Skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. október 2024 09:31 Baltasar Kormákur og Sunneva fengu nafnið Kormákur ekki samþykkt sem ættarnafn. Dóttir leikstjórans Baltasars Kormáks og Sunnevu Ásu Weisshappel, myndlistarkonu og leikmyndahönnuðar var skírð þann 5. október síðastliðinn og fékk hún nafnið Kilja Kormákur. Parið þurfti að sækja um sérstakt leyfi til Mannanafnanefndar og segir að það hafi komið þeim á óvart að Kilja væri ekki til sem íslenskt kvenmannsnafn. Kilja litla kom í heiminn þann 5. ágúst síðastliðinn og er fyrsta barn Sunnevu. Fyrir á Kormákur fjögur börn. Spurð hvaðan hugmyndin að nafninu kemur segir Sunneva að það hafi komið til þeirra þegar þau voru í hestaferð yfir Kjöl síðastliðið sumar. „Kjölur=miðja=kjölfesta. Ég var reyndar ekki á hesti en var með í ferðinni þar sem ég var komin 39 vikur á leið. Það kom okkur svo á óvart þegar við flettum Kilju nafninu upp að þetta var ekki til sem íslenskt kvenmannsnafn og þurftum því að fá leyfi hjá mannanafnanefnd,“ segir Sunneva í samtali við Vísi. „Hún er skírð Kilja Kormákur. Við vorum skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við af Þjóðskrá. Kormákur fékkst ekki samþykkt sem ættarnafn en það var upphaflega hugmyndin. Ættarnafnslögin eru furðuleg á Íslandi. Kormákur er vissulega karlmannsnafn en það er leyfilegt að skýra stúlkur karlmannsnafni ef það er nafn tvö eins og fjölmörg vitni eru um,“ bætir hún við. Ákveðin fjölskylduhefð Að sögn Baltasars hefur myndast ákveðin hefð innan fjölskyldunnar að bera nafnið Kormákur, í raun sem ættarnafn. „Ég nota bara Baltasar Kormákur. En er auk þess skráður Baltasarsson í passanum. Tveir af sonum mínum heita Kormákur að öðru og þriðja nafni Pálmi Kormákur og Stormur Jón Kormákur, þannig að það hefur myndast ákveðin hefð,“ segir Baltasar. Sunneva og Baltasar hafa unnið saman að stórum verkefnum og má þar nefna Netflix þáttaröðina Katla, Ófærð 3 og Snertingu. Baltasar sá um leikstjórn og Sunneva um leikmyndirnar. Frumraun Sunnevu í búningahönnun fyrir leikhús var Njála og hlaut hún Grímuverðlaun 2015 fyrir búningana í þeirri sýningu. Barnalán Ástin og lífið Mannanöfn Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira
Kilja litla kom í heiminn þann 5. ágúst síðastliðinn og er fyrsta barn Sunnevu. Fyrir á Kormákur fjögur börn. Spurð hvaðan hugmyndin að nafninu kemur segir Sunneva að það hafi komið til þeirra þegar þau voru í hestaferð yfir Kjöl síðastliðið sumar. „Kjölur=miðja=kjölfesta. Ég var reyndar ekki á hesti en var með í ferðinni þar sem ég var komin 39 vikur á leið. Það kom okkur svo á óvart þegar við flettum Kilju nafninu upp að þetta var ekki til sem íslenskt kvenmannsnafn og þurftum því að fá leyfi hjá mannanafnanefnd,“ segir Sunneva í samtali við Vísi. „Hún er skírð Kilja Kormákur. Við vorum skylduð til að bæta Baltasarsdóttir við af Þjóðskrá. Kormákur fékkst ekki samþykkt sem ættarnafn en það var upphaflega hugmyndin. Ættarnafnslögin eru furðuleg á Íslandi. Kormákur er vissulega karlmannsnafn en það er leyfilegt að skýra stúlkur karlmannsnafni ef það er nafn tvö eins og fjölmörg vitni eru um,“ bætir hún við. Ákveðin fjölskylduhefð Að sögn Baltasars hefur myndast ákveðin hefð innan fjölskyldunnar að bera nafnið Kormákur, í raun sem ættarnafn. „Ég nota bara Baltasar Kormákur. En er auk þess skráður Baltasarsson í passanum. Tveir af sonum mínum heita Kormákur að öðru og þriðja nafni Pálmi Kormákur og Stormur Jón Kormákur, þannig að það hefur myndast ákveðin hefð,“ segir Baltasar. Sunneva og Baltasar hafa unnið saman að stórum verkefnum og má þar nefna Netflix þáttaröðina Katla, Ófærð 3 og Snertingu. Baltasar sá um leikstjórn og Sunneva um leikmyndirnar. Frumraun Sunnevu í búningahönnun fyrir leikhús var Njála og hlaut hún Grímuverðlaun 2015 fyrir búningana í þeirri sýningu.
Barnalán Ástin og lífið Mannanöfn Mest lesið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Fleiri fréttir Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Sjá meira