Lífið

Hlý­leg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið er umvafið fallegum hönnunarmublum og listaverkum.
Húsið er umvafið fallegum hönnunarmublum og listaverkum.

Við Þrastarhöfða í Mosfellsbæ er glæsilegt 250 fermetra einbýlishús á einni hæð, byggt árið 2006. Húsið hefur verið endurnýjað verulega síðustu ár og var innanhússhönnunin í höndum Rutar Káradóttur. Ásett verð er 225 milljónir.

Eignin er í eigu hjónanna Ingu Birnu Bark­ar­dótt­ir, fjár­mála­stjóra Öss­ur­ar, og Guðmundar Björns­sonar, fjár­fest­is.

Húsið er ekki aðeins glæsilega hannað þá hefur það einnig verið innréttað af mikilli natni og nostursemi. Listaverk, hönnunarmublur og heillandi litasamsetningar eru í forgrunni á heimilinu. 

Í stofunni má meðal annars sjá fögur hönnunarljós eftir ljósahönnuðina Louis Poulsen og Tom Dixon, hinar klassísku Montana-hillur, svartan Flowerpot lampa, sófaborð frá Vitra og hið formfagra og tignarlega Egg í rauðum lit eftir Arne Jacobsen.

Eldhús, stofa og borðstofa er samliggjandi í opnu og björtu rými með aukinni lofthæðum og fallegri loftklæðningu sem gefur eigninni mikinn karakter. Í eldhúsinu er hvít innrétting með hvítum kvarts stein á borðum, auk notalegs borðkróks með leðuráklæði.

Frá stofu er gengið út á afgirta verönd sem snýr til suðurs með heitum potti. Í húsinu eru samtals fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Nánar á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×