„Höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. október 2024 21:19 Andri Rafn Yeoman var að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil með Breiðablik. Vísir/Anton Brink Andri Rafn Yeoman var að vinna sinn þriðja Íslandsmeistaratitil sinn með Breiðablik en hann er annar af tveimur leikmönnum liðsins sem var hluti af titilliðunum árin 2010 og 2022. Hann sagði tilfinninguna frábæra. „Hún er það klárlega og eins og gerist oft í svona viðtölum þá er maður hálftómur. Maður getur sagt að þetta sé ólýsanlegt en það er svo margt sem er að gerast innan í manni, léttir, spennufall og auðvitað ótrúlega mikil gleði. Þriðja skiptið, þetta er geggjað,“ sagði Andri Rafn í viðtali við Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport strax á leik loknum. Blikar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn í kvöld og unnu verðskuldaðan 3-0 sigur. Andri sagði leikinn þó ekki hafa verið þann fallegasta sem Blikaliðið hefur spilað. „Eins og verður oft í svona leikjum og eins og varð í síðustu umferð, þá er bara farið í eitthvað annað og gert það sem þarf að gera. Þetta tímabil, þó það hafi byrjað seinna útaf Evrópukeppni í fyrra, þá hefur þetta verið vegferð og upp og niður og allt þar á milli,“ en Blikar spiluðu í Evrópukeppni allt fram í desembermánuð á síðasta ári. „Hrikalega sætt núna og vegferðin auðvitað miklu lengri þegar þetta þjálfarateymi og Óskar [Hrafn Þorvaldsson] komu inn og komu með aðra nálgun á margan hátt. Taktískt, æfingalega og sérstaklega andlega. Ég held að það sé ótrúlega dýrmætt og við höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum.“ Andri kom einnig inn á einkenni Blikaliðsins og sagði liðið vera búið að þróa leikstílinn í gegnum árin. Hann sagði frábært að fagna með stuðningsmönnum liðsins sem hlupu inn á völlinn um leið og flautað var til leiksloka. „Maður nær ekki alveg utan um þetta en maður hefur upplifað ýmislegt. Við höfum átt okkar einkenni alla þessa tíð, lið sem vill spila fótbolta og vill spila leikinn á ákveðinn hátt. Í gegnum tíðina hefur verið reynt að fá eitthvað annað inn í liðið til að vega upp á móti því. Siðustu ár höfum við tekið það lengra, reynt að finna mótvægi í einhverju öðru og orðið við alla leið. Ég held að það sé að skila þessu,“ sagði Andri Rafn að lokum. Viðtalið við Andra Rafn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistarinn Andri Rafn Yeoman Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Langbesta liðið í þessari deild“ „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. 27. október 2024 20:55 Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Fótbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
„Hún er það klárlega og eins og gerist oft í svona viðtölum þá er maður hálftómur. Maður getur sagt að þetta sé ólýsanlegt en það er svo margt sem er að gerast innan í manni, léttir, spennufall og auðvitað ótrúlega mikil gleði. Þriðja skiptið, þetta er geggjað,“ sagði Andri Rafn í viðtali við Aron Guðmundsson á Stöð 2 Sport strax á leik loknum. Blikar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn í kvöld og unnu verðskuldaðan 3-0 sigur. Andri sagði leikinn þó ekki hafa verið þann fallegasta sem Blikaliðið hefur spilað. „Eins og verður oft í svona leikjum og eins og varð í síðustu umferð, þá er bara farið í eitthvað annað og gert það sem þarf að gera. Þetta tímabil, þó það hafi byrjað seinna útaf Evrópukeppni í fyrra, þá hefur þetta verið vegferð og upp og niður og allt þar á milli,“ en Blikar spiluðu í Evrópukeppni allt fram í desembermánuð á síðasta ári. „Hrikalega sætt núna og vegferðin auðvitað miklu lengri þegar þetta þjálfarateymi og Óskar [Hrafn Þorvaldsson] komu inn og komu með aðra nálgun á margan hátt. Taktískt, æfingalega og sérstaklega andlega. Ég held að það sé ótrúlega dýrmætt og við höfum fengið að blómstra fyrir það sem við nákvæmlega erum.“ Andri kom einnig inn á einkenni Blikaliðsins og sagði liðið vera búið að þróa leikstílinn í gegnum árin. Hann sagði frábært að fagna með stuðningsmönnum liðsins sem hlupu inn á völlinn um leið og flautað var til leiksloka. „Maður nær ekki alveg utan um þetta en maður hefur upplifað ýmislegt. Við höfum átt okkar einkenni alla þessa tíð, lið sem vill spila fótbolta og vill spila leikinn á ákveðinn hátt. Í gegnum tíðina hefur verið reynt að fá eitthvað annað inn í liðið til að vega upp á móti því. Siðustu ár höfum við tekið það lengra, reynt að finna mótvægi í einhverju öðru og orðið við alla leið. Ég held að það sé að skila þessu,“ sagði Andri Rafn að lokum. Viðtalið við Andra Rafn má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Íslandsmeistarinn Andri Rafn Yeoman
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Langbesta liðið í þessari deild“ „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. 27. október 2024 20:55 Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Enski boltinn Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Handbolti Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Handbolti Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Fótbolti Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Enski boltinn „Þetta er bara byrjunin hjá mér“ Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
„Langbesta liðið í þessari deild“ „Við sóttum bara það sem við erum búnir að ætla okkur í allt sumar og sýndum bara að við erum langbesta liðið í þessari deild. Það eiga allir risahrós skilið, virkilega vel gert,“ sagði Íslandsmeistarinn Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Breiðablik mætti á heimavöll ríkjandi Íslandsmeistara Víkings og vann afar sannfærandi 3-0 sigur til að tryggja titilinn. 27. október 2024 20:55