Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. nóvember 2024 22:47 Arngrímur Anton Ólafsson kom sá og sigraði. Vísir/Hulda Margrét Mikið var um dýrðir á Bullseye Reykjavík þegar 3. umferð Úrvalsdeildarinnar í pílukasti fór fram á laugardagskvöldið í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. Fullt var út úr dyrum og færri komust að en vildu. Í fyrsta leik kvöldsins mættust núverandi Íslandsmeistari Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs og Arngrímur Anton Ólafsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Arngrímur Anton fór með sigur af hólmi í 2. umferð sem fram fór á sama stað fyrir viku síðan. Leikur þeirra fór alla leið í oddalegg þar sem báðir fengu pílur fyrir sigrinum en það var Anton sem náði að loka og sigraði 4-3. Matthías hefur því lokið keppni í Úrvalsdeildinni á þessu ári þar sem hann mun ekki enda í 8 efstu sætunum fyrir fyrri niðurskurð. Matthías Örn Friðriksson er úr leik.Vísir/Hulda Margrét Í öðrum leik kvöldsins mættust þeir Hörður Þór Guðjónsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Gunnar Hafsteinn Ólafsson frá Pílufélagi Akranes. Hörður þurfti nauðsynlega á sigri að halda eftir tap í síðustu umferð en það var Gunnar sem tók glæsilega út 116 í oddaleggnum og fjölmargir stuðningsmenn Gunnars í salnum ærðust af fögnuði. Með tapinu hefur Hörður einnig lokið leik í Úrvalsdeildinni þar sem hann mun ekki ná að enda í efstu 8 fyrir fyrri niðurskurð. Í þriðja leik kvöldsins mættust þeir Kári Vagn Birkisson, 13 ára pílukastari frá Pílufélagi Kópavogs og Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur en þeir voru að spila sína fyrstu leiki í Úrvalsdeildinni í ár. Það var ekki að sjá á Kára að hann væri að spila í fyrsta skiptið fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og spilaði magnaða pílu og endaði á að sigra Pétur 4-2. Klippa: Úrvalsdeildin í Pílu - Kári Gegn Pétri Í síðasta leik fjórðungsúrslitanna var það síðan Kristján Sigurðsson frá Pílufélagi Kópavogs sem vann þægilegan 4-0 sigur á Birni Steinari Brynjólfssyni en Kristján var í góðri stöðu eftir að hafa farið í úrslitaleik í fyrstu umferð en með tapinu sendi hann Björn Steinar heim og hefur hann einnig lokið keppni í deildinni í ár. Arngrímur hélt uppteknum hætti í undanúrslitum, var of sterkur fyrir Gunnar í frekar bragðdaufum leik sem endaði 4-2. Í seinni undanúrslitaleiknum var það síðan Kristján sem sigraði Kára Vagn 4-2. Úrslitaleikurinn var æsispennandi en hann fór alla leið í oddalegg. Kristján sigraði fyrsta legg en Anton tók næstu 3. Kristján kom til baka og vann næstu 2 leggi. Í oddaleggnum var Anton fyrr niður á tvöfaldan reit en var í basli með að loka leiknum. Hann kláraði þó á endanum D2 til að sigra leikinn 4-3 og hefur því sigraði tvö Úrvalsdeildarkvöld í röð og situr á toppi deildarinnar með 10 stig. Klippa: Úrvalsdeildin í Pílu - Anton klárar kvöldið Fjórða og síðasta kvöldið fyrir fyrri niðurskurð fer fram í Sjallanum á Akureyri laugardaginn 16. nóvember og er miðasala hafin en panta þarf sæti á sjallinn@sjallinn.is. Stöðuna eins og staðan er í dag má sjá hér að neðan. Staðan í deildinni.Stöð 2 Sport Pílukast Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því Sport Fleiri fréttir Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Sjá meira
Í fyrsta leik kvöldsins mættust núverandi Íslandsmeistari Matthías Örn Friðriksson frá Píludeild Þórs og Arngrímur Anton Ólafsson frá Pílufélagi Reykjanesbæjar. Arngrímur Anton fór með sigur af hólmi í 2. umferð sem fram fór á sama stað fyrir viku síðan. Leikur þeirra fór alla leið í oddalegg þar sem báðir fengu pílur fyrir sigrinum en það var Anton sem náði að loka og sigraði 4-3. Matthías hefur því lokið keppni í Úrvalsdeildinni á þessu ári þar sem hann mun ekki enda í 8 efstu sætunum fyrir fyrri niðurskurð. Matthías Örn Friðriksson er úr leik.Vísir/Hulda Margrét Í öðrum leik kvöldsins mættust þeir Hörður Þór Guðjónsson frá Pílufélagi Grindavíkur og Gunnar Hafsteinn Ólafsson frá Pílufélagi Akranes. Hörður þurfti nauðsynlega á sigri að halda eftir tap í síðustu umferð en það var Gunnar sem tók glæsilega út 116 í oddaleggnum og fjölmargir stuðningsmenn Gunnars í salnum ærðust af fögnuði. Með tapinu hefur Hörður einnig lokið leik í Úrvalsdeildinni þar sem hann mun ekki ná að enda í efstu 8 fyrir fyrri niðurskurð. Í þriðja leik kvöldsins mættust þeir Kári Vagn Birkisson, 13 ára pílukastari frá Pílufélagi Kópavogs og Pétur Rúðrik Guðmundsson frá Pílufélagi Grindavíkur en þeir voru að spila sína fyrstu leiki í Úrvalsdeildinni í ár. Það var ekki að sjá á Kára að hann væri að spila í fyrsta skiptið fyrir framan sjónvarpsmyndavélar og spilaði magnaða pílu og endaði á að sigra Pétur 4-2. Klippa: Úrvalsdeildin í Pílu - Kári Gegn Pétri Í síðasta leik fjórðungsúrslitanna var það síðan Kristján Sigurðsson frá Pílufélagi Kópavogs sem vann þægilegan 4-0 sigur á Birni Steinari Brynjólfssyni en Kristján var í góðri stöðu eftir að hafa farið í úrslitaleik í fyrstu umferð en með tapinu sendi hann Björn Steinar heim og hefur hann einnig lokið keppni í deildinni í ár. Arngrímur hélt uppteknum hætti í undanúrslitum, var of sterkur fyrir Gunnar í frekar bragðdaufum leik sem endaði 4-2. Í seinni undanúrslitaleiknum var það síðan Kristján sem sigraði Kára Vagn 4-2. Úrslitaleikurinn var æsispennandi en hann fór alla leið í oddalegg. Kristján sigraði fyrsta legg en Anton tók næstu 3. Kristján kom til baka og vann næstu 2 leggi. Í oddaleggnum var Anton fyrr niður á tvöfaldan reit en var í basli með að loka leiknum. Hann kláraði þó á endanum D2 til að sigra leikinn 4-3 og hefur því sigraði tvö Úrvalsdeildarkvöld í röð og situr á toppi deildarinnar með 10 stig. Klippa: Úrvalsdeildin í Pílu - Anton klárar kvöldið Fjórða og síðasta kvöldið fyrir fyrri niðurskurð fer fram í Sjallanum á Akureyri laugardaginn 16. nóvember og er miðasala hafin en panta þarf sæti á sjallinn@sjallinn.is. Stöðuna eins og staðan er í dag má sjá hér að neðan. Staðan í deildinni.Stöð 2 Sport
Pílukast Mest lesið Danir óstöðvandi Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Fótbolti „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Körfubolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn „Erum í þessu til þess að vinna“ Körfubolti Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því Sport Fleiri fréttir Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Dagskráin í dag: Körfuboltakvöld og með því „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad „Erum í þessu til þess að vinna“ Danir óstöðvandi Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Loks vann Tottenham Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Bruno til bjargar Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð „Þeir voru pottþétt að spara“ Úr frystinum og til Juventus Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Betlaði einu sinni mat á götunni en er nú hetja Barcelona Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Sjá meira