Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 3. nóvember 2024 20:00 Theodóra er Einhleypan á Vísi. „Ég var ástfangin af Páli Óskari og upplifði mína fyrstu ástarsorg sirka sex ára gömul í tívolíinu á höfninni í Reykjavík þegar ég sá hann í sleik við mann. Enginn hefur getað fyllt hans fótspor ennþá,“ segir Theodóra Fanndal Torfadóttir í viðtali við Makamál. Theodóra er 35 ára Reykjavíkurmær búsett í Garðabæ. Hún starfar sem fangavörður á Hólmsheiði. Fyrir það starfaði hún á Litla hrauni og á Sogni. Theó, eins og hún er iðulega kölluð, lýsir sjálfri sér sem einlægri, réttsýnni og skemmtilegri manneskju. Hún er virk á öllum þeim stefnumótaforritum sem eru í boði en vonast til að fá samþykki inn á forritið Raya sem fyrst. Hér að neðan svarar Theodóra spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Hver er Theodóra? Theodóra er 35 ára Reykjavíkurmær búsett í Garðabæ. Þú finnur mig á instagram: theodoraf. View this post on Instagram A post shared by Theodóra Fanndal Torfadóttir (@theodoraf) Aldur? 35 ára. Starf? Fangavörður í fangelsinu á Hólmsheiði. Menntun? BA í lögfræði, Fangavarðaskóli ríkisins og á örlítið eftir af meistaragráðunni minni í lögfræði. Áhugamál? Vera með fólkinu mínu, kynnast nýju fólki, fara á góða tónleika, út að borða og margt margt fleira. Gælunafn eða hliðarsjálf? Gælunafn Theó en hliðarsjálf er Teddi sem brýst oft út fyrir plottið. Aldur í anda? 26 ára. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já fleygi stundum fram setningunni Everybody loves Theó! Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Einlæg, réttsýn og skemmtileg! Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Gyðja, einlæg og vinur vina sinna. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Nokkrum sem ég verð að halda leyndum. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Einhyrningur one in a million baby. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Dating chronicles of Reykjavík. Vinir mínir bíða spenntir eftir útgáfu hennar og vilja fá hlaðvarp strax í dag. Efast ekki um að það myndi slá í gegn. Ertu A eða B týpa? Vaktavinnufólk eru sér týpu, svo kannski C týpa. Hvernig viltu eggin þín? Frjóvguð? Hvernig viltu kaffið þitt? Ég hef aldrei komist á lagið með kaffi en er forfallinn Nocco og Monster fíkill. Guilty pleasure kvikmynd? Ætli það sé ekki bara Clueless. Einhver söngtexti sem þú hefur alltaf sungið vitlaust? Theó Theó Theó baulaðu búkolla ef þú heyrir, myndi reyndar segja að það sé hinn rétti texti. Hvað ertu að hámhorfa á? Akkúrat núna er ég að horfa á Married at first sight UK og Im killer á Netflix. Hvaða bók lastu síðast? Las mikið af lagabókum en byrjaði á Setting boundaries will set you free, ætti kannski að klára hana. Syngur þú í sturtu? Ójá og í bílnum. Í raun bara við hvaða tækifæri sem gefst. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Á stundum ótrúlega erfitt með að leiðast. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að vera í kringum skemmtileg fólk hvort sem það er í frítíma eða á vinnutíma. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Jeff Buckley, Taylor Swift og Hozier. Væri ekkert miður mín ef Jeff og Taylor kæmust ekki og þetta yrði bara deit með Hozier. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Var ástfangin af Páli Óskari og upplifði mína fyrstu ástarsorg sirka sex ára gömul í tívolíinu á höfninni þegar ég sá hann í sleik við mann. Enginn hefur getað fyllt hans fótspor ennþá. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Heiðarleiki, einlægni, húmor, samkennd og sjálfstraust. En óheillandi? Óheiðarleiki, hroki og skortur á samkennd. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ölstofuna, Irish man, Veður og enda yfirleitt á Lebowski örsjaldan á Kaffibarnum seint og síðar meir. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Instagram og TikTok. Ertu á stefnumótaforritum? Er á þeim öllum og bíð eftir að fá samþykki inn á Raya. Draumastefnumótið? Draumastefnumótið er þar sem það er neisti og tenging til staðar. Er annars til í allt nema bústað sem fyrsta deit. Hef prufað það tvisvar og það var áhugavert nánar um það í væntanlegu hlaðvarpi? Hvað er ást? Draumsýn? Nei ætli það sé ekki gagnkvæm virðing með orðum og gjörðum. Ertu með einhvern bucket lista? Ekki lista per se en ótrúlega margt sem mig langar að gera, til að mynda ferðast meira. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Hamingjusöm að gera eitthvað sturlað skemmtilegt. Áttu einhverja sögu af vandræðalegu stefnumóti? Á þó nokkrar þannig. Á halloween í fyrra var ég í gervi Harley Quinn og maður sem ég var búin að vera að spjalla við bauð mér í heimsókn í dressinu. Ég mætti þangað í fullum skrúða með trúðsmálningu, ég tek það fram að hann var ekki í neinum búning. Ég hugsaði þetta yrði áhugavert en þarna sat ég í sófanum og horfði á tíu þætti af New girl æaður en ég ákvað að þetta væri orðið gott og kom mér heim. Einhleypan er fastur liður á Lífinu á Vísi. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Einhleypunni á svavam@stod2.is. Einhleypan Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Theodóra er 35 ára Reykjavíkurmær búsett í Garðabæ. Hún starfar sem fangavörður á Hólmsheiði. Fyrir það starfaði hún á Litla hrauni og á Sogni. Theó, eins og hún er iðulega kölluð, lýsir sjálfri sér sem einlægri, réttsýnni og skemmtilegri manneskju. Hún er virk á öllum þeim stefnumótaforritum sem eru í boði en vonast til að fá samþykki inn á forritið Raya sem fyrst. Hér að neðan svarar Theodóra spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Hver er Theodóra? Theodóra er 35 ára Reykjavíkurmær búsett í Garðabæ. Þú finnur mig á instagram: theodoraf. View this post on Instagram A post shared by Theodóra Fanndal Torfadóttir (@theodoraf) Aldur? 35 ára. Starf? Fangavörður í fangelsinu á Hólmsheiði. Menntun? BA í lögfræði, Fangavarðaskóli ríkisins og á örlítið eftir af meistaragráðunni minni í lögfræði. Áhugamál? Vera með fólkinu mínu, kynnast nýju fólki, fara á góða tónleika, út að borða og margt margt fleira. Gælunafn eða hliðarsjálf? Gælunafn Theó en hliðarsjálf er Teddi sem brýst oft út fyrir plottið. Aldur í anda? 26 ára. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já fleygi stundum fram setningunni Everybody loves Theó! Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Einlæg, réttsýn og skemmtileg! Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Gyðja, einlæg og vinur vina sinna. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Nokkrum sem ég verð að halda leyndum. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Einhyrningur one in a million baby. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Dating chronicles of Reykjavík. Vinir mínir bíða spenntir eftir útgáfu hennar og vilja fá hlaðvarp strax í dag. Efast ekki um að það myndi slá í gegn. Ertu A eða B týpa? Vaktavinnufólk eru sér týpu, svo kannski C týpa. Hvernig viltu eggin þín? Frjóvguð? Hvernig viltu kaffið þitt? Ég hef aldrei komist á lagið með kaffi en er forfallinn Nocco og Monster fíkill. Guilty pleasure kvikmynd? Ætli það sé ekki bara Clueless. Einhver söngtexti sem þú hefur alltaf sungið vitlaust? Theó Theó Theó baulaðu búkolla ef þú heyrir, myndi reyndar segja að það sé hinn rétti texti. Hvað ertu að hámhorfa á? Akkúrat núna er ég að horfa á Married at first sight UK og Im killer á Netflix. Hvaða bók lastu síðast? Las mikið af lagabókum en byrjaði á Setting boundaries will set you free, ætti kannski að klára hana. Syngur þú í sturtu? Ójá og í bílnum. Í raun bara við hvaða tækifæri sem gefst. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Á stundum ótrúlega erfitt með að leiðast. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Að vera í kringum skemmtileg fólk hvort sem það er í frítíma eða á vinnutíma. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Jeff Buckley, Taylor Swift og Hozier. Væri ekkert miður mín ef Jeff og Taylor kæmust ekki og þetta yrði bara deit með Hozier. Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Var ástfangin af Páli Óskari og upplifði mína fyrstu ástarsorg sirka sex ára gömul í tívolíinu á höfninni þegar ég sá hann í sleik við mann. Enginn hefur getað fyllt hans fótspor ennþá. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Heiðarleiki, einlægni, húmor, samkennd og sjálfstraust. En óheillandi? Óheiðarleiki, hroki og skortur á samkennd. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Ölstofuna, Irish man, Veður og enda yfirleitt á Lebowski örsjaldan á Kaffibarnum seint og síðar meir. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Instagram og TikTok. Ertu á stefnumótaforritum? Er á þeim öllum og bíð eftir að fá samþykki inn á Raya. Draumastefnumótið? Draumastefnumótið er þar sem það er neisti og tenging til staðar. Er annars til í allt nema bústað sem fyrsta deit. Hef prufað það tvisvar og það var áhugavert nánar um það í væntanlegu hlaðvarpi? Hvað er ást? Draumsýn? Nei ætli það sé ekki gagnkvæm virðing með orðum og gjörðum. Ertu með einhvern bucket lista? Ekki lista per se en ótrúlega margt sem mig langar að gera, til að mynda ferðast meira. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Hamingjusöm að gera eitthvað sturlað skemmtilegt. Áttu einhverja sögu af vandræðalegu stefnumóti? Á þó nokkrar þannig. Á halloween í fyrra var ég í gervi Harley Quinn og maður sem ég var búin að vera að spjalla við bauð mér í heimsókn í dressinu. Ég mætti þangað í fullum skrúða með trúðsmálningu, ég tek það fram að hann var ekki í neinum búning. Ég hugsaði þetta yrði áhugavert en þarna sat ég í sófanum og horfði á tíu þætti af New girl æaður en ég ákvað að þetta væri orðið gott og kom mér heim. Einhleypan er fastur liður á Lífinu á Vísi. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Einhleypunni á svavam@stod2.is.
Einhleypan Ástin og lífið Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Fanney Sandra tók fyrsta skrefið: „Ég var ung og feimin“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Rúmfræði: Hvað er kynlífsröskun? Makamál Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Eru hrotur makans vandamál í sambandinu? Makamál Fleiri fréttir Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira