Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 10. nóvember 2024 20:00 Indíana Rós er Einhleypan á Vísi. „Það er ótrúlega heillandi þegar fólk sýnir frumkvæði, er forvitið og klárt, er gott í samskiptum og þekkir sjálfan sig og tekur ábyrgð á sjálfum sér. Svo kannski númer 1,2 og 3 er fyndið fólk með smitandi hlátur og heillandi bros,“segir Indíana Rós Ægisdóttir kynfræðingur í viðtali við Makamál. Indíana Rós er 32 ára Reykjavíkurmær frá Grundarfirði sem starfar sem kynfræðingur. Auk þess heldur hún úti hlaðvarpinu Kynlífið ásamt vinkonu sinni og samtarfskonu, Aldísi Þorbjörgu Ólafsdóttur para- og kynlífsráðgjafa. Hér að neðan svarar Indíana Rós spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Hver er Indíana Rós? Vá flókin spurning til að svara í stuttu viðtali, Indíana Rós er allskonar. Ég er þetta klassíska; mamma, vinkona, dóttir. En líka kynfræðingur sem hefur mikla ástríðu fyrir kynheilsu og (bara smá) ofvirkur altmuligmand. En fyrst og fremst er ég ótrúlega fyndin, samkvæmt sjálfri mér að minnsta kosti. Aldur? 32 ára. Starf? Ég starfa sem kynfræðingur, bæði sem verkefnastýra hjá Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar en líka sjálfstætt. Til dæmis er ég með hlaðvarpsþáttnn, Kynlífið, með henni Aldísi Þorbjörgu kynlífsráðgjafa. Auk þess sem ég held einstaka fyrirlestrar og sinni ráðgjöf hér og þar, þó það hafi minnkað til muna eftir að ég byrjaði að vinna í borginni. Menntun? B.Sc í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Ed gráðu í kynfræði, eða sexology eins og það heitir á ensku, með áherslu á kynfræðslu frá Widener University. Áhugamál? Sko, flókið að segja frá, því ég fæ ný og ný áhugamál sem ég ætla sko sannarlega að mastera, en geri svo ekki. En ætli það sé ekki eitt af áhugamálunum, að vera forvitin um alls konar og kunna alls konar. En svo er kynfræðin og allt sem við kemur kynlífi svo ótrúlega áhugavert að oftar en ekki er ég eitthvað að lesa mig til, ræða eða fræðast um það. En svo þetta klassíska, að ferðast bæði innanlands og utan og vera með börnunum mínum og vinum. Gælunafn eða hliðarsjálf? Það eru tvö hliðarsjálf, ein sem heitir Kókaloca og kemur aðeins fram eftir nokkuð marga drykki, hún hefur ekki sést í mörg ár sem er reyndar mjög gott. En svo er það hún Brasíana Rós, hún er ofvirkur brasari og telur sig geta gert allt sjálf. Hún er mun fyrirferðameiri í lífinu og oftar en ekki kemur hún fram. Aldur í anda? Mig langar að segja svona 28 ára, ég svo er ég líka alveg rosalega miðaldra stundum og er líklega nær fimmtugt að mörgu leiti. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Held ekki, nema þá helst um hana Brasíönu Rós. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Úrræðagóð, tilfinningarík, forvitin Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Fyndin, geislandi og frökk, ég spurði. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já, en hann væri ekki enn svo leyndur ef ég myndi svo bara segja það? Okey ekki segja neinum en ég er mjög tungu lipur. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Ætli ég væri ekki hundur, kannski Labrador sem elskar kúr og athygli, en er líka mjög ofvirkur þess á milli. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Borða, ríða, elska. Ertu A eða B týpa? Mjög mikil A týpa. Hvernig viltu eggin þín? Ófrjóvguð takk. Annars þá eru linsoðin egg á ristabrauð er rosa gott. Hvernig viltu kaffið þitt? Ég hef aldrei komist á kaffi vagninn svo ég vil kaffið bara upp í skáp í óopnuðum umbúðum. Guilty pleasure kvikmynd? Kannski enginn guilty pleasure, en elska Ghost með elsku Patrick Swayze og Demi Moore. Einhver söngtexti sem þú hefur alltaf sungið vitlaust? Mér dettur ekkert í hug núna, ætli ég sé ekki bara enn að syngja texta vitlaust og hef ekki hugmynd um það. Hvað ertu að hámhorfa á? Horfi mjög lítið á sjónvarpið, en síðasta sem ég hámhorfði á var held ég Couples Therapy eða House. Hvaða bók lastu síðast? Síðasta bók sem ég kláraði var Come as you are eftir Emily Nagoski, sem ég myndi segja væri skyldu lesning fyrir öll. Annars er á náttborðinu Come Together, líka eftir Nagoski og Tryllingur, nýjasta bókin hennar Siggu Daggar. Syngur þú í sturtu? Það kemur örsjaldan fyrir. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ég held það sé að lesa yfir einhver verkefni eða texta sem ég er búin að vera vinna í, mig verkjar líkamlega við það. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst skemmtilegast að eiga góðar stundir með strákunum mínum. En líka að tala um kynlíf, hlæja og eiga í góðum samskiptum. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Gabor Maté, Emily Nagoski og Brené Brown eru þau fyrstu sem koma til hugar Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já 100%, Birgitta Haukdal til dæmis, svo var ég á einhverjum tímapunkti með risa plakat af 50 cent í svefnherberginu, svo alveg 1000 fleirum held ég. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Það er ótrúlega heillandi þegar fólk sýnir frumkvæði, er forvitið og klárt, er gott í samskiptum og þekkir sjálfan sig og tekur ábyrgð á sjálfum sér. Svo kannski númer 1,2 og 3 er fyndið fólk með smitandi hlátur og heillandi bros. En óheillandi? Það sem er kannski mest óheillandi er þegar fólk sem ég hef átt í litum eða jafnvel engum samskiptum við, heldur að bara af því ég er kynfræðingur sé viðeigandi að spyrja mig út í kynlífið mitt eða koma með kynferðislegar athugasemdir, sem jaðra við það að vera kynferðisleg áreitni. Annars á léttari nótunum þá er ég mjög lyktnæm svo vond lykt eða andfýla er mjög óheillandi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Síðustu skipti ef ég verið að fara á Röntgen, en ég fer mjög sjaldan niðrí bæ á djammið svo það er tilfallandi sem ég sést þar. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Ég er forfallinn Canva aðdáandi, en annars er það held ég instagram. View this post on Instagram A post shared by Indíana Rós Kynfræðingur (@indianaros6) Ertu á stefnumótaforritum? Já. Draumastefnumótið? Sem fyrsta stefnumót væri það að fara í drykk, mat eða á kaffihús og geta talað saman, eða í góðu veðri keyra eitthvert og taka með nesti og fara í piknik. Ég er ekki mjög hrifin af yfirborðskenndu spjalli og er oft fljót að fara kafa djúpt ofan í fólk til að skilja það betur og kynnast því til að tengjast og þar af leiðandi er það ómissandi innihaldsefni á drauma stefnumóti að vera með manneskju sem er til í það. Svo jú væri líka gott kúr og jafnvel góður sleikur. Hvað er ást? Ég var svo heppin að fá að gifta vini mína í fyrra og reyndi þá einmitt að skilgreina hvað ást væri í athöfninni. Ég lagðist í mikla rannsóknarvinnu til að reyna finna góða skilgreiningu en það var nokkuð erfitt, sumir sögðu að ást væri ekkert nema efnafræði en aðrir sögðu að ástin væri ævintýri. Skilgreiningin sem ég endaði á að setja fram var; Ástin er dópamín og oxytocin. Ástin er sorg og söknuður en þó margbrotin, dýrmæt og ómissandi. Það er hugrakkt að leyfa sér að elska, því ástinni fylgir berskjöldun og þau sem elska - og eru elskuð - eru lánsöm. Ertu með einhvern bucket lista? Já en ekki svo langan. Það er þó ný búið að bætast á listann að vera með uppistand, þar sem tvær fullorðnar konur á besta aldri sem hafa setið fræðslu hjá mér hvöttu mig til þess. Get nú ekki farið að valda þeim vonbrigðum. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi á góðum stað þar sem mér og strákunum mínum líður vel. Vona sem sagt að þó þeir verði orðnir unglingar að þeir nenni að hanga eitthvað með mömmu sinni. Áttu einhverja sögu af vandræðalegu stefnumóti? Held ég eigi enga vandræðalega sögu sem væri viðeigandi að deila hér, annars er almennt mitt mottó að það sé ekkert vandræðalegt nema maður gerir það vandræðalegt. Einhleypan er fastur liður á Lífinu á Vísi. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Einhleypunni á svavam@stod2.is. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg „Ég var ástfangin af Páli Óskari og upplifði mína fyrstu ástarsorg sirka sex ára gömul í tívolíinu á höfninni í Reykjavík þegar ég sá hann í sleik við mann. Enginn hefur getað fyllt hans fótspor ennþá,“ segir Theodóra Fanndal Torfadóttir í viðtali við Makamál. 3. nóvember 2024 20:00 Einhleypan: Vandræðalegt þegar þeir eru giftir eða í sambandi „Vinir mínir kalla mig Bat-girl því ég vaki oft langt fram á nótt,“ segir Bjargey Ingólfsdóttir, jógakennari og fararstjóri, í samtali við Makamál. Hún lýsir sjálfri sér sem litríkri, góðhjartaðri og lífsglaðri manneskju sem líður eins og hún sé ekki deginum eldri en 25 ára. 20. október 2024 20:02 Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ „Ég er lúði en gella og mikil stemningskona. Ég er skáti og björgunarsveitakona. Ég elska útivist og dýrka líka að fara út að borða eða í drykk með vinkonum mínum. Ég kann ekki að slaka á, en er að æfa mig,“ segir Thelma Rún Van Erven í viðtali við Makamál. 13. október 2024 20:01 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Bassi Maraj: „Já, ég er að flinga“ Makamál Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Makamál Hvað syngur Benni? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Indíana Rós er 32 ára Reykjavíkurmær frá Grundarfirði sem starfar sem kynfræðingur. Auk þess heldur hún úti hlaðvarpinu Kynlífið ásamt vinkonu sinni og samtarfskonu, Aldísi Þorbjörgu Ólafsdóttur para- og kynlífsráðgjafa. Hér að neðan svarar Indíana Rós spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Hver er Indíana Rós? Vá flókin spurning til að svara í stuttu viðtali, Indíana Rós er allskonar. Ég er þetta klassíska; mamma, vinkona, dóttir. En líka kynfræðingur sem hefur mikla ástríðu fyrir kynheilsu og (bara smá) ofvirkur altmuligmand. En fyrst og fremst er ég ótrúlega fyndin, samkvæmt sjálfri mér að minnsta kosti. Aldur? 32 ára. Starf? Ég starfa sem kynfræðingur, bæði sem verkefnastýra hjá Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar en líka sjálfstætt. Til dæmis er ég með hlaðvarpsþáttnn, Kynlífið, með henni Aldísi Þorbjörgu kynlífsráðgjafa. Auk þess sem ég held einstaka fyrirlestrar og sinni ráðgjöf hér og þar, þó það hafi minnkað til muna eftir að ég byrjaði að vinna í borginni. Menntun? B.Sc í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.Ed gráðu í kynfræði, eða sexology eins og það heitir á ensku, með áherslu á kynfræðslu frá Widener University. Áhugamál? Sko, flókið að segja frá, því ég fæ ný og ný áhugamál sem ég ætla sko sannarlega að mastera, en geri svo ekki. En ætli það sé ekki eitt af áhugamálunum, að vera forvitin um alls konar og kunna alls konar. En svo er kynfræðin og allt sem við kemur kynlífi svo ótrúlega áhugavert að oftar en ekki er ég eitthvað að lesa mig til, ræða eða fræðast um það. En svo þetta klassíska, að ferðast bæði innanlands og utan og vera með börnunum mínum og vinum. Gælunafn eða hliðarsjálf? Það eru tvö hliðarsjálf, ein sem heitir Kókaloca og kemur aðeins fram eftir nokkuð marga drykki, hún hefur ekki sést í mörg ár sem er reyndar mjög gott. En svo er það hún Brasíana Rós, hún er ofvirkur brasari og telur sig geta gert allt sjálf. Hún er mun fyrirferðameiri í lífinu og oftar en ekki kemur hún fram. Aldur í anda? Mig langar að segja svona 28 ára, ég svo er ég líka alveg rosalega miðaldra stundum og er líklega nær fimmtugt að mörgu leiti. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Held ekki, nema þá helst um hana Brasíönu Rós. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Úrræðagóð, tilfinningarík, forvitin Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Fyndin, geislandi og frökk, ég spurði. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já, en hann væri ekki enn svo leyndur ef ég myndi svo bara segja það? Okey ekki segja neinum en ég er mjög tungu lipur. Ef þú værir dýr hvaða værir þú þá? Ætli ég væri ekki hundur, kannski Labrador sem elskar kúr og athygli, en er líka mjög ofvirkur þess á milli. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Borða, ríða, elska. Ertu A eða B týpa? Mjög mikil A týpa. Hvernig viltu eggin þín? Ófrjóvguð takk. Annars þá eru linsoðin egg á ristabrauð er rosa gott. Hvernig viltu kaffið þitt? Ég hef aldrei komist á kaffi vagninn svo ég vil kaffið bara upp í skáp í óopnuðum umbúðum. Guilty pleasure kvikmynd? Kannski enginn guilty pleasure, en elska Ghost með elsku Patrick Swayze og Demi Moore. Einhver söngtexti sem þú hefur alltaf sungið vitlaust? Mér dettur ekkert í hug núna, ætli ég sé ekki bara enn að syngja texta vitlaust og hef ekki hugmynd um það. Hvað ertu að hámhorfa á? Horfi mjög lítið á sjónvarpið, en síðasta sem ég hámhorfði á var held ég Couples Therapy eða House. Hvaða bók lastu síðast? Síðasta bók sem ég kláraði var Come as you are eftir Emily Nagoski, sem ég myndi segja væri skyldu lesning fyrir öll. Annars er á náttborðinu Come Together, líka eftir Nagoski og Tryllingur, nýjasta bókin hennar Siggu Daggar. Syngur þú í sturtu? Það kemur örsjaldan fyrir. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Ég held það sé að lesa yfir einhver verkefni eða texta sem ég er búin að vera vinna í, mig verkjar líkamlega við það. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Mér finnst skemmtilegast að eiga góðar stundir með strákunum mínum. En líka að tala um kynlíf, hlæja og eiga í góðum samskiptum. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Gabor Maté, Emily Nagoski og Brené Brown eru þau fyrstu sem koma til hugar Varstu skotin í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Já 100%, Birgitta Haukdal til dæmis, svo var ég á einhverjum tímapunkti með risa plakat af 50 cent í svefnherberginu, svo alveg 1000 fleirum held ég. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Það er ótrúlega heillandi þegar fólk sýnir frumkvæði, er forvitið og klárt, er gott í samskiptum og þekkir sjálfan sig og tekur ábyrgð á sjálfum sér. Svo kannski númer 1,2 og 3 er fyndið fólk með smitandi hlátur og heillandi bros. En óheillandi? Það sem er kannski mest óheillandi er þegar fólk sem ég hef átt í litum eða jafnvel engum samskiptum við, heldur að bara af því ég er kynfræðingur sé viðeigandi að spyrja mig út í kynlífið mitt eða koma með kynferðislegar athugasemdir, sem jaðra við það að vera kynferðisleg áreitni. Annars á léttari nótunum þá er ég mjög lyktnæm svo vond lykt eða andfýla er mjög óheillandi. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Síðustu skipti ef ég verið að fara á Röntgen, en ég fer mjög sjaldan niðrí bæ á djammið svo það er tilfallandi sem ég sést þar. Uppáhalds snjallforritið (e.app) þitt? Ég er forfallinn Canva aðdáandi, en annars er það held ég instagram. View this post on Instagram A post shared by Indíana Rós Kynfræðingur (@indianaros6) Ertu á stefnumótaforritum? Já. Draumastefnumótið? Sem fyrsta stefnumót væri það að fara í drykk, mat eða á kaffihús og geta talað saman, eða í góðu veðri keyra eitthvert og taka með nesti og fara í piknik. Ég er ekki mjög hrifin af yfirborðskenndu spjalli og er oft fljót að fara kafa djúpt ofan í fólk til að skilja það betur og kynnast því til að tengjast og þar af leiðandi er það ómissandi innihaldsefni á drauma stefnumóti að vera með manneskju sem er til í það. Svo jú væri líka gott kúr og jafnvel góður sleikur. Hvað er ást? Ég var svo heppin að fá að gifta vini mína í fyrra og reyndi þá einmitt að skilgreina hvað ást væri í athöfninni. Ég lagðist í mikla rannsóknarvinnu til að reyna finna góða skilgreiningu en það var nokkuð erfitt, sumir sögðu að ást væri ekkert nema efnafræði en aðrir sögðu að ástin væri ævintýri. Skilgreiningin sem ég endaði á að setja fram var; Ástin er dópamín og oxytocin. Ástin er sorg og söknuður en þó margbrotin, dýrmæt og ómissandi. Það er hugrakkt að leyfa sér að elska, því ástinni fylgir berskjöldun og þau sem elska - og eru elskuð - eru lánsöm. Ertu með einhvern bucket lista? Já en ekki svo langan. Það er þó ný búið að bætast á listann að vera með uppistand, þar sem tvær fullorðnar konur á besta aldri sem hafa setið fræðslu hjá mér hvöttu mig til þess. Get nú ekki farið að valda þeim vonbrigðum. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Vonandi á góðum stað þar sem mér og strákunum mínum líður vel. Vona sem sagt að þó þeir verði orðnir unglingar að þeir nenni að hanga eitthvað með mömmu sinni. Áttu einhverja sögu af vandræðalegu stefnumóti? Held ég eigi enga vandræðalega sögu sem væri viðeigandi að deila hér, annars er almennt mitt mottó að það sé ekkert vandræðalegt nema maður gerir það vandræðalegt. Einhleypan er fastur liður á Lífinu á Vísi. Endilega sendið ábendingar um einstaklinga sem gætu átt heima í Einhleypunni á svavam@stod2.is.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg „Ég var ástfangin af Páli Óskari og upplifði mína fyrstu ástarsorg sirka sex ára gömul í tívolíinu á höfninni í Reykjavík þegar ég sá hann í sleik við mann. Enginn hefur getað fyllt hans fótspor ennþá,“ segir Theodóra Fanndal Torfadóttir í viðtali við Makamál. 3. nóvember 2024 20:00 Einhleypan: Vandræðalegt þegar þeir eru giftir eða í sambandi „Vinir mínir kalla mig Bat-girl því ég vaki oft langt fram á nótt,“ segir Bjargey Ingólfsdóttir, jógakennari og fararstjóri, í samtali við Makamál. Hún lýsir sjálfri sér sem litríkri, góðhjartaðri og lífsglaðri manneskju sem líður eins og hún sé ekki deginum eldri en 25 ára. 20. október 2024 20:02 Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ „Ég er lúði en gella og mikil stemningskona. Ég er skáti og björgunarsveitakona. Ég elska útivist og dýrka líka að fara út að borða eða í drykk með vinkonum mínum. Ég kann ekki að slaka á, en er að æfa mig,“ segir Thelma Rún Van Erven í viðtali við Makamál. 13. október 2024 20:01 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Báðu hvort annað afsökunar eftir fyrsta kossinn Makamál Eru betri vinir, sterkari og hamingjusamari Makamál Bassi Maraj: „Já, ég er að flinga“ Makamál Engin takmörk á því hversu mikill unaður er í boði Makamál Hvað syngur Benni? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg „Ég var ástfangin af Páli Óskari og upplifði mína fyrstu ástarsorg sirka sex ára gömul í tívolíinu á höfninni í Reykjavík þegar ég sá hann í sleik við mann. Enginn hefur getað fyllt hans fótspor ennþá,“ segir Theodóra Fanndal Torfadóttir í viðtali við Makamál. 3. nóvember 2024 20:00
Einhleypan: Vandræðalegt þegar þeir eru giftir eða í sambandi „Vinir mínir kalla mig Bat-girl því ég vaki oft langt fram á nótt,“ segir Bjargey Ingólfsdóttir, jógakennari og fararstjóri, í samtali við Makamál. Hún lýsir sjálfri sér sem litríkri, góðhjartaðri og lífsglaðri manneskju sem líður eins og hún sé ekki deginum eldri en 25 ára. 20. október 2024 20:02
Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ „Ég er lúði en gella og mikil stemningskona. Ég er skáti og björgunarsveitakona. Ég elska útivist og dýrka líka að fara út að borða eða í drykk með vinkonum mínum. Ég kann ekki að slaka á, en er að æfa mig,“ segir Thelma Rún Van Erven í viðtali við Makamál. 13. október 2024 20:01