Anton Sveinn er hættur Sindri Sverrisson skrifar 8. nóvember 2024 15:55 Anton Sveinn með móður sinni Helgu Margréti Sveinsdóttur og með silfurverðlaunin frá Evrópumeistaramótinu um hálsinn, fyrir tæpu ári síðan. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Sundkappinn og fjórfaldi Ólympíufarinn Anton Sveinn McKee hefur ákveðið að láta gott heita og mun ekki keppa á fleiri mótum á sínum glæsta ferli. Anton greindi frá þessu í samtali við RÚV í dag þar sem hann staðfesti að hann myndi ekki taka þátt á Meistaramóti Íslands í 25 metra laug um helgina. Eftir Ólympíuleikana í París í sumar flutti Anton heim en hugðist keppa á einu stórmóti til viðbótar áður en ferlinum lyki; HM í 25 metra laug í Búdapest í desember. Anton, sem hefur snúið sér að pólitík eftir að hann flutti heim í haust og skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, auk þess sem hann starfar hjá HS Orku, segir of miklar annir hafa valdið því að hann gæti ekki æft sem skyldi. „Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér að undanförnu, er kominn í fulla vinnu og svo er ég í framboði, þannig að ég náði ekki æfa eins mikið og ég hafði ætlað mér. Ég ákvað því að sleppa því að taka þátt um helgina og segja þetta gott. Ég geng sáttur frá borði eftir ferilinn,“ segir Anton við RÚV. Handhafi fjölda Íslandsmeta og silfurhafi á EM Anton, sem verður 31 árs í næsta mánuði, hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum ferli og er handhafi sjö Íslandsmeta í einstaklingsgreinum í 50 metra laug, og sex Íslandsmeta í 25 metra laug. Fyrir tæpu ári síðan vann hann svo sín fyrstu verðlaun á stórmóti, þegar hann vann til silfurverðlauna í 200 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Rúmeníu. Anton keppti í fyrsta sinn á Ólympíuleikum í London árið 2012, þá 18 ára gamall, en þá voru aðalgreinar hans lengri skriðsund. Hans aðalgreinar urðu hins vegar 100 og 200 metra bringusund. Hann keppti einnig á leikunum í Ríó 2016 og í Tókýó árið 2021, og lauk ferlinum með keppni á Ólympíuleikunum í París í sumar þar sem hann komst í undanúrslit í 200 metra bringusundi. Sund Ólympíuleikar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Anton greindi frá þessu í samtali við RÚV í dag þar sem hann staðfesti að hann myndi ekki taka þátt á Meistaramóti Íslands í 25 metra laug um helgina. Eftir Ólympíuleikana í París í sumar flutti Anton heim en hugðist keppa á einu stórmóti til viðbótar áður en ferlinum lyki; HM í 25 metra laug í Búdapest í desember. Anton, sem hefur snúið sér að pólitík eftir að hann flutti heim í haust og skipar 4. sæti á lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, auk þess sem hann starfar hjá HS Orku, segir of miklar annir hafa valdið því að hann gæti ekki æft sem skyldi. „Það er búið að vera mjög mikið að gera hjá mér að undanförnu, er kominn í fulla vinnu og svo er ég í framboði, þannig að ég náði ekki æfa eins mikið og ég hafði ætlað mér. Ég ákvað því að sleppa því að taka þátt um helgina og segja þetta gott. Ég geng sáttur frá borði eftir ferilinn,“ segir Anton við RÚV. Handhafi fjölda Íslandsmeta og silfurhafi á EM Anton, sem verður 31 árs í næsta mánuði, hefur unnið til fjölda verðlauna á sínum ferli og er handhafi sjö Íslandsmeta í einstaklingsgreinum í 50 metra laug, og sex Íslandsmeta í 25 metra laug. Fyrir tæpu ári síðan vann hann svo sín fyrstu verðlaun á stórmóti, þegar hann vann til silfurverðlauna í 200 metra bringusundi á EM í 25 metra laug í Rúmeníu. Anton keppti í fyrsta sinn á Ólympíuleikum í London árið 2012, þá 18 ára gamall, en þá voru aðalgreinar hans lengri skriðsund. Hans aðalgreinar urðu hins vegar 100 og 200 metra bringusund. Hann keppti einnig á leikunum í Ríó 2016 og í Tókýó árið 2021, og lauk ferlinum með keppni á Ólympíuleikunum í París í sumar þar sem hann komst í undanúrslit í 200 metra bringusundi.
Sund Ólympíuleikar Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira