Sport

Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka of­skynjunar­lyf fyrir bar­dagann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mike Tyson snýr aftur í hringinn 15. nóvember.
Mike Tyson snýr aftur í hringinn 15. nóvember. getty/John Nacion

Mike Tyson undirbýr sig nú að kappi fyrir endurkomuna í hringinn en hann mætir Jake Paul síðar í þessum mánuði. Undirbúningur gamla heimsmeistarans er þó nokkuð óhefðbundinn.

Tyson hefur nefnilega viðurkennt að hann æfi undir áhrifum ofskynjunarsveppa og ætlar að taka hugbreytandi efni fyrir bardagann 15. nóvember. Hann fer fram á AT&T leikvanginum, heimavelli Dallas Cowboys, og verður sýndur beint á Netflix.

Í gegnum tíðina hefur Tyson ekki farið leynt með eiturlyfjaneyslu sína. Hann á til að mynda stóran kannabis búgarð.

Tyson mætti með sveppi í viðtal í hlaðvarpi Logans Paul, bróður Jakes Paul, og sagðist ætla að taka þá fyrir æfingu.

„Ég verð að taka þá þegar ég æfi. Ég æfi alltaf undir áhrifum sveppa. Þá líður mér svo fallega. Þeir fara með mig til himna,“ sagði Tyson.

Hann sagði ólíklegt að hann myndi taka sveppi fyrir bardagann gegn Paul en einhvers konar ofskynjunarlyf samt. Hann ætlar þó að láta kannabisið vera og hefur gert fyrir bardagann gegn Paul.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×