arnar að lokum. Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira
Landsliðsþjálfarinn, Arnar Pétursson, var virkilega ánægður með hugarfarið og varnarleikinn í leiknum í kvöld. „Það var til fyrirmyndar hvernig stelpurnar mættu í þennan leik og skiluðu þessu af sér. Það var sama hvar við komum niður, við vorum að gera þetta allt saman mjög vel,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Íslenska liðið átti stórbrotinn fyrri hálfleik en þær leiddu 18-9 í hálfleik. Arnar segir að lykillinn að sigrinum í kvöld hafi verið hugarfar leikmanna. „Hugarfarið var til fyrirmyndar og það skilar sér í því að við erum að spila mjög vörn og fáum markvörslu þar að auki fyrir aftan mjög góða vörn. Við erum svo skynsamar fram á við og erum á móti sterkum liði að tapa fáum boltum sem er algjör lykill. Það er algjört eitur á móti svona liðum, yfirleitt færðu mark í bakið en mér fannst við gera það mjög vel.“ Pólverjar áttu fá svör við sterkum varnarleik Íslands.Vísir/Viktor Freyr Um miðbik síðari hálfleiks kom slæmur kafli hjá íslenska liðinu en gestirnir frá Póllandi skoruðu sjö mörk í röð. Íslenska liðið var með ansi þægilegt forskot í stöðunni 24-14 en á skömmum tíma var staðan orðin 24-21. Arnar var spurður hvort hann væri farinn efast um stöðuna á þeim tímapunkti. „Það gerði það nú ekki en þetta var kannski ekkert óeðlilegt. Við lendum í því að fá tvisvar tvær mínútur og lentum í vandræðum þar. Það er ekki óeðlilegt að það komi mótspyrna frá þessu liði en sem betur fer rönkuðum við okkur og kláruðum þetta með sóma,“ sagði Arnar um slæma kaflann. Skammt stórra högga á milli Liðin leika aftur vináttuleik á morgun á Selfossi og býst Arnar við grimmu pólsku liði. „Ég vona að við höldum áfram að gera vel og bæta við. Við viljum horfa í frammistöðu og viljum fá góða frammistöðu, alls staðar á vellinum og það er það sem ég býst við. Það er klárt mál að þetta pólska lið, sem er feikisterkt, þær verða grimmar og munu svara fyrir þetta. Við verðum að vera enn tilbúnari í leikinn á morgun.“ Rautt spjald fór á loft undir lok fyrri hálfleiks þegar Emilia Galinska reif í skothönd Elínu Rósu Magnúsdóttur í þann mund þegar hún ætlaði að skjóta. Ertu ósáttur með að sjá slík brot í vináttuleik? „Já auðvitað. Mér fannst þetta brot náttúrulega réttilega rautt og blátt spjald. Þetta viljum við ekki sjá,“ sagði Arnar að lokum.
Handbolti Landslið kvenna í handbolta Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Í beinni: PSV - Arsenal | Skora Skytturnar í Hollandi? Fótbolti Í beinni: Dortmund - Lille | Hákon á stóra sviðinu Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Fleiri fréttir „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Leik lokið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Sjá meira