McIlroy endaði í 3. sæti á mótinu eftir góðan lokahring. Á milli þess sem hann keppti á mótinu tók McIlroy þátt í áskorun ásamt fótboltamanninum fyrrverandi, Gareth Bale.
Þeir komu sér fyrir á golfæfingasvæðinu og áttu að reyna að hitta dróna sem svifu yfir golfvellinum.
Bale átti nokkrar góðar tilraunir áður en McIlroy hitti einn drónann með hárnákvæmu höggi. Myndband af högginu má sjá hér fyrir neðan.
.@McIlroyRory and @GarethBale11 🆚 drones 🎯#ADGolfChamps | #RolexSeries pic.twitter.com/GUQRBOtSvW
— DP World Tour (@DPWorldTour) November 9, 2024
McIlroy er með góða forystu á toppi stigalista Evrópumótaraðarinnar. Hann hefur safnað 4.997,66 stigum en Thriston Lawrence frá Suður-Afríku er annar með 3.212,64 stig. Daninn Rasmus Højgaard er svo þriðji með 2.684,05 stig.