Vekur athygli á einkennum heilaslags í minningu móður sinnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 31. október 2024 07:03 Birna Dröfn Jónasdóttir tjáði sig um andlát móður sinnar. Aðsend Móðir Birnu Drafnar Jónasdóttur lést af völdum heilaslags. Birna starfar í dag að innleiðingu FAST aðferðar sem kennir börnum hver einkenni heilaslags eru. Heilaslag er ein af algengustu dánarorsökunum á Vesturlöndum. Birna Dröfn Jónasdóttir lýsir upplifun móður sinnar sem lést af völdum heilaslags í aðsendri grein á Vísi. Hún lýsir því hvernig allir vissu að eitthvað væri að en að enginn vitað nákvæmlega hvað hrjáði móður hennar. Fyrstu einkenni móður hennar var lömun í hægri hendi og fór hún því á sjúkrahús. „Þegar þangað var komið skoðuðu hana fleiri læknar og hjúkrunarfræðingar, hún fékk ágætis herbergi þar sem hún gat slakað á og beðið eftir að enn fleiri kæmu og skoðuðu hana. Þau vissu öll að eitthvað væri að – en vissu ekki hvað,“ skrifar Birna Dröfn. Hún segir móður sína einnig hafa vitað að eitthvað alvarlegt væri að, en vissi þá ekki hvað. Eftir komuna á sjúkrahús missti móðir hennar síðan alla hreyfigetu. Systkini Birnu Drafnar hafi einnig séð að eitthvað alvarlegt væri í gangi. „Börnin hennar komu á spítalann og sáu strax á mömmu sinni að eitthvað væri að, þau vissu ekki hvað það var," skrifar Birna Dröfn. „Daginn eftir gat konan ekki hreyft vinstri höndina, skömmu síðar gat hún ekki hreyft hægri fótinn, enn síðar vinstri fótinn og á endanum gat hún sig hvergi hreyft. Ellefu dögum eftir að hún vaknaði og gat ekki hreyft höndina var mamma mín dáin." Ein algengasta dánarorsökin á Vesturlöndum „Ein af hverjum fjórum manneskjum fær heilaslag einhvern tímann ná ævinni. Slag er stundum betur þekkt sem heilablóðfall og er önnur algengasta dánarorsök á Vesturlöndunum,“ skrifar Birna Dröfn. Heilaslag er skerðing á heilastarfsemi vegna skerts blóðflæðis til heilans. „70 prósent íslenskra slagsjúklinga koma ekki í tæka tíð á sjúkrahús til að fá viðeigandi meðferð og verða því fyrir meiri skaða og líkur á andláti aukast. Því er afar mikilvægt að þekkja einkennin.“ Birna bendir á í skrifum sínum að hægt sé að meðhöndla heilaslag. Lykilatriðið sé að átta sig á einkennunum og leita sem fyrst á sjúkrahús. Kennir börnum einkenni heilaslags Birna vinnur að innleiðingu svokallaðrar FAST aðferðar hérlendis. Aðferðin er hluti af alþjóðlegu skólaverkefni fyrir fimm til níu ára börn og er markmið verkefnisins að kenna börnum einkenni heilaslags. F stendur fyrir andlit (face) en eitt einkenni heilaslags er að annar helmingur andlitsins sígur. A er fyrir handleggina (arms) en máttleysi eða lömun í útlimum er annað einkenni heilaslags. S er fyrir tal (speech) og T fyrir tíma (time). Tal einstaklingsins gæti orðið óskýrt og skiptir það miklu máli að hringja strax í 112 ef einhver einkenni koma fram. „Það er mikilvægt að veita börnum fræðslu og menntun í forvörnum um leið og þau hafa getu og þroska til því með aukinni lífsleikni upplifa börn meira öryggi,“ skrifar Birna. Helstu einkenni heilaslags eru sjóntruflanir, skyndilegt máttleysi eða lömun útlima, máttleysi eða lömun í andliti, truflun á hreyfigetu, erfiðleikar við tal og erfiðleikar við að skilja aðra. Ef þú telur að einhver hafi fengið heilaslag hringdu strax í 112. Heilbrigðismál Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira
Birna Dröfn Jónasdóttir lýsir upplifun móður sinnar sem lést af völdum heilaslags í aðsendri grein á Vísi. Hún lýsir því hvernig allir vissu að eitthvað væri að en að enginn vitað nákvæmlega hvað hrjáði móður hennar. Fyrstu einkenni móður hennar var lömun í hægri hendi og fór hún því á sjúkrahús. „Þegar þangað var komið skoðuðu hana fleiri læknar og hjúkrunarfræðingar, hún fékk ágætis herbergi þar sem hún gat slakað á og beðið eftir að enn fleiri kæmu og skoðuðu hana. Þau vissu öll að eitthvað væri að – en vissu ekki hvað,“ skrifar Birna Dröfn. Hún segir móður sína einnig hafa vitað að eitthvað alvarlegt væri að, en vissi þá ekki hvað. Eftir komuna á sjúkrahús missti móðir hennar síðan alla hreyfigetu. Systkini Birnu Drafnar hafi einnig séð að eitthvað alvarlegt væri í gangi. „Börnin hennar komu á spítalann og sáu strax á mömmu sinni að eitthvað væri að, þau vissu ekki hvað það var," skrifar Birna Dröfn. „Daginn eftir gat konan ekki hreyft vinstri höndina, skömmu síðar gat hún ekki hreyft hægri fótinn, enn síðar vinstri fótinn og á endanum gat hún sig hvergi hreyft. Ellefu dögum eftir að hún vaknaði og gat ekki hreyft höndina var mamma mín dáin." Ein algengasta dánarorsökin á Vesturlöndum „Ein af hverjum fjórum manneskjum fær heilaslag einhvern tímann ná ævinni. Slag er stundum betur þekkt sem heilablóðfall og er önnur algengasta dánarorsök á Vesturlöndunum,“ skrifar Birna Dröfn. Heilaslag er skerðing á heilastarfsemi vegna skerts blóðflæðis til heilans. „70 prósent íslenskra slagsjúklinga koma ekki í tæka tíð á sjúkrahús til að fá viðeigandi meðferð og verða því fyrir meiri skaða og líkur á andláti aukast. Því er afar mikilvægt að þekkja einkennin.“ Birna bendir á í skrifum sínum að hægt sé að meðhöndla heilaslag. Lykilatriðið sé að átta sig á einkennunum og leita sem fyrst á sjúkrahús. Kennir börnum einkenni heilaslags Birna vinnur að innleiðingu svokallaðrar FAST aðferðar hérlendis. Aðferðin er hluti af alþjóðlegu skólaverkefni fyrir fimm til níu ára börn og er markmið verkefnisins að kenna börnum einkenni heilaslags. F stendur fyrir andlit (face) en eitt einkenni heilaslags er að annar helmingur andlitsins sígur. A er fyrir handleggina (arms) en máttleysi eða lömun í útlimum er annað einkenni heilaslags. S er fyrir tal (speech) og T fyrir tíma (time). Tal einstaklingsins gæti orðið óskýrt og skiptir það miklu máli að hringja strax í 112 ef einhver einkenni koma fram. „Það er mikilvægt að veita börnum fræðslu og menntun í forvörnum um leið og þau hafa getu og þroska til því með aukinni lífsleikni upplifa börn meira öryggi,“ skrifar Birna. Helstu einkenni heilaslags eru sjóntruflanir, skyndilegt máttleysi eða lömun útlima, máttleysi eða lömun í andliti, truflun á hreyfigetu, erfiðleikar við tal og erfiðleikar við að skilja aðra. Ef þú telur að einhver hafi fengið heilaslag hringdu strax í 112.
Heilbrigðismál Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Hafnað í 33 ár og lítur á hverja höfnun sem hvatningu Menning Fleiri fréttir Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Manuela og Eiður ástfangin á ný Áslaug Arna fékk „elegant“ kind í afmælisgjöf Stjörnulífið: Alþingiskosningar, fyrsti í aðventu og rómantík Virði töskusafns Laufeyjar Línar yfir fimm milljónum Kristín Þóra og Teitur á grænu ljósi Bryndís og Haukur nýbökuð hjón Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Sjá meira