Veður

Lægð nálgast úr suð­vestri

Atli Ísleifsson skrifar
Gera má ráð fyrir tveggja til átta stiga hita eftir hádegi.
Gera má ráð fyrir tveggja til átta stiga hita eftir hádegi. Vísir/Vilhelm

Lægð nálgast nú úr suðvestri og gengur því í sunnan átta til fimmtán metra á sekúndu í dag með rigningu eða slyddu, en þurrt að kalla austanlands fram eftir degi.

Á vef Veðurstofunnar segir að það hlýni í veðri og megi reikna með tveggja til átta stiga hita eftir hádegi og þá fari að lægja norðvestantil.

„Suðvestanátt í kvöld og úrkomuminna, en það bætir í vind um tíma á austanverðu landinu.

Vestlæg átt á morgun, 8-15 m/s og skúrir sunnantil með hita á bilinu 3 til 7 stig. Hægari vindur norðanlands, slydda eða snjókoma með köflum og hiti nálægt frostmarki.

Á miðvikudag er svo útlit fyrir suðlæga átt með skúrum eða éljum, en lengst af þurrt og bjart veður austanlands,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Spákort fyrir klukkan 14 í dag.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag: Vestan 10-18 m/s sunnantil, skúrir og hiti 3 til 7 stig, en dregur úr vindi eftir hádegi. Hægari norðanlands, slydda eða snjókoma með köflum og hiti nálægt frostmarki.

Á miðvikudag: Suðvestan 5-13 og skúrir eða él, hiti 0 til 6 stig. Þurrt að kalla austanlands og heldur svalara í innsveitum.

Á fimmtudag: Norðvestan og vestan 8-13 og él, en hægari og úrkomuminna seinnipartinn. Kólnar í veðri.

Á föstudag: Hæg breytileg átt og bjart með köflum, kalt í veðri. Þykknar upp vestantil um kvöldið og hlýnar.

Á laugardag og sunnudag: Suðlæg átt og hlýnar talsvert með vætusömu veðri, einkum sunnan- og vestanlands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×