Sekta Google um meira en allan pening heimsins Samúel Karl Ólason skrifar 31. október 2024 16:15 Upprunaleg sekt Google tvöfaldast á degi hverjum sem hún er ekki greidd. Getty/Jakub Porzycki Yfirvöld í Rússlandi hafa sektað bandaríska fyrirtækið Google um tvær sextilljónir rúbla, fyrir að meina ríkisreknum fjölmiðlum landsins aðgang að myndbandaveitunni Youtube, sem Google á. Það er mun meira af peningum en magn allra peninga sem til eru í heiminum. Um er ræða töluna 2 og á eftir henni koma 36 núll, sem gerir tvær sextilljónir rúbla. Gengi rúblunnar er ekki skráð á vef Seðlabanka Íslands en í dölum talið er um að ræða tuttugu kvintilljarða en lauslega reiknað samsvarar það um tæplega þremur sextilljörðum króna. (2,8x1039) (2.800.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000 krónur) Í nýlegri grein rússnesku fréttaveitunnar TASS, sem rekin er af rússneska ríkinu, segir að sektin sé orðin svona há sökum þess að þegar Google var upprunalega beitt sektum hafi verið ákvæði í úrskurðinum um að ef sektin yrði ekki greidd innan níu mánaða myndi upphæðin tvöfaldast á degi hverjum. Upphæðin sem nefnd er í þessari frétt Tass er því tveggja daga gömul. Í dag ætti hún því að vera tólf sextilljarðar króna. Í grein Tass segir einnig að Google megi ekki hefja starfsemi aftur í Rússlandi fyrr en sektin hefur verið greidd. Fyrirtækið Alphabet, móðurfélag Google, er metið á um tvær billjónir dala, eða um 270 billjónir króna. Í frétt breska ríkisútvarpsins (BBC) segir að starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins áætli að verg heimsframleiðsla sé um hundrað og tíu billjónir dala, sem samsvarar um fimmtán billjörðum króna (15x1015) Þá segir í frétt CNN að í nýlegu ársfjórðungsuppgjöri Google hafi komið fram að forsvarsmenn fyrirtækisins telji ekki að sektin muni hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins. Rússland Google Mest lesið Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Um er ræða töluna 2 og á eftir henni koma 36 núll, sem gerir tvær sextilljónir rúbla. Gengi rúblunnar er ekki skráð á vef Seðlabanka Íslands en í dölum talið er um að ræða tuttugu kvintilljarða en lauslega reiknað samsvarar það um tæplega þremur sextilljörðum króna. (2,8x1039) (2.800.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000.000 krónur) Í nýlegri grein rússnesku fréttaveitunnar TASS, sem rekin er af rússneska ríkinu, segir að sektin sé orðin svona há sökum þess að þegar Google var upprunalega beitt sektum hafi verið ákvæði í úrskurðinum um að ef sektin yrði ekki greidd innan níu mánaða myndi upphæðin tvöfaldast á degi hverjum. Upphæðin sem nefnd er í þessari frétt Tass er því tveggja daga gömul. Í dag ætti hún því að vera tólf sextilljarðar króna. Í grein Tass segir einnig að Google megi ekki hefja starfsemi aftur í Rússlandi fyrr en sektin hefur verið greidd. Fyrirtækið Alphabet, móðurfélag Google, er metið á um tvær billjónir dala, eða um 270 billjónir króna. Í frétt breska ríkisútvarpsins (BBC) segir að starfsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins áætli að verg heimsframleiðsla sé um hundrað og tíu billjónir dala, sem samsvarar um fimmtán billjörðum króna (15x1015) Þá segir í frétt CNN að í nýlegu ársfjórðungsuppgjöri Google hafi komið fram að forsvarsmenn fyrirtækisins telji ekki að sektin muni hafa áhrif á rekstur fyrirtækisins.
Rússland Google Mest lesið Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Fleiri fréttir Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira