Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. nóvember 2024 17:00 Bournemouth vann sinn fjórða leik á tímabilinu í dag. Erling Haaland fékk frábært færi til að jafna í uppbótartíma en skaut í stöngina. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Bournemouth tók á móti Manchester City og vann 2-1 sigur. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir gegn Englandsmeisturunum sem áttu erfitt með að skapa sér góð færi. Tapið þýðir að Liverpool situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig, City er þar á eftir með 23 stig. Bournemouth mætti vel til leiks gegn meiðslahrjáðu City liði. Heimamenn pressuðu stíft og gestirnir áttu erfitt með að byggja upp sóknir. Þeim var verðlaunuð ákefðin í upphafi leiks með marki strax á 9. mínútu. Hægri kantmaðurinn Antoine Semenyo fékk boltann frá vinstri bakverðinum Milos Kerkez, sneri vel og slúttaði í fjærhornið. Milos Kerkez stekkur í fangið á Antoine Semenyo í fagnaðarlátum opnunarmarksins. Hann átti eftir að gefa aðra stoðsendingu síðar í leiknum. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Eins og búast mátti við City mun meira með boltann en upp úr því komu fá góð færi. Fimm skotum var hleypt af í fyrri hálfleik en ekkert rataði á markið. Bournemouth sá lítið af boltanum en varði forystuna vel og gerði sig gildandi í skyndisóknum. Það var eftir eina slíka á 64. mínútu sem Evanilson tvöfaldaði forystuna, Milos Kerkez gaf aftur stoðsendinguna og færið var vel klárað. Annað mark Evanilson í jafnmörgum leikjum. Skömmu síðar fengu heimamenn tækifæri til að gera útaf við leikinn en skot Marcus Tavernier flaug rétt framhjá markinu. City gekk illa að finna markið þrátt fyrir að skapa fínar stöður, fyrsta skotið á markið kom ekki fyrr en á 80. mínútu. En aðeins tveimur mínútum síðar rataði boltinn í netið, markið kom upp úr hornspyrnu sem var spilað stutt. Ilkay Gundogan gaf boltann svo fyrir á Josko Gvardiol sem stangaði í netið. Erling Haaland skaut í stöngina úr þessu færi.Alex Pantling/Getty Images Gestirnir voru komnir á bragðið og sóttu stíft síðustu mínúturnar í leit að jöfnunarmarki. Erling Haaland var næstum því búinn að skora á fjórðu mínútu uppbótartíma en fyrra skot hans var varið og það seinna fór í stöngina. Phil Foden átti síðasta skot leiksins en það flaug framhjá og Bournemouth fór með öll stigin þrjú. Enski boltinn
Bournemouth tók á móti Manchester City og vann 2-1 sigur. Heimamenn komust tveimur mörkum yfir gegn Englandsmeisturunum sem áttu erfitt með að skapa sér góð færi. Tapið þýðir að Liverpool situr í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig, City er þar á eftir með 23 stig. Bournemouth mætti vel til leiks gegn meiðslahrjáðu City liði. Heimamenn pressuðu stíft og gestirnir áttu erfitt með að byggja upp sóknir. Þeim var verðlaunuð ákefðin í upphafi leiks með marki strax á 9. mínútu. Hægri kantmaðurinn Antoine Semenyo fékk boltann frá vinstri bakverðinum Milos Kerkez, sneri vel og slúttaði í fjærhornið. Milos Kerkez stekkur í fangið á Antoine Semenyo í fagnaðarlátum opnunarmarksins. Hann átti eftir að gefa aðra stoðsendingu síðar í leiknum. Catherine Ivill - AMA/Getty Images Eins og búast mátti við City mun meira með boltann en upp úr því komu fá góð færi. Fimm skotum var hleypt af í fyrri hálfleik en ekkert rataði á markið. Bournemouth sá lítið af boltanum en varði forystuna vel og gerði sig gildandi í skyndisóknum. Það var eftir eina slíka á 64. mínútu sem Evanilson tvöfaldaði forystuna, Milos Kerkez gaf aftur stoðsendinguna og færið var vel klárað. Annað mark Evanilson í jafnmörgum leikjum. Skömmu síðar fengu heimamenn tækifæri til að gera útaf við leikinn en skot Marcus Tavernier flaug rétt framhjá markinu. City gekk illa að finna markið þrátt fyrir að skapa fínar stöður, fyrsta skotið á markið kom ekki fyrr en á 80. mínútu. En aðeins tveimur mínútum síðar rataði boltinn í netið, markið kom upp úr hornspyrnu sem var spilað stutt. Ilkay Gundogan gaf boltann svo fyrir á Josko Gvardiol sem stangaði í netið. Erling Haaland skaut í stöngina úr þessu færi.Alex Pantling/Getty Images Gestirnir voru komnir á bragðið og sóttu stíft síðustu mínúturnar í leit að jöfnunarmarki. Erling Haaland var næstum því búinn að skora á fjórðu mínútu uppbótartíma en fyrra skot hans var varið og það seinna fór í stöngina. Phil Foden átti síðasta skot leiksins en það flaug framhjá og Bournemouth fór með öll stigin þrjú.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti