„Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Rakel Sveinsdóttir skrifar 28. október 2024 07:01 Kári Þór Rúnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Cliezen er má segja hokinn af reynslu úr sprota- og frumkvöðlaheiminum. Enda hefur hann fylgt eftir sprotafyrirtækjum sem ýmist hafa gengið upp og verið seld, eða ekki. En Kári krassaði líka þegar mest var og segir mikilvægt að frumkvöðlar hlúi vel að sjálfum sér. Vísir/Vilhelm „Ég viðurkenni að ég var sjokkeraður. Að átta mig á því hvernig einhver annar gæti haft svona mikil áhrif á mig og mína framtíð. Að aðgerðir og gjörðir annarra gætu haft þær afleiðingar að ég varð ekki aðeins atvinnulaus heldur stóð ég ekki lengur undir mínum fjárhagskyldum,“ segir Kári Þór Rúnarsson, stofnandi og framkvæmdastjóri sprotafyrirtækisins Cliezen. „Ég er ráðinn í bankageirann korter í lokun. Því bankarnir buðu einfaldlega hluti þá sem enginn annar gat boðið. En eftir bankahrun ákvað ég að verða minn eiginn herra. Og hugsaði með mér: Ef ég verð atvinnulaus eða fer í gjaldþrot, þá verður það að minnsta kosti mér sjálfum að kenna en ekki öðrum.“ Síðan eru liðin mörg ár. Og má segja að Kári teljist nokkuð hokinn af reynslu í heimi sprota- og nýsköpunar. Þar sem hann hefur fylgt eftir stórum sem smáum sprotafyrirtækjum. Sumum í að verða að stórum sölum í útlöndum. Öðrum sem ekki hafa náð að halda velli. „En nú er ég búin að finna mína köllun má segja,“ segir Kári og vísar þar til Cliezen, sem nú þegar þjónustar ýmiss stór fyrirtæki á fyrirtækjamarkaði. Svo sem Samskip, Póstinn, Play, Olís, Öryggismiðstöðina og fjölda annarra. Meðstofnandi Kára er forritari sem heitir Pétur Már Sigurðsson en á mynd með Kára er Rúnar Leví Jóhannsson, sem starfar líka hjá Cliezen. Fyrirtækið hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði og þjónustar nú þegar mörg stór íslensk fyrirtæki. Kári segist frekar kjósa hægari vöxt í dag og efast oft um það umhverfi nýsköpunar- og fjármagns, sem oft minnir á sama leikinn og bankarnir léku fyrir bankahrun.Vísir/Vilhelm Kulnun frumkvöðla og jafnvel sjálfsvíg Það er lítið um það rætt, en kulnun frumkvöðla er eflaust algengari en margur grunar. Og jafnvel sjálfsvíg. Því eitt af einkennum frumkvöðla er að nýsköpunarhugmyndum fylgir mikil vinna, óendanleg þrautseigja til að gefast ekki upp, engin eða mjög lítil eða óregluleg laun og ótrúlega mörg NEI. „Þú ert líka alltaf með 27 hatta á höfði en þegar mest var hjá mér með sprotafyrirtækið Authenteq var ég með 35 starfsmenn og við búin að flytja fyrirtækið til Berlínar í Þýskalandi.“ Mikil ferðalög fylgdu vinnunni og þegar allt var á mesta fluginu, var Kári valinn Nordic Startup Founder of the Year; verðlaun sem þykja afar stór í heimi sprota- og frumkvöðla og enginn annar Íslendingur hafði unnið til áður. „En þótt verðlaun hrúgist inn, getur allt önnur saga verið að eiga sér stað í raunveruleikanum. Fyrirtækið var selt á endanum en fjárhagsáhyggjur voru líka viðloðandi í langan tíma, meðal annars vegna þess að um leið og fjárfestar eru komnir að borði, eru skyldur frumkvöðla orðnar mjög margvíslegar.“ Kári segist í dag oft efins um það fyrirkomulag sem enn ríkir mest í nýsköpun. Þar sem frumkvöðlar keppast við að fá fjármagn frá fjárfestum því oft er þetta ósjálfbær vöxtur þar sem keppst er að því að fyrirtækið stækki sem hraðast. Í raun er þetta ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun. Kári segist í þessum efnum sérstaklega vera að vísa til Vísisjóðanna svokölluðu. „Þar sem í raun fjármagnið sem verið er að veita í nýsköpunina, er að stuðla að því að byggja upp ósjálfbæran rekstur. Sem ekki hefur tekjur til að standa undir vextinum, en verður háður fjármagninu og allir að vinna í þeirri von um að þessi ósjálfbæri rekstur síðan skapað einhver sölutækifæri á verðlagningu sem á sér í raun enga hliðstæðu.“ Í spjallinu við Kára kemur líka ýmislegt í ljós sem varpar betur mynd á þessa skoðun Kára í dag. Því sjálfur tók hann fullan þátt í fyrrgreindri lýsingu í heimi sprota og nýsköpunar. Til dæmis var hann einn af liðsmönnum nýsköpunarfyrirtækisins CLARA, sem árið 2013 var selt til Bandaríkjanna fyrir fjárhæðir sem aldrei áður höfðu sést á Íslandi. „Þá lærði maður að verðlagning á nýsköpunarfyrirtækjum er allt öðruvísi en gengur og gerist almennt. Formúlan er í rauninni að ef dæmið gengur upp, getur ávinningurinn verið nánast stjarnfræðilegur.“ Kári segist svo sem aldrei hafa haft þessa draumsýn neitt sérstaklega að leiðarljósi. En nefnir þetta frekar sem dæmi um, hvernig honum hefur ekki fundist annar rekstur en nýsköpunarrekstur, hafa þessi sömu tækifæri þegar kemur að sölu eða „exit-i“ á fjármagni. En fórnarkostnaðurinn var líka mikill. „Ég var algjörlega búinn á líkama og sál. Fór bara í þetta þekkta burn-out sem margir frumkvöðlar lenda í en sem betur fer aldrei svo djúpt í lægðina að ég upplifði sjálfsvígshugsanir,“ segir Kári í einlægni. „Í raun nýtti ég Covid svolítið sem afsökun fyrir því að rekstrarstjórinn minn í Þýskalandi tæki við í tvo til þrjá mánuði á meðan ég kúplaði mig aðeins frá. En fljótlega eftir að ég mætti á skrifstofuna þar aftur, áttaði ég mig á því að ég þyrfti lengri tíma til að jafna mig. Við fundum annan framkvæmdastjóra, ég settist í stjórn og fyrirtækið var selt um ári síðar.“ En við skulum byrja á byrjuninni… Kári stofnaði fyrirtækið Authenteq, sem á uppgangstímanum sínum fluttist til Berlínar og var á endanum selt þar. Svo mikil ferðalög fylgdu vinnunni að sem dæmi nefnir Kári 40 flugferðir sem hann fór í á þremur mánuðum. Þar af endaði ein ferðin í flugslysi. Brostnar væntingar og draumar Kári er fæddur árið 1973 og segist lítið muna eftir fyrstu árunum á Íslandi því á sjöunda ári fluttist fjölskyldan til Bandaríkjanna, þar sem foreldrar hans fóru í nám. „Mamma fór í heilbrigðisvísindanám en pabbi í meistaranám í tölvunarfræði. Sem þótti nokkuð merkilegt á þessum tíma, enda er hann einn af fyrstu tölvunarfræðingum á Íslandi,“ segir Kári um leið og hann lofar árin sem fjölskyldan bjó í Iowa City. „Á þessum tíma var manni bara hent inn í skóla þótt maður vissi varla hvað enska væri. En á mettíma lærði maður að tala ensku og ég á ekkert nema mjög góðar minningar frá þessum tíma.“ Árið 1985 flutti fjölskyldan aftur til Íslands. Fyrst í Breiðholtið þar sem fjölskyldan bjó áður en síðar um tíma til Keflavíkur. Þegar Kári var búinn með eitt ár í fjölbrautaskólanum þar, fóru hann og móðir hans í eitt ár aftur til Iowa. „Mamma og pabbi eru samt enn saman og allt það. Það var bara ákveðið að gera þetta svona þegar hún fór út í viðbótarnám. Ég var ofboðslega spenntur að fara aftur til Iowa en varð fyrir miklum vonbrigðum.“ Hvers vegna? „Vegna þess að hafandi búið þar sem yngri strákur var maður með ákveðnar væntingar til borgarinnar og sá líka fyrir sér að það að fara í bandarískan High School yrði eitthvað sambærilegt og maður sá í bíómyndum. Sem auðvitað var ekki raunin því High School er auðvitað ekki eins og í bíómyndunum,“ segir Kári og brosir. Kári kláraði stúdentinn úr Menntaskólanum í Hamrahlíð en æskudraumurinn var að verða flugmaður. Sá draumur brast þó þegar Kári var langt kominn með einkaflugmanninn. „Þá féll ég á sjónprófi. Sem var hrikalegt og ég viðurkenni að ég var alveg ónýtur lengi á eftir,“ segir Kári. Kári prófaði sig áfram í háskólanámi. Fyrst í sálfræði en loks í viðskiptafræði þar sem hann fann sig algjörlega. Eftir viðskiptafræðina starfaði Kári sem markaðsstjóri Bílabúð Benna, síðan Zo On og enn síðar 66Norður. Þegar allt var á ferð og flugi fyrir bankahrun, fékk hann tilboð um að leiða ný markaðsverkefni fyrir Glitni banka. En fór sem fór og eftir að hafa misst vinnuna í bankanum, ákvað Kári að hér eftir yrði hann sinn eiginn herra.Vísir/Vilhelm Ævintýrin í markaðsmálunum Eftir námið réði Kári sig sem markaðsstjóri hjá Bílabúð Benna sem hann segir að hafi verið mjög skemmtilegur tími. „Að vinna í þessu umhverfi fyrir þann bílaáhugamann sem ég var þá, var auðvitað ævintýri líkast. Og margt skemmtilegt sem við gerðum,“ segir Kári þegar hann rifjar upp árin fyrir aldamót. „Til dæmis buðum við fjölmiðlafólki til Egilsstaða þar sem við fumkynntum komu Porsche til Íslands og prufukeyrðum bílana þar því hægt var að keyra hann upp í 260 kílómetra hraða á flugbrautinni.“ Kári hélt sig við markaðsmálin því næst tók við starf á markaðsdeild Símans. „Sem var rosalega flott markaðssvið og flott fyrirtæki. Ég var þar í þrjú ár og lærði heilmikið en var þá farin að upplifa löngun í meira nám og endaði með að fara til Lancaster í Englandi í meistaranám í markaðsfræði.“ Kom aldrei upp sú hugmynd að setjast að í Englandi? „Jú ég viðurkenni að hafa alveg hugleitt það, en þarna er Sebastian fæddur og það togaði mig alltaf heim að vera orðinn pabbi,“ segir Kári og vísar þar til þess að sonurinn Sebastian fæddist árið 2001. Eftir Englandsdvölina, réði Kári sig sem sölu- og markaðsstjóri Zo On en fljótlega fékk hann tilboð um að leiða markaðsmálin hjá 66Norður. „Það gerðist nú ekki flottara á þessum tíma. Því þarna er útrásin á fullu þótt heimamarkaðurinn væri alltaf mjög sterkur. Á þessum tíma kynntist maður því hvernig fjölmiðlar eru alltaf til í að birta fréttir af frægu fólki sem kemur til landsins og því voru þau mörg málin þar sem maður var að tryggja fatnaðinn á fræga fólkið sem hingað kom.“ Þegar mest lét hjá Authenteq í Berlín, var Kári valinn Nordic Startup Founder of the Year; verðlaun sem þykja afar stór í heimi sprota- og frumkvöðla og enginn annar Íslendingur hafði unnið til áður. Kári segir verðlaun þó ekki endilega endurspegla raunveruleikann. Fjárhagsáhyggjur voru miklar, álagið þeim mun meir og stuttu síðar endaði Kári með að fara í algjöra kulnun. Bankahrunið og nýju ævintýrin Loks kom að því að Kári fékk gylliboð í bankageirann. Eins og svo margir á þessum tíma. Árið 2007 réði hann sig því til Glitnis þar sem ætlunin var að hann færi í markaðsmál til uppbyggingar á sértækum mörkuðum. Til dæmis Kína, Rússland og fleiri markaðssvæði sem töldust ,,excotic.“ „Menn voru svo stórhuga en svo kom í ljós mjög fljótlega eftir að ég byrjaði í bankanum að ekkert af þessu yrði að veruleika, nú þyrfti frekar að fara að taka til og hagræða,“ segir Kári sem þá hafði þegar fest sér kaup á íbúð. „Atvinnuleysið sem tók við á Íslandi í kjölfar bankahruns var þannig að manni fannst oft engin leið að fá einhverja vinnu. Ég fór því að kenna markaðsfræði í Opna Háskólanum við Háskóla Reykjavíkur og það var þar sem ég fór að kynnast þessum frumkvöðlum sem voru þá þegar farnir að lifa og hrærast í heimi nýsköpunar.“ Til að gera langa sögu stutta, endaði Kári með að hætta að kenna og varð fyrsti starfsmaður CLARA sem áður var nefnt og seldist til Bandaríkjanna fyrir rúman milljarð. ,,Ég kynntist mjög mörgu í þessum startup heimi og segja má að ég sé búinn að lifa og hrærast í sprotaumhverfinu síðan,“ segir Kári en þess má geta að þegar Clara var selt, var hann einn hluteigenda. Að læra af reynslunni Kári fór síðan í meistaranám í íþrótta- og heilsufræði en kláraði ekki því áður en ritgerðinni lauk, var hann á ný kominn á fullt í sprotahugmynd „Þegar maður er í þessum startup heimi eru hugmyndirnar nánast eins og rússibanareið. Ég sá svo sem fyrir mér að í heilsutengdum geira væru mörg tækifæri. Því sjálfur hef ég lengi glímt við aukakílóin og ég segi alltaf: Ef þú ert að glíma við eitthvað sem vantar að leysa, eru eflaust margir aðrir að glíma við sama vandamál.“ Lausnin að vandamálinu gæti þá verið sprotahugmyndin. Eiginkona Kára er Hilja Guðmundsdóttir, sem lifir og hrærist í heimi geðheilbrigðis sem ráðgjafi hjá Mental. Kári segir Hilju hafa hjálpað sér mikið við að jafna sig í kjölfar kulnunar og að kenna sér að hlúa vel að sjálfum sér markvisst. Til dæmis með því að kúpla sig alveg frá vinnunni á þriggja mánaða fresti.Gunnar Bjarki Árið 2016 tók Kári saman við eiginkonu sína,Hilju Guðmundsdóttur, ráðgjafi á sviði mannauðsstjórnunar og vinnusálfræði hjá Mental ráðgjöf. Fyrir átti Hilja tvo syni og því er fjölskyldan samsett eins og svo margir þekkja hvað best. „Hilja lifir og hrærist í þessum geðheilbrigðisgeira og það hjálpaði mér auðvitað mikið þegar ég endaði í kulnun sjálfur,“ segir Kári þegar talið beinist nú að síðustu metrunum með fyrirtækið í Þýskalandi. „En ég myndi líka segja að þegar ég fór af stað með nýjasta fyrirtækið mitt Cliezen, þá er hugarfarið mitt allt öðruvísi en áður.“ Hvernig þá? „Til dæmis hef ég verið ákveðinn í því að fá ekki fjármagn eða fjárfesta inn í fyrirtækið, frekar að vaxa hægar. Því fjármagni fylgir mikil pressa um ósjálfbæran vöxt. Sömuleiðis líka hvernig ég huga að sjálfum mér því frumkvöðlar eru að öllu jafna allt í öllu lengi vel.“ Kári nefnir sem dæmi ráð sem hann segir nýtast sér mjög vel. Á þriggja mánaða fresti kúpla ég mig alveg út. Fer annað hvort í sumarbústað eða ég fer til Spánar þar sem ég hef aðgengi að húsnæði. Þegar ég er þar, hugsa ég ekki um neitt nema eitthvað eitt sem ég set fyrir mér og hef að markmið að hugsa vel um á dýptina. Það þarf þá alltaf að vera eitthvað sem annað hvort gerir mig að betri manneskju eða betri stjórnanda.“ Það er allt annað hugarfar hjá Kára núna þótt enn sé hann virkur í startup heiminum. Að vaxa hægar en ná góðum árangri er leiðin sem Kári velur frekar að fara í dag, frekar en þá tæknisprotaleið að byggja upp ósjálfbæran vöxt sem verður háður fjármagni. Og ekkert síður að muna að hlúa vel að sjálfum sér.Vísir/Vilhelm, einkasafn Hljómar kannski ekkert sexý Það sem sprotafyrirtækið Cliezen gerir er að mæla upplifun og ánægju viðskiptavina hjá fyrirtækjum sem starfa á fyrirtækjamarkaði, hinum svokallaða B2B markaði. „Það eru til margar tæknilausnir sem bjóða upp á mælingar á ánægju viðskiptavina en flestar þeirra eru í raun hannaðar fyrir einstaklingsmarkað. Að spyrja einnar spurningar um hvort viðskiptavinur á fyrirtækjamarkaði sé ánægður eða ekki, er ekki nóg. Þannig kom hugmyndin í rauninni til, því mér fannst vanta að fara á ,“ segir Kári og skýrir út að með lausn Cliezen fái fyrirtækin sem mælt er fyrir, tækifæri til að bæta úr því sem betur má fara. Fyrirtækið hefur hlotið styrki frá Tækniþróunarsjóði og slíka styrki hefur Kári nokkrum sinnum farið í gegnum. Fyrst á árunum með CLARA. „Tækniþróunarsjóður og stuðningur stjórnvalda við nýsköpun á Íslandi er einstakur á heimsmælikvarða. Því það sem gerir styrktarumhverfið svo gott á Íslandi er að hér er verið að styðja við sprota- og frumkvöðla á frumstigi hugmynda. Eitthvað sem margir erlendir kollegar mínir hafa lengi horft á öfundaraugum.“ Verðlaunin sem Cliezen hlaut á dögunum voru á European Cleaning and Hygiene Awards 2024, sem haldið var í Lissabon í Portúgal þann 3.október síðastliðinn. „Ræstingaiðnaðurinn hljómar kannski ekkert sexý en á heimsvísu er þessi iðnaður svo stór að hann er stærri en tölvuleikja-, tónlistar- og kvikmyndageirinn til samans,“ segir Kári og hlær. Á viðburðinum var nýja lausn Cliezen, „Last Mile CX“ verðlaunuð en Kári segir lausnina vera byltingarkennda viðbót við þá vöru sem Cliezen hefur síðastliðinn tvö ár selt undir heitinu Brilliant, sjá nánar á brilliant.is. Meðstofnandi Kára er forritari sem heitir Pétur Már Sigurðsson en þess má geta að Cliezen telst tæknisprotafyrirtæki. „Það sem ég ákvað samt í þessari vegferð strax var að vinna að lausn sem myndi nánast um leið fara að skila einhverjum tekjum. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að reksturinn yrði ósjálfbær,“ segir Kári og bætir við: ,,Vissulega þýðir þetta að reksturinn vex mun hægar en hann myndi gera ef hin hefðbundna tæknisprota leið yrði farin. En nú hefur maður líka lært af reynslunni.“ Ekki síður af því, hvernig frumkvöðlar þurfa að hlúa að sér. Þegar ég krassaði, var eitt af því sem ég upplifði svo sterkt að öll gleði var horfin. Ég vann mjög mikið, var líkamlega alveg búinn á því að vera sífellt að vakna klukkan hálf fjögur til að mæta í eitthvað flug, alltaf að vinna og á sölufundum víðs vegar um heiminn og svo framvegis. En gleðin var horfin.“ Sem dæmi segir Kári að í lok 2019 hafi hann farið í um 40 flugferðir á þremur mánuðum og lenti meiri að segja í einu flugslysi í byrjun 2020. Kári segist þó enn taka virkan þátt í startup heiminum á Íslandi, til dæmis sem mentor. Hugarfarið er þó að mörgu leyti breytt. ,,Þótt ég sé með rekstur sem ég er ekki að keppast við að vaxi sem hraðast, er ég ánægður með þann ótrúlega árangur sem við höfum náð bæði á Íslandi og erlendis og finn hvernig reynslan mín af þessum síðustu fimmtán árum í sprotaheiminum hefur leitt mig inn á aðra og betri nálgun að mér finnst,“ segir Kári og bætir við: „Nú er ég einfaldlega með tékklista sem ég vinn eftir, meðal annars til að hlúa að sjálfum mér og passa að ég endurnærist reglulega.“ Nýsköpun Tækni Starfsframi Geðheilbrigði Vinnumarkaður Streita og kulnun Tengdar fréttir „Myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum“ „Já ég myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum,“ segir Elva Sara Ingvarsdóttir og hlær. 26. september 2024 07:01 „Fjárfestar eru bara venjulegt fólk“ „Ég viðurkenni að fyrst var ég mjög óöruggur. Velti fyrir mér hvort ég væri nógu góður. Hvort varan mín væri nógu góð. Fjárfestar virka einhvern veginn á mann eins og þeir hljóti að vera einhverjir svakalegir risar,“ segir Geoffrey Stekelenburg, stofnandi Neurotic sprotafyrirtækis sem starfrækt er í Grósku. 25. september 2024 07:02 Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ „Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin. 11. september 2024 07:01 Ævintýralegt líf: Fjárfestirinn bankaði á gluggann á garðkofanum þar sem hann bjó „Heimurinn aðlagaðist tækninni fyrir rúmum tuttugu árum síðan. En nú er kominn tími til að tæknin aðlagi sig að heiminum,“ segir Hlynur Snær Andrason frumkvöðull og annar tveggja stofnanda sprotafyrirtækisins Scandinavian Algorithms Inc. í Bandaríkjunum eða Scandal í styttri útgáfu. 11. júlí 2024 07:01 Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Ég er ráðinn í bankageirann korter í lokun. Því bankarnir buðu einfaldlega hluti þá sem enginn annar gat boðið. En eftir bankahrun ákvað ég að verða minn eiginn herra. Og hugsaði með mér: Ef ég verð atvinnulaus eða fer í gjaldþrot, þá verður það að minnsta kosti mér sjálfum að kenna en ekki öðrum.“ Síðan eru liðin mörg ár. Og má segja að Kári teljist nokkuð hokinn af reynslu í heimi sprota- og nýsköpunar. Þar sem hann hefur fylgt eftir stórum sem smáum sprotafyrirtækjum. Sumum í að verða að stórum sölum í útlöndum. Öðrum sem ekki hafa náð að halda velli. „En nú er ég búin að finna mína köllun má segja,“ segir Kári og vísar þar til Cliezen, sem nú þegar þjónustar ýmiss stór fyrirtæki á fyrirtækjamarkaði. Svo sem Samskip, Póstinn, Play, Olís, Öryggismiðstöðina og fjölda annarra. Meðstofnandi Kára er forritari sem heitir Pétur Már Sigurðsson en á mynd með Kára er Rúnar Leví Jóhannsson, sem starfar líka hjá Cliezen. Fyrirtækið hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóði og þjónustar nú þegar mörg stór íslensk fyrirtæki. Kári segist frekar kjósa hægari vöxt í dag og efast oft um það umhverfi nýsköpunar- og fjármagns, sem oft minnir á sama leikinn og bankarnir léku fyrir bankahrun.Vísir/Vilhelm Kulnun frumkvöðla og jafnvel sjálfsvíg Það er lítið um það rætt, en kulnun frumkvöðla er eflaust algengari en margur grunar. Og jafnvel sjálfsvíg. Því eitt af einkennum frumkvöðla er að nýsköpunarhugmyndum fylgir mikil vinna, óendanleg þrautseigja til að gefast ekki upp, engin eða mjög lítil eða óregluleg laun og ótrúlega mörg NEI. „Þú ert líka alltaf með 27 hatta á höfði en þegar mest var hjá mér með sprotafyrirtækið Authenteq var ég með 35 starfsmenn og við búin að flytja fyrirtækið til Berlínar í Þýskalandi.“ Mikil ferðalög fylgdu vinnunni og þegar allt var á mesta fluginu, var Kári valinn Nordic Startup Founder of the Year; verðlaun sem þykja afar stór í heimi sprota- og frumkvöðla og enginn annar Íslendingur hafði unnið til áður. „En þótt verðlaun hrúgist inn, getur allt önnur saga verið að eiga sér stað í raunveruleikanum. Fyrirtækið var selt á endanum en fjárhagsáhyggjur voru líka viðloðandi í langan tíma, meðal annars vegna þess að um leið og fjárfestar eru komnir að borði, eru skyldur frumkvöðla orðnar mjög margvíslegar.“ Kári segist í dag oft efins um það fyrirkomulag sem enn ríkir mest í nýsköpun. Þar sem frumkvöðlar keppast við að fá fjármagn frá fjárfestum því oft er þetta ósjálfbær vöxtur þar sem keppst er að því að fyrirtækið stækki sem hraðast. Í raun er þetta ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun. Kári segist í þessum efnum sérstaklega vera að vísa til Vísisjóðanna svokölluðu. „Þar sem í raun fjármagnið sem verið er að veita í nýsköpunina, er að stuðla að því að byggja upp ósjálfbæran rekstur. Sem ekki hefur tekjur til að standa undir vextinum, en verður háður fjármagninu og allir að vinna í þeirri von um að þessi ósjálfbæri rekstur síðan skapað einhver sölutækifæri á verðlagningu sem á sér í raun enga hliðstæðu.“ Í spjallinu við Kára kemur líka ýmislegt í ljós sem varpar betur mynd á þessa skoðun Kára í dag. Því sjálfur tók hann fullan þátt í fyrrgreindri lýsingu í heimi sprota og nýsköpunar. Til dæmis var hann einn af liðsmönnum nýsköpunarfyrirtækisins CLARA, sem árið 2013 var selt til Bandaríkjanna fyrir fjárhæðir sem aldrei áður höfðu sést á Íslandi. „Þá lærði maður að verðlagning á nýsköpunarfyrirtækjum er allt öðruvísi en gengur og gerist almennt. Formúlan er í rauninni að ef dæmið gengur upp, getur ávinningurinn verið nánast stjarnfræðilegur.“ Kári segist svo sem aldrei hafa haft þessa draumsýn neitt sérstaklega að leiðarljósi. En nefnir þetta frekar sem dæmi um, hvernig honum hefur ekki fundist annar rekstur en nýsköpunarrekstur, hafa þessi sömu tækifæri þegar kemur að sölu eða „exit-i“ á fjármagni. En fórnarkostnaðurinn var líka mikill. „Ég var algjörlega búinn á líkama og sál. Fór bara í þetta þekkta burn-out sem margir frumkvöðlar lenda í en sem betur fer aldrei svo djúpt í lægðina að ég upplifði sjálfsvígshugsanir,“ segir Kári í einlægni. „Í raun nýtti ég Covid svolítið sem afsökun fyrir því að rekstrarstjórinn minn í Þýskalandi tæki við í tvo til þrjá mánuði á meðan ég kúplaði mig aðeins frá. En fljótlega eftir að ég mætti á skrifstofuna þar aftur, áttaði ég mig á því að ég þyrfti lengri tíma til að jafna mig. Við fundum annan framkvæmdastjóra, ég settist í stjórn og fyrirtækið var selt um ári síðar.“ En við skulum byrja á byrjuninni… Kári stofnaði fyrirtækið Authenteq, sem á uppgangstímanum sínum fluttist til Berlínar og var á endanum selt þar. Svo mikil ferðalög fylgdu vinnunni að sem dæmi nefnir Kári 40 flugferðir sem hann fór í á þremur mánuðum. Þar af endaði ein ferðin í flugslysi. Brostnar væntingar og draumar Kári er fæddur árið 1973 og segist lítið muna eftir fyrstu árunum á Íslandi því á sjöunda ári fluttist fjölskyldan til Bandaríkjanna, þar sem foreldrar hans fóru í nám. „Mamma fór í heilbrigðisvísindanám en pabbi í meistaranám í tölvunarfræði. Sem þótti nokkuð merkilegt á þessum tíma, enda er hann einn af fyrstu tölvunarfræðingum á Íslandi,“ segir Kári um leið og hann lofar árin sem fjölskyldan bjó í Iowa City. „Á þessum tíma var manni bara hent inn í skóla þótt maður vissi varla hvað enska væri. En á mettíma lærði maður að tala ensku og ég á ekkert nema mjög góðar minningar frá þessum tíma.“ Árið 1985 flutti fjölskyldan aftur til Íslands. Fyrst í Breiðholtið þar sem fjölskyldan bjó áður en síðar um tíma til Keflavíkur. Þegar Kári var búinn með eitt ár í fjölbrautaskólanum þar, fóru hann og móðir hans í eitt ár aftur til Iowa. „Mamma og pabbi eru samt enn saman og allt það. Það var bara ákveðið að gera þetta svona þegar hún fór út í viðbótarnám. Ég var ofboðslega spenntur að fara aftur til Iowa en varð fyrir miklum vonbrigðum.“ Hvers vegna? „Vegna þess að hafandi búið þar sem yngri strákur var maður með ákveðnar væntingar til borgarinnar og sá líka fyrir sér að það að fara í bandarískan High School yrði eitthvað sambærilegt og maður sá í bíómyndum. Sem auðvitað var ekki raunin því High School er auðvitað ekki eins og í bíómyndunum,“ segir Kári og brosir. Kári kláraði stúdentinn úr Menntaskólanum í Hamrahlíð en æskudraumurinn var að verða flugmaður. Sá draumur brast þó þegar Kári var langt kominn með einkaflugmanninn. „Þá féll ég á sjónprófi. Sem var hrikalegt og ég viðurkenni að ég var alveg ónýtur lengi á eftir,“ segir Kári. Kári prófaði sig áfram í háskólanámi. Fyrst í sálfræði en loks í viðskiptafræði þar sem hann fann sig algjörlega. Eftir viðskiptafræðina starfaði Kári sem markaðsstjóri Bílabúð Benna, síðan Zo On og enn síðar 66Norður. Þegar allt var á ferð og flugi fyrir bankahrun, fékk hann tilboð um að leiða ný markaðsverkefni fyrir Glitni banka. En fór sem fór og eftir að hafa misst vinnuna í bankanum, ákvað Kári að hér eftir yrði hann sinn eiginn herra.Vísir/Vilhelm Ævintýrin í markaðsmálunum Eftir námið réði Kári sig sem markaðsstjóri hjá Bílabúð Benna sem hann segir að hafi verið mjög skemmtilegur tími. „Að vinna í þessu umhverfi fyrir þann bílaáhugamann sem ég var þá, var auðvitað ævintýri líkast. Og margt skemmtilegt sem við gerðum,“ segir Kári þegar hann rifjar upp árin fyrir aldamót. „Til dæmis buðum við fjölmiðlafólki til Egilsstaða þar sem við fumkynntum komu Porsche til Íslands og prufukeyrðum bílana þar því hægt var að keyra hann upp í 260 kílómetra hraða á flugbrautinni.“ Kári hélt sig við markaðsmálin því næst tók við starf á markaðsdeild Símans. „Sem var rosalega flott markaðssvið og flott fyrirtæki. Ég var þar í þrjú ár og lærði heilmikið en var þá farin að upplifa löngun í meira nám og endaði með að fara til Lancaster í Englandi í meistaranám í markaðsfræði.“ Kom aldrei upp sú hugmynd að setjast að í Englandi? „Jú ég viðurkenni að hafa alveg hugleitt það, en þarna er Sebastian fæddur og það togaði mig alltaf heim að vera orðinn pabbi,“ segir Kári og vísar þar til þess að sonurinn Sebastian fæddist árið 2001. Eftir Englandsdvölina, réði Kári sig sem sölu- og markaðsstjóri Zo On en fljótlega fékk hann tilboð um að leiða markaðsmálin hjá 66Norður. „Það gerðist nú ekki flottara á þessum tíma. Því þarna er útrásin á fullu þótt heimamarkaðurinn væri alltaf mjög sterkur. Á þessum tíma kynntist maður því hvernig fjölmiðlar eru alltaf til í að birta fréttir af frægu fólki sem kemur til landsins og því voru þau mörg málin þar sem maður var að tryggja fatnaðinn á fræga fólkið sem hingað kom.“ Þegar mest lét hjá Authenteq í Berlín, var Kári valinn Nordic Startup Founder of the Year; verðlaun sem þykja afar stór í heimi sprota- og frumkvöðla og enginn annar Íslendingur hafði unnið til áður. Kári segir verðlaun þó ekki endilega endurspegla raunveruleikann. Fjárhagsáhyggjur voru miklar, álagið þeim mun meir og stuttu síðar endaði Kári með að fara í algjöra kulnun. Bankahrunið og nýju ævintýrin Loks kom að því að Kári fékk gylliboð í bankageirann. Eins og svo margir á þessum tíma. Árið 2007 réði hann sig því til Glitnis þar sem ætlunin var að hann færi í markaðsmál til uppbyggingar á sértækum mörkuðum. Til dæmis Kína, Rússland og fleiri markaðssvæði sem töldust ,,excotic.“ „Menn voru svo stórhuga en svo kom í ljós mjög fljótlega eftir að ég byrjaði í bankanum að ekkert af þessu yrði að veruleika, nú þyrfti frekar að fara að taka til og hagræða,“ segir Kári sem þá hafði þegar fest sér kaup á íbúð. „Atvinnuleysið sem tók við á Íslandi í kjölfar bankahruns var þannig að manni fannst oft engin leið að fá einhverja vinnu. Ég fór því að kenna markaðsfræði í Opna Háskólanum við Háskóla Reykjavíkur og það var þar sem ég fór að kynnast þessum frumkvöðlum sem voru þá þegar farnir að lifa og hrærast í heimi nýsköpunar.“ Til að gera langa sögu stutta, endaði Kári með að hætta að kenna og varð fyrsti starfsmaður CLARA sem áður var nefnt og seldist til Bandaríkjanna fyrir rúman milljarð. ,,Ég kynntist mjög mörgu í þessum startup heimi og segja má að ég sé búinn að lifa og hrærast í sprotaumhverfinu síðan,“ segir Kári en þess má geta að þegar Clara var selt, var hann einn hluteigenda. Að læra af reynslunni Kári fór síðan í meistaranám í íþrótta- og heilsufræði en kláraði ekki því áður en ritgerðinni lauk, var hann á ný kominn á fullt í sprotahugmynd „Þegar maður er í þessum startup heimi eru hugmyndirnar nánast eins og rússibanareið. Ég sá svo sem fyrir mér að í heilsutengdum geira væru mörg tækifæri. Því sjálfur hef ég lengi glímt við aukakílóin og ég segi alltaf: Ef þú ert að glíma við eitthvað sem vantar að leysa, eru eflaust margir aðrir að glíma við sama vandamál.“ Lausnin að vandamálinu gæti þá verið sprotahugmyndin. Eiginkona Kára er Hilja Guðmundsdóttir, sem lifir og hrærist í heimi geðheilbrigðis sem ráðgjafi hjá Mental. Kári segir Hilju hafa hjálpað sér mikið við að jafna sig í kjölfar kulnunar og að kenna sér að hlúa vel að sjálfum sér markvisst. Til dæmis með því að kúpla sig alveg frá vinnunni á þriggja mánaða fresti.Gunnar Bjarki Árið 2016 tók Kári saman við eiginkonu sína,Hilju Guðmundsdóttur, ráðgjafi á sviði mannauðsstjórnunar og vinnusálfræði hjá Mental ráðgjöf. Fyrir átti Hilja tvo syni og því er fjölskyldan samsett eins og svo margir þekkja hvað best. „Hilja lifir og hrærist í þessum geðheilbrigðisgeira og það hjálpaði mér auðvitað mikið þegar ég endaði í kulnun sjálfur,“ segir Kári þegar talið beinist nú að síðustu metrunum með fyrirtækið í Þýskalandi. „En ég myndi líka segja að þegar ég fór af stað með nýjasta fyrirtækið mitt Cliezen, þá er hugarfarið mitt allt öðruvísi en áður.“ Hvernig þá? „Til dæmis hef ég verið ákveðinn í því að fá ekki fjármagn eða fjárfesta inn í fyrirtækið, frekar að vaxa hægar. Því fjármagni fylgir mikil pressa um ósjálfbæran vöxt. Sömuleiðis líka hvernig ég huga að sjálfum mér því frumkvöðlar eru að öllu jafna allt í öllu lengi vel.“ Kári nefnir sem dæmi ráð sem hann segir nýtast sér mjög vel. Á þriggja mánaða fresti kúpla ég mig alveg út. Fer annað hvort í sumarbústað eða ég fer til Spánar þar sem ég hef aðgengi að húsnæði. Þegar ég er þar, hugsa ég ekki um neitt nema eitthvað eitt sem ég set fyrir mér og hef að markmið að hugsa vel um á dýptina. Það þarf þá alltaf að vera eitthvað sem annað hvort gerir mig að betri manneskju eða betri stjórnanda.“ Það er allt annað hugarfar hjá Kára núna þótt enn sé hann virkur í startup heiminum. Að vaxa hægar en ná góðum árangri er leiðin sem Kári velur frekar að fara í dag, frekar en þá tæknisprotaleið að byggja upp ósjálfbæran vöxt sem verður háður fjármagni. Og ekkert síður að muna að hlúa vel að sjálfum sér.Vísir/Vilhelm, einkasafn Hljómar kannski ekkert sexý Það sem sprotafyrirtækið Cliezen gerir er að mæla upplifun og ánægju viðskiptavina hjá fyrirtækjum sem starfa á fyrirtækjamarkaði, hinum svokallaða B2B markaði. „Það eru til margar tæknilausnir sem bjóða upp á mælingar á ánægju viðskiptavina en flestar þeirra eru í raun hannaðar fyrir einstaklingsmarkað. Að spyrja einnar spurningar um hvort viðskiptavinur á fyrirtækjamarkaði sé ánægður eða ekki, er ekki nóg. Þannig kom hugmyndin í rauninni til, því mér fannst vanta að fara á ,“ segir Kári og skýrir út að með lausn Cliezen fái fyrirtækin sem mælt er fyrir, tækifæri til að bæta úr því sem betur má fara. Fyrirtækið hefur hlotið styrki frá Tækniþróunarsjóði og slíka styrki hefur Kári nokkrum sinnum farið í gegnum. Fyrst á árunum með CLARA. „Tækniþróunarsjóður og stuðningur stjórnvalda við nýsköpun á Íslandi er einstakur á heimsmælikvarða. Því það sem gerir styrktarumhverfið svo gott á Íslandi er að hér er verið að styðja við sprota- og frumkvöðla á frumstigi hugmynda. Eitthvað sem margir erlendir kollegar mínir hafa lengi horft á öfundaraugum.“ Verðlaunin sem Cliezen hlaut á dögunum voru á European Cleaning and Hygiene Awards 2024, sem haldið var í Lissabon í Portúgal þann 3.október síðastliðinn. „Ræstingaiðnaðurinn hljómar kannski ekkert sexý en á heimsvísu er þessi iðnaður svo stór að hann er stærri en tölvuleikja-, tónlistar- og kvikmyndageirinn til samans,“ segir Kári og hlær. Á viðburðinum var nýja lausn Cliezen, „Last Mile CX“ verðlaunuð en Kári segir lausnina vera byltingarkennda viðbót við þá vöru sem Cliezen hefur síðastliðinn tvö ár selt undir heitinu Brilliant, sjá nánar á brilliant.is. Meðstofnandi Kára er forritari sem heitir Pétur Már Sigurðsson en þess má geta að Cliezen telst tæknisprotafyrirtæki. „Það sem ég ákvað samt í þessari vegferð strax var að vinna að lausn sem myndi nánast um leið fara að skila einhverjum tekjum. Þannig væri hægt að koma í veg fyrir að reksturinn yrði ósjálfbær,“ segir Kári og bætir við: ,,Vissulega þýðir þetta að reksturinn vex mun hægar en hann myndi gera ef hin hefðbundna tæknisprota leið yrði farin. En nú hefur maður líka lært af reynslunni.“ Ekki síður af því, hvernig frumkvöðlar þurfa að hlúa að sér. Þegar ég krassaði, var eitt af því sem ég upplifði svo sterkt að öll gleði var horfin. Ég vann mjög mikið, var líkamlega alveg búinn á því að vera sífellt að vakna klukkan hálf fjögur til að mæta í eitthvað flug, alltaf að vinna og á sölufundum víðs vegar um heiminn og svo framvegis. En gleðin var horfin.“ Sem dæmi segir Kári að í lok 2019 hafi hann farið í um 40 flugferðir á þremur mánuðum og lenti meiri að segja í einu flugslysi í byrjun 2020. Kári segist þó enn taka virkan þátt í startup heiminum á Íslandi, til dæmis sem mentor. Hugarfarið er þó að mörgu leyti breytt. ,,Þótt ég sé með rekstur sem ég er ekki að keppast við að vaxi sem hraðast, er ég ánægður með þann ótrúlega árangur sem við höfum náð bæði á Íslandi og erlendis og finn hvernig reynslan mín af þessum síðustu fimmtán árum í sprotaheiminum hefur leitt mig inn á aðra og betri nálgun að mér finnst,“ segir Kári og bætir við: „Nú er ég einfaldlega með tékklista sem ég vinn eftir, meðal annars til að hlúa að sjálfum mér og passa að ég endurnærist reglulega.“
Nýsköpun Tækni Starfsframi Geðheilbrigði Vinnumarkaður Streita og kulnun Tengdar fréttir „Myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum“ „Já ég myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum,“ segir Elva Sara Ingvarsdóttir og hlær. 26. september 2024 07:01 „Fjárfestar eru bara venjulegt fólk“ „Ég viðurkenni að fyrst var ég mjög óöruggur. Velti fyrir mér hvort ég væri nógu góður. Hvort varan mín væri nógu góð. Fjárfestar virka einhvern veginn á mann eins og þeir hljóti að vera einhverjir svakalegir risar,“ segir Geoffrey Stekelenburg, stofnandi Neurotic sprotafyrirtækis sem starfrækt er í Grósku. 25. september 2024 07:02 Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ „Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin. 11. september 2024 07:01 Ævintýralegt líf: Fjárfestirinn bankaði á gluggann á garðkofanum þar sem hann bjó „Heimurinn aðlagaðist tækninni fyrir rúmum tuttugu árum síðan. En nú er kominn tími til að tæknin aðlagi sig að heiminum,“ segir Hlynur Snær Andrason frumkvöðull og annar tveggja stofnanda sprotafyrirtækisins Scandinavian Algorithms Inc. í Bandaríkjunum eða Scandal í styttri útgáfu. 11. júlí 2024 07:01 Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum“ „Já ég myndi alveg segja að hjartað í mér hafi verið í buxunum,“ segir Elva Sara Ingvarsdóttir og hlær. 26. september 2024 07:01
„Fjárfestar eru bara venjulegt fólk“ „Ég viðurkenni að fyrst var ég mjög óöruggur. Velti fyrir mér hvort ég væri nógu góður. Hvort varan mín væri nógu góð. Fjárfestar virka einhvern veginn á mann eins og þeir hljóti að vera einhverjir svakalegir risar,“ segir Geoffrey Stekelenburg, stofnandi Neurotic sprotafyrirtækis sem starfrækt er í Grósku. 25. september 2024 07:02
Draumar rætast: „Lengi skammaðist ég mín ...“ „Ég held að uppeldið hafi skipt þar miklu. Foreldrar mínir hafa alltaf sagt að ég gæti gert allt sem ég vil. Sem þó var ekkert alltaf auðvelt. Til dæmis ætlaði ég að verða læknir en ákvað að taka pásu í háskóla og stefna að því að verða atvinnumaður í CrossFit,“ segir Annie Mist Þórisdóttir, fyrrum heimsmeistari í CrossFit og einn af stofnendum nýsköpunarfyrirtækisins Dottir Skin. 11. september 2024 07:01
Ævintýralegt líf: Fjárfestirinn bankaði á gluggann á garðkofanum þar sem hann bjó „Heimurinn aðlagaðist tækninni fyrir rúmum tuttugu árum síðan. En nú er kominn tími til að tæknin aðlagi sig að heiminum,“ segir Hlynur Snær Andrason frumkvöðull og annar tveggja stofnanda sprotafyrirtækisins Scandinavian Algorithms Inc. í Bandaríkjunum eða Scandal í styttri útgáfu. 11. júlí 2024 07:01
Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ „Þetta eru lyf sem fólk fær gjarnan eftir aðgerðir. Sjálfur var ég að skrifa allt að þrjátíu lyfseðla á viku þegar ég starfaði á bæklunarskurðdeild Landspítalans,“ segir Kjartan Þórsson læknir og stofnandi Prescriby. 8. maí 2024 07:00