Þrettán ára Kári mætir læriföður og Íslandsmeistari berst fyrir lífi sínu Sindri Sverrisson skrifar 9. nóvember 2024 08:31 Pétur Rúðrik Guðmundsson mætir þrettán ára lærlingi sínum, Kára Vagni Birkissyni, í kvöld þegar þriðja mót Úrvalsdeildarinnar í pílukasti fer fram á Bullseye. Stöð 2 Sport Úrvalsdeildin í pílukasti heldur áfram af krafti en þriðja umferð fer fram á Bullseye í Reykjavík í kvöld. Eftir fyrstu tvær umferðirnar eru sumir leikmenn í góðri stöðu með að tryggja sig í gegnum niðurskurð en aðrir með bakið uppvið vegg og verða á ná í stig. Eins eru sumir þegar dottnir úr deildinni og aðrir að stíga í fyrsta sinn á stokk í kvöld. Úrvalsdeildin er með þannig sniði að keppt er á fjórum mótum, og tekur hver keppandi þátt í tveimur þeirra. Þeir safna svo stigum og keppast um að komast áfram í átta manna úrslitin sem hefjast í lok þessa mánaðar. Í fyrsta leiknum í kvöld mætast núverandi Íslandsmeistari, Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs, og Arngrímur Anton Ólafsson sem sigraði síðasta mót. Anton fer því með 5 stig inn í þann leik og er að öllum líkindum búinn að tryggja sig í gegnum fyrri niðurskurð á meðan Matthías verður að vinna til að eiga einhvern möguleika þar sem hann tapaði á fyrsta mótinu sem haldið var á Selfossi. Í öðrum leik kvöldsins mætast sigurvegari 1. umferðar, Dilyan Kolev frá Píludeild Þórs og Vitor Charrua frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar en Vitor sigraði Úrvalsdeildina árið 2023. Kolev er eins og Anton með 5 stig en Vitor tapaði í fyrstu umferð og þarf nauðsynlega á sigri að halda. Yngsti keppandinn mætir til leiks Í þriðja leik kvöldsins mæta ný andlit á svið en þá mætast þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Kári Vagn Birkisson frá Pílufélagi Kópavogs. Þetta verður áhugaverð viðureign því Pétur er þrautreyndur kastari en Kári, sem er einungis 13 ára gamall en hefur náð eftirtektarverðum árangri, er að taka þátt í Úrvalsdeildinni í fyrsta skipti. Þess má til gamans geta að Pétur er einmitt þjálfari Kára Vagns í U18-landsliðinu og mætir því lærisveini sínum. Í fjórða leik kvöldsins mætast þeir Kristján Sigurðsson úr Pílufélagi Kópavogs og Björn Steinar Brynjólfsson. Kristján situr í þægilegri stöðu í deildinni með 3 stig eftir að hafa komist í úrslitaleik á fyrsta mótinu en Björn Steinar er með bakið uppvið vegg og verður að ná í stig til að halda möguleikanum á að að komast í gegnum fyrri niðurskurð á lofti. Eftir 8 manna úrslitin í kvöld verða undanúrslit spiluð og úrslitaleikur fylgir í kjölfarið. Sigurvegari kvöldsins fær 5 stig, annað sætið 3 stig og þeir sem töpuðu í undanúrslitum fá 2 stig. Alls eru 16 manns sem taka þátt í deildinni í ár en eftir fjórar umferðir verður hópurinn skorinn niður í 8 manns. Mótið í kvöld hefst kl. 19:30 og frítt er inn á viðburðinn sem haldinn verður á Bullseye, og að sjálfsögðu verða herlegheitin sýnd í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Pílukast Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sjá meira
Úrvalsdeildin er með þannig sniði að keppt er á fjórum mótum, og tekur hver keppandi þátt í tveimur þeirra. Þeir safna svo stigum og keppast um að komast áfram í átta manna úrslitin sem hefjast í lok þessa mánaðar. Í fyrsta leiknum í kvöld mætast núverandi Íslandsmeistari, Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs, og Arngrímur Anton Ólafsson sem sigraði síðasta mót. Anton fer því með 5 stig inn í þann leik og er að öllum líkindum búinn að tryggja sig í gegnum fyrri niðurskurð á meðan Matthías verður að vinna til að eiga einhvern möguleika þar sem hann tapaði á fyrsta mótinu sem haldið var á Selfossi. Í öðrum leik kvöldsins mætast sigurvegari 1. umferðar, Dilyan Kolev frá Píludeild Þórs og Vitor Charrua frá Pílukastfélagi Hafnarfjarðar en Vitor sigraði Úrvalsdeildina árið 2023. Kolev er eins og Anton með 5 stig en Vitor tapaði í fyrstu umferð og þarf nauðsynlega á sigri að halda. Yngsti keppandinn mætir til leiks Í þriðja leik kvöldsins mæta ný andlit á svið en þá mætast þeir Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Kári Vagn Birkisson frá Pílufélagi Kópavogs. Þetta verður áhugaverð viðureign því Pétur er þrautreyndur kastari en Kári, sem er einungis 13 ára gamall en hefur náð eftirtektarverðum árangri, er að taka þátt í Úrvalsdeildinni í fyrsta skipti. Þess má til gamans geta að Pétur er einmitt þjálfari Kára Vagns í U18-landsliðinu og mætir því lærisveini sínum. Í fjórða leik kvöldsins mætast þeir Kristján Sigurðsson úr Pílufélagi Kópavogs og Björn Steinar Brynjólfsson. Kristján situr í þægilegri stöðu í deildinni með 3 stig eftir að hafa komist í úrslitaleik á fyrsta mótinu en Björn Steinar er með bakið uppvið vegg og verður að ná í stig til að halda möguleikanum á að að komast í gegnum fyrri niðurskurð á lofti. Eftir 8 manna úrslitin í kvöld verða undanúrslit spiluð og úrslitaleikur fylgir í kjölfarið. Sigurvegari kvöldsins fær 5 stig, annað sætið 3 stig og þeir sem töpuðu í undanúrslitum fá 2 stig. Alls eru 16 manns sem taka þátt í deildinni í ár en eftir fjórar umferðir verður hópurinn skorinn niður í 8 manns. Mótið í kvöld hefst kl. 19:30 og frítt er inn á viðburðinn sem haldinn verður á Bullseye, og að sjálfsögðu verða herlegheitin sýnd í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pílukast Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Óðinn Þór markahæstur að venju Handbolti Fleiri fréttir Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi KR lánar Óðinn til ÍR Óðinn Þór markahæstur að venju Háspennuleikir á Akureyri og Króknum KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu „Mundum hverjir við erum“ Madrídarliðin sáu rautt í jafnteflum Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Amad líklega frá út tímabilið Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Eggert feginn til Freys eftir skref sem reyndist ekki gott Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Marmoush með þrennu í sigri Man City Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Sætti sig við þriggja mánaða bann eftir nuddið Merino sá um að setja pressu á Liverpool Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sjá meira