Körfubolti

Fram­lenging Körfuboltakvölds: Njarð­vík getur orðið Ís­lands­meistari eins og Valur

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Pavel hefur trú á því að Njarðvík geti staðið uppi sem Íslandsmeistari líkt og Valur.
Pavel hefur trú á því að Njarðvík geti staðið uppi sem Íslandsmeistari líkt og Valur. stöð 2 sport / vísir

Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon svöruðu spurningum Stefáns Árna Pálssonar á Körfuboltakvöldi eftir fimmtu umferð Bónus deildar karla. Meðal þess sem þeir veltu fyrir sér var hvort Höttur gæti fallið, hvort Stjarnan yrði deildarmeistari og hvort Njarðvík gæti orðið Íslandsmeistari.

Njarðvík hefur unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum og lagði nú nýlegast Íslandsmeistara Vals á heimavelli mjög örugglega. 

Getur Njarðvík orðið Íslandsmeistari? 

Lærisveinar Rúnars Inga, geta þeir orðið Íslandsmeistarar?, spurði Stefán Árni.

„Ekki með þennan hóp, ef þeir fá einn leikmann í viðbót, já þá er alveg hægt að tala um það,“ svaraði Helgi Már.

Hvernig leikmann viltu fá inn?

„Bara einhvern einn skrokk í viðbót, góðan varnarmann og gæi sem getur refsað fyrir utan þegar hinir eru búnir að soga í sig varnarmennina. Þarf ekki að vera einhver snillingur, bara sómasamlegur leikmaður,“ lauk Helgi máli sínu.

Já, hvort sem nýr leikmaður komi inn eða ekki

Þá færðist sama spurning til Pavels sem brosti snöggt og vildi gefa góða fyrirsögn með svari sínu.

„Ég segi já. Ég sagði áðan þegar við vorum að tala um leikinn að Njarðvík liti út eins og Valur núna, og Valsmenn eru Íslandsmeistarar er það ekki? Það þarf mjög margt að ganga upp en ég get alveg séð leið, hvort sem það komi nýr leikmaður eða ekki, að verða… Valur!“

Stefán tók undir og útskýrði fyrir Helga að bransinn snerist um að selja áður en hann færði sig yfir í spurninga sem hann spann á staðnum.

Klippa: Framlenging fimmtu umferðar: Getur Njarðvík orðið Íslandsmeistari? Já

Innslagið úr Körfuboltakvöldi Stöðvar 2 Sports má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×