Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern München og hún verður í eldlínunni þegar liðið mætir Frankfurt í Þýskalandi í dag, í leik sem búast má við að verði hörkuleikur.
Glódís og stöllur hennar þurfa stig til að endurheimta toppsæti þýsku 1. deildarinnar, eftir að Sveindís Jane Jónsdóttir og hennar félagar í Wolfsburg komust þangað í gær.
Einnig verður hægt að fylgjast með skeleggri umræðu um NBA-deildina í körfubolta, í Lögmálum leiksins, og þá er bein útsending í nótt úr NHL deildinni í íshokkí.
Vodafone Sport
17.00 Bayern München - Frankfurt (Bundesliga kvenna)
01.05 Predators - Kings (NHL)
Stöð 2 Sport 2
20.00 Lögmál leiksins (NBA)