„Þetta var óþarflega spennandi“ Andri Már Eggertsson skrifar 10. nóvember 2024 19:42 Thelma Dís Ágústsdóttir gerði 21 stig í kvöld Vísir/Jón Gautur Ísland vann fjögurra stiga sigur gegn Rúmeníu 77-73 í undankeppni EM. Thelma Dís Ágústsdóttir fór á kostum í íslenska liðinu og var ánægð með sigurinn. „Það var geggjað að hafa náð að klára þetta. Sérstaklega miðað við síðustu tvo heimaleiki sem voru jafnir. Þetta voru hörkuleikir gegn Tyrklandi og Slóvakíu en núna náðum við að klára leikinn með sigri,“ sagði Thelma Dís afar ánægð með sigurinn í samtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið fór vel af stað og Thelma var að finna sig vel fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik þar sem Rúmenía var í svæðisvörn sem íslenska liðið nýtti sér. „Við vorum búnar að sjá þessa svæðisvörn í undirbúningnum hjá okkur og við vissum að það yrði allt opið fyrir utan þriggja stiga línuna ef þær myndu fara í þessa vörn og stelpurnar voru að finna mig vel.“ Ísland var sjö stigum yfir í hálfleik 44-37 en þrátt fyrir að gestirnir komu með áhlaup í seinni hálfleik var Thelma ánægð með spilamennsku íslenska liðsins. „Mér fannst við koma flottar út í seinni hálfleik en við vorum ekki að setja skotin ofan í en vorum að fá opin skot. Við þurftum að vera sterkar andlega og ná að klára þetta sem við gerðum. “ Fjórði leikhluti var æsispennandi og aðeins of spennandi að mati Thelmu en hún var ánægð að liðið hafi náð að vinna leikinn. „Þetta var óþarflega spennandi. Þetta var geggjað hjá Danielle að hafa klárað leikinn og það er geggjað að hafa fengið hana í landsliðshópinn.“ Aðspurð út í landsleikjagluggann heilt yfir var Thelma ánægð með leikina tvo og þá sérstaklega sigurinn í kvöld. „Þessi gluggi var mjög flottur. Það hefur oft verið vesen hjá okkur í fyrri leiknum en þetta voru bara tveir góðir leikir núna og við getum byggt ofan á þetta,“ sagði Thelma Dís að lokum. Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira
„Það var geggjað að hafa náð að klára þetta. Sérstaklega miðað við síðustu tvo heimaleiki sem voru jafnir. Þetta voru hörkuleikir gegn Tyrklandi og Slóvakíu en núna náðum við að klára leikinn með sigri,“ sagði Thelma Dís afar ánægð með sigurinn í samtali við Vísi eftir leik. Íslenska liðið fór vel af stað og Thelma var að finna sig vel fyrir utan þriggja stiga línuna í fyrri hálfleik þar sem Rúmenía var í svæðisvörn sem íslenska liðið nýtti sér. „Við vorum búnar að sjá þessa svæðisvörn í undirbúningnum hjá okkur og við vissum að það yrði allt opið fyrir utan þriggja stiga línuna ef þær myndu fara í þessa vörn og stelpurnar voru að finna mig vel.“ Ísland var sjö stigum yfir í hálfleik 44-37 en þrátt fyrir að gestirnir komu með áhlaup í seinni hálfleik var Thelma ánægð með spilamennsku íslenska liðsins. „Mér fannst við koma flottar út í seinni hálfleik en við vorum ekki að setja skotin ofan í en vorum að fá opin skot. Við þurftum að vera sterkar andlega og ná að klára þetta sem við gerðum. “ Fjórði leikhluti var æsispennandi og aðeins of spennandi að mati Thelmu en hún var ánægð að liðið hafi náð að vinna leikinn. „Þetta var óþarflega spennandi. Þetta var geggjað hjá Danielle að hafa klárað leikinn og það er geggjað að hafa fengið hana í landsliðshópinn.“ Aðspurð út í landsleikjagluggann heilt yfir var Thelma ánægð með leikina tvo og þá sérstaklega sigurinn í kvöld. „Þessi gluggi var mjög flottur. Það hefur oft verið vesen hjá okkur í fyrri leiknum en þetta voru bara tveir góðir leikir núna og við getum byggt ofan á þetta,“ sagði Thelma Dís að lokum.
Landslið kvenna í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Sport Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Sjá meira