Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2024 09:41 Max Verstappen og Lando Norris ræða hér málin en sá síðarnefndi var allt annað en sáttur við heimsmeistarann. Getty/Bryn Lennon Lando Norris minnkaði forskot Max Verstappen í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna í formúlu 1 í gærkvöldi en hann gagnrýndi líka aksturlag heimsmeistara síðustu þriggja ára. Verstappen fékk tvær tíu sekúndna refsingar í mexíkanska kappakstrinum í gær eftir einvígi hans og Norris á sama hringnum. Norris endaði í öðru sæti á eftir Carlos Sainz. Verstappen endaði sjötti. Norris var mjög ósáttur í talstöðvarkerfi liðsins eftir þennan hring. Verstappen þvingaði Norris til að keyra út úr brautinni. Lando Norris is once again not happy with Max Verstappen 😬#MexicoGP pic.twitter.com/x55akKKL4z— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2024 „Ég var á undan allan tímann í beygjunni. Þetta gæi er hættulegur. Ég varð að forðast áreksturinn,“ sagði Norris um atvikið. Norris var að reyna að komast fram úr heimsmeistaranum sem gerði allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir það. Refsingarnar staðfestu að Verstappen skapaði hættu í brautinni með akstri sínum. Verstappen sjálfur var mjög ósáttur með að fá refsinguna og fannst hann ekki gera neitt rangt. Hans fólk fannst Norris líka komast upp með það sama. Forskot Verstappen fór úr 57 stigum niður í 47 stig eftir þessi úrslit. Nú eru fjórar keppnir eftir og smá spenna komin í baráttuna um heimsmeistaratitilinn. Verstappen vann sjö af fyrstu tíu keppnunum og náði yfirburðarforystu. Hann hefur hins vegar ekki unnið kappakstur síðan. Norris þarf samt að vinna upp tólf stig á Verstappen í hverri keppni til að vinna heimsmeistaratitilinn. Næsta keppni fer fram í í Brasilíu en tímabilið endar með keppnum í Las Vegas, Katar og Abú Dabí. Early drama in Mexico City! ⚠️Max Verstappen is given TWO ten-second time penalties for his clash with Lando Norris 😲 pic.twitter.com/7rTIOo97LN— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) October 27, 2024 Lando Norris cuts Max Verstappen’s championship lead to 47 points 👀Can he catch him?#MexicoGP pic.twitter.com/21687AYMLo— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2024 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Verstappen fékk tvær tíu sekúndna refsingar í mexíkanska kappakstrinum í gær eftir einvígi hans og Norris á sama hringnum. Norris endaði í öðru sæti á eftir Carlos Sainz. Verstappen endaði sjötti. Norris var mjög ósáttur í talstöðvarkerfi liðsins eftir þennan hring. Verstappen þvingaði Norris til að keyra út úr brautinni. Lando Norris is once again not happy with Max Verstappen 😬#MexicoGP pic.twitter.com/x55akKKL4z— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2024 „Ég var á undan allan tímann í beygjunni. Þetta gæi er hættulegur. Ég varð að forðast áreksturinn,“ sagði Norris um atvikið. Norris var að reyna að komast fram úr heimsmeistaranum sem gerði allt í sínu valdi til að koma í veg fyrir það. Refsingarnar staðfestu að Verstappen skapaði hættu í brautinni með akstri sínum. Verstappen sjálfur var mjög ósáttur með að fá refsinguna og fannst hann ekki gera neitt rangt. Hans fólk fannst Norris líka komast upp með það sama. Forskot Verstappen fór úr 57 stigum niður í 47 stig eftir þessi úrslit. Nú eru fjórar keppnir eftir og smá spenna komin í baráttuna um heimsmeistaratitilinn. Verstappen vann sjö af fyrstu tíu keppnunum og náði yfirburðarforystu. Hann hefur hins vegar ekki unnið kappakstur síðan. Norris þarf samt að vinna upp tólf stig á Verstappen í hverri keppni til að vinna heimsmeistaratitilinn. Næsta keppni fer fram í í Brasilíu en tímabilið endar með keppnum í Las Vegas, Katar og Abú Dabí. Early drama in Mexico City! ⚠️Max Verstappen is given TWO ten-second time penalties for his clash with Lando Norris 😲 pic.twitter.com/7rTIOo97LN— Sky Sports F1 (@SkySportsF1) October 27, 2024 Lando Norris cuts Max Verstappen’s championship lead to 47 points 👀Can he catch him?#MexicoGP pic.twitter.com/21687AYMLo— BBC Sport (@BBCSport) October 27, 2024
Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Luke Shaw segist vera „algjörlega niðurbrotinn“ Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Annar leikmaður liðsins sem missir barn á síðustu mánuðum Sport Draumabyrjun hjá Nistelrooy Enski boltinn Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Handbolti Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Fótbolti Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Handbolti Fleiri fréttir Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira