Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Jakob Bjarnar skrifar 29. október 2024 13:55 Jacob Anthony Angeli Chansley, varð nokkurskonar holdgervingur QAnon-hreyfingarinnar þann 6. janúar 2021, og var lengi kallaður QAnon-galdramaðurinn. Getty/Brent Stirton Í nýjasta þætti Skuggavaldsins er sagt að 6. janúar 2021 verði lengi minnst sem eins dekksta dags í sögu Bandaríkjanna. Þann dag brutust hundruð reiðra mótmælenda, sumir vopnaðir og knúnir áfram af samsæriskenningunni QAnon, inn í þinghúsið í Washington D.C. Þau prófessorar Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir láta komandi kosningar ekki trufla sig hið minnsta, og þó því nú beina þau sjónum að máli sem tengist óhjákvæmilega forsetakjöri í Bandaríkjunum. En aðeins er vika í það. Spillt elíta djöfladýrkenda og barnaníðinga Í síðasta þætti var farið í saumana á því þegar reynt var að koma í veg fyrir staðfestingu forsetakjörs Joe Biden. Í nýjasta þætti Skuggavaldsins, um Qanon-samsæriskenninguna, rekja þau Hulda og Eiríkur atburðina þennan örlagaríka dag og hvernig samsæriskenningin stuðlaði að þessari valdaránstilraun. Eftir að kjörstaðir lokuðu í nóvember 2020 lýsti Donald Trump yfir sigri og sakaði andstæðinga sína um kosningasvindl. Falsfréttir um ólögmætar talningar og víðtæk kosningasvik breiddust út og mögnuðust meðal fylgismanna QAnon sem trúðu því að Trump væri hetjan sem berðist gegn „djúpríkinu“ – spilltri elítu djöfladýrkenda og barnaníðinga. Trump sjálfur hvatti til mótmæla með orðum eins og „við berjumst til endaloka” og „ef þið berjist ekki, þá glatið þið landinu ykkar“. Fjöldi Bandaríkjamanna trúir þessu enn Með þessu urðu fylgismenn QAnon, sem álitu Trump hetju sína, að lykilafli í mótmælunum sem enduðu með ofbeldi. Þrátt fyrir að mótmælendur hafi ekki haft skýra áætlun um hvað gera skyldi eftir að komast í gegnum öryggisgæslu þinghússins, braust hópurinn inn í bygginguna. Sjá mátti mótmælendur klæðast fötum og hrópa slagorð í anda QAnon á borð við „Þar sem einn fer, förum við allir”. Árásin leiddi til dauða fimm manns og tugir annarra slösuðust. Atvikið markaði pólitísk tímamót þar sem tilraun var gerð til þess að bylta réttkjörnum stjórnvöldum. Að lokum voru yfir 1.200 manns ákærðir fyrir þátttöku í árásinni. QAnon-samsæriskenningin hafði lykilhlutverki að gegna í mótun hugmynda þeirra sem tóku þátt í innrásinni. Rakið er í þættinum hvernig fjöldi bandarískra kjósenda, einkum í Repúblikanaflokknum, trúir enn á kjarna kenningarinnar þó hún hafi tekið á sig nýjar myndir eftir því sem frá líður. Árásin á þinghúsið er óhugnanlegt dæmi um það hvernig samsæriskenningar geta ekki aðeins mótað hugmyndir okkar heldur einnig leitt til raunverulegs ofbeldis og átaka í samfélögum samtímans. Skuggavaldið Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Játning í Svörtum Söndum Lífið Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Tíska og hönnun Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? Menning Kynntust í fyrri seríunni Lífið Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Lífið „Ég sparka bara í þig á eftir“ Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Fleiri fréttir „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Nýfæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben „Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ Ragga Holm og Elma eignuðust dreng Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka Sjá meira
Þau prófessorar Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir láta komandi kosningar ekki trufla sig hið minnsta, og þó því nú beina þau sjónum að máli sem tengist óhjákvæmilega forsetakjöri í Bandaríkjunum. En aðeins er vika í það. Spillt elíta djöfladýrkenda og barnaníðinga Í síðasta þætti var farið í saumana á því þegar reynt var að koma í veg fyrir staðfestingu forsetakjörs Joe Biden. Í nýjasta þætti Skuggavaldsins, um Qanon-samsæriskenninguna, rekja þau Hulda og Eiríkur atburðina þennan örlagaríka dag og hvernig samsæriskenningin stuðlaði að þessari valdaránstilraun. Eftir að kjörstaðir lokuðu í nóvember 2020 lýsti Donald Trump yfir sigri og sakaði andstæðinga sína um kosningasvindl. Falsfréttir um ólögmætar talningar og víðtæk kosningasvik breiddust út og mögnuðust meðal fylgismanna QAnon sem trúðu því að Trump væri hetjan sem berðist gegn „djúpríkinu“ – spilltri elítu djöfladýrkenda og barnaníðinga. Trump sjálfur hvatti til mótmæla með orðum eins og „við berjumst til endaloka” og „ef þið berjist ekki, þá glatið þið landinu ykkar“. Fjöldi Bandaríkjamanna trúir þessu enn Með þessu urðu fylgismenn QAnon, sem álitu Trump hetju sína, að lykilafli í mótmælunum sem enduðu með ofbeldi. Þrátt fyrir að mótmælendur hafi ekki haft skýra áætlun um hvað gera skyldi eftir að komast í gegnum öryggisgæslu þinghússins, braust hópurinn inn í bygginguna. Sjá mátti mótmælendur klæðast fötum og hrópa slagorð í anda QAnon á borð við „Þar sem einn fer, förum við allir”. Árásin leiddi til dauða fimm manns og tugir annarra slösuðust. Atvikið markaði pólitísk tímamót þar sem tilraun var gerð til þess að bylta réttkjörnum stjórnvöldum. Að lokum voru yfir 1.200 manns ákærðir fyrir þátttöku í árásinni. QAnon-samsæriskenningin hafði lykilhlutverki að gegna í mótun hugmynda þeirra sem tóku þátt í innrásinni. Rakið er í þættinum hvernig fjöldi bandarískra kjósenda, einkum í Repúblikanaflokknum, trúir enn á kjarna kenningarinnar þó hún hafi tekið á sig nýjar myndir eftir því sem frá líður. Árásin á þinghúsið er óhugnanlegt dæmi um það hvernig samsæriskenningar geta ekki aðeins mótað hugmyndir okkar heldur einnig leitt til raunverulegs ofbeldis og átaka í samfélögum samtímans.
Skuggavaldið Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Mest lesið Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Lífið „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Lífið Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Lífið Játning í Svörtum Söndum Lífið Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Tíska og hönnun Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? Menning Kynntust í fyrri seríunni Lífið Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Lífið „Ég sparka bara í þig á eftir“ Lífið Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Lífið Fleiri fréttir „Hæfileikarnir hafa ekkert með kílóin að gera“ Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Danakonungur sagður hafa daðrað við Þórdísi Játning í Svörtum söndum Tóm hamingja hjá forsetanum Hafi áður tekið of stóran skammt Er einfaldlega að finna út úr kynhneigð sinni Kynntust í fyrri seríunni Unnur Eggerts og Travis eiga von á öðru barni Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við „Verð hálf abbó þegar steggjamyndböndin eru sýnd“ „Ég sparka bara í þig á eftir“ Sögð hafa slitið trúlofuninni Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Teri Garr látin Gerður í Blush gladdi konur í Köben Magnað að aðdáendur flúri textana á sig Dóttir Sunnevu og Baltasars ber nafnið Kormákur Kenningin sem knúði valdaránstilraunina Støre lét sig ekki vanta í Sundhöllina Bündchen 44 ára og ólétt Töpuðu dómsmáli vegna húss sem reyndist fullt af myglu Nær dauða en lífi eftir svæsna matareitrun á Michelin stað Skagastelpan sem gerðist menntaskólakennari í Flórída Nýfæddur sonur Gylfa og Alexöndru kominn með nafn Hryllilegar og gómsætar uppskriftir fyrir hrekkjavökuna Steindi skildi ekkert í dönsku á Barbie safni í Köben „Hvar annars staðar átti hjónaherbergið að vera en á sviðinu?“ Ragga Holm og Elma eignuðust dreng Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og hrekkjavaka Sjá meira