Handbolti

Ómar með fimm fyrir flugið til Ís­lands

Sindri Sverrisson skrifar
Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk í dag.
Ómar Ingi Magnússon skoraði fimm mörk í dag. Getty/Javier Borrego

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson fögnuðu 30-27 sigri með Magdeburg gegn Lemgo í kvöld, í þýsku 1. deildinni í handbolta.

Þetta var síðasti leikur þeirra fyrir ferðalagið til Íslands en íslenska landsliðið kemur saman til æfinga á morgun og mætir svo Bosníu í Laugardalshöll á miðvikudag, í undankeppni EM.

Ómar Ingi var næstmarkahæstur hjá Magdeburg í kvöld með fimm mörk en Philipp Weber var markahæstur með níu mörk. Gísli skoraði eitt mark.

Magdeburg var 15-12 yfir í hálfleik og náði mest sjö marka forskoti í seinni hálfleik, 24-17. Gestirnir skoruðu þá fjögur mörk í röð og hleyptu aftur spennu í leikinn, en Ómar braut ísinn fyrir Magdeburg með marki af vítalínunni.

Lemgo hélt þó áfram að saxa á forskotið og kom því niður í 26-25, og 28-27, en Magdeburg skoraði síðustu tvö mörk leiksins.

Magdeburg er nú með 14 stig í 3. sæti deildarinnar, eftir átta leiki, og á leik eða tvo leiki til góða á liðin í kringum sig. Liðið er tveimur stigum á eftir toppliði Melsungen en jafnt Füchse Berlín og Gummersbach, sem eru í 4. og 5. sæti, að stigum.


Tengdar fréttir

Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti

Gummersbach, undir stjórn Guðjóns Vals Sigurðssonar, vann sinn þriðja leik í röð í þýsku 1. deildinni í handbolta í dag þegar það lagði Hamburg að velli, 33-29.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×