Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. nóvember 2024 07:02 Helga Kristín sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Helga Kristín Ingólfsdóttir, mannauðsráðgjafi og annar hlaðvarpsstjórnandi Móment með mömmu, lýsir sjálfri sér sem metnaðarfullri, orkumikilli og þorinni. Ef hún gæti valið sér einn ofurkraft myndi hún vilja geta lesið hugsanir annarra. Helga Kristín á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Arnari Þór Ólafssyni fjármálaverkfræðingi og hlaðvarpsstjórnanda Pyngjunnar og Ólafssynir í Undralandi. Saman búa þau í fallegri íbúð í Urriðaholti í Garðabæ þar sem hún segir stofuna vera hennar uppáhalds íverurými. Helga er mikil smekkkona og deilir reglulega myndum af heimilinu og fatnaði með fylgjendum sínum á Instagram. Helga Kristín sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Helga Kristín Ingólfsdóttir. Aldur? 28 ára. Starf? Ég starfa sem mannauðsráðgjafi hjá Arion banka. Fjölskylduhagir? Ég bý með kærastanum mínum Arnari Þór Ólafssyni. Það bætist svo fljótt í fjölskylduna en við eigum von á okkar fyrsta barni í janúar. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Metnaðarfull, orkumikil og þorin. Hvað er á döfinni? Fyrir utan allt þetta hefðbundna; vinnu, hreyfingu og heimilishald, þá var ég að byrja með hlaðvarp með mömmu minni sem heitir „Móment með mömmu“. Síðustu mánuði hef ég einnig verið að birta fatamyndbönd undir myllumerkinu „Minn stíll“ og að halda uppi mínum eigin samfélagsmiðli, þetta eru svona auka verkefni mér til skemmtunar. En svo er auðvitað það allra mikilvægasta en það er að undirbúa komu lítil drengs. Þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan mín sem hefur alltaf staðið með mér í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Svo var það líka lífsins lukka að kynnast honum Arnari, það var heldur óvænt en það voru sameiginlegir vinir okkar og systkini sem kynna okkur í febrúar 2023. Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig eiga fleiri börn, stærra heimili og jafnvel hund ef ég næ að sannfæra Arnar. Atvinnulega séð verð ég vonandi í krefjandi starfi sem ég hef gaman af og nýt þess að mæta í vinnuna á hverjum degi. Maður heldur svo auðvitað líka í þá von að maður verði enn heilsuhraustur og hamingjusamur. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Ekkert eitt sem mér dettur í hug en ég stefni á að lifa lífinu þannig að ég horfi ekki til baka og segi „ég hefði átt að gera þetta.“ Einn dagur í einu, taka hverri áskorun sem maður stendur frammi fyrir og vera óhrædd við að fara mínar eigin leiðir. Ertu með einhvern bucket-lista? Nei. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ef þú ert að hugsa á annað borð, hugsaðu þá stórt. Heilræði sem mamma benti mér á fyrir mörgum árum. Hvað hefur mótað þig mest? Að hafa búið erlendis en ég bjó tvö sumur í New York, eitt ár í Svíþjóð og tvö ár í Þýskalandi. Ég var 18 ára þegar ég flutti út og 22 ára þegar ég flutti heim. Maður var ungur og þurfti svo sannarlega að stökkva ofan í djúpu laugina og bara tækla lífið sjálfur. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Hreyfa mig en svo þegar álag hefur verið mikið þá finnst mér líka voða gott að fara úr rútínunni og breyta um umhverfi. Uppskrift að draumasunnudegi? Sofa út, taka fyrsta kaffibollann með Arnari heima, brunch á einhverjum góðum veitingastað, göngutúr og rólegheit um kvöldið til þess að koma hvíldur inn í nýja viku. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Stofan. Fallegasti staður á landinu? Maður hefur heimsótt marga fallega staði á landinu en mér þykir alltaf vænst um Höfn í Hornafirði. Það er af því að amma mín býr þar. En í heiminum? Ég á eftir að ferðast meira til að geta svarað þessu. Ég hef t.d. aldrei farið til Ítalíu, ég held að ýmsir smábæir þar myndu heilla mig. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Fer í sturtu. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Býð Arnari góða nótt en hann fer yfirleitt 1-2 klst seinna að sofa en ég. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Já ég geri það. Ég er mjög mikil rútínu kona og ef ég dett úr rútínu þá líður mér oft illa. Með rútínu meina ég að hreyfa mig reglulega yfir vikuna, borða jafnt og þétt yfir daginn og fá góðan nætursvefn svo eitthvað sé nefnt. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Dansari. Ég náði því markmiði tvítug en ég starfaði sem dansari í Þýskalandi frá 20-22 ára. Ég fann það svo fljótt að þetta var ekki fyrir mig. Í dag langar mig að verða svo margt þegar ég verð stór, ég vil ekki enda bara með einhvern einn titil. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Upp á síðkastið hef ég grátið reglulega, oft án sérstakrar ástæðu, ætli það sé ekki bara óléttan. Ertu A eða B týpa? A týpa en ég er að reyna að bæta mig B megin því ég er með svo hrikalega lélegt úthald á djamminu. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku en svo er ég með mjög góðan grunn í dönsku og sænsku sem ég gæti alltaf reddað mér á. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já, einn hæfileika sem ég æfði mikið sem barn því mér fannst svo leiðinlegt að eiga ekki leyndan hæfileika. Þessi leyndi hæfileiki er að bretta upp á tunguna þannig að það koma svona skemmtilegar bylgjur á hana, veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa því öðruvísi. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Lesa hugsanir fólks. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Síðustu FB skilaboð eru myndband til bróður míns þar sem ég spyr hvort hann eigi nokkuð ákveðna stærð af tappa fyrir skrúfu. Ég er nefnilega að fara að hengja upp málverk í svefnherberginu. Draumabíllinn þinn? Ég er engin bílakona þannig að ég á mér engan draumabíl. Hæla- eða strigaskór? Get ekki valið, geng jafn mikið í hælum og strigaskóm. Fyrsti kossinn? Í grunnskóla á sviði Borgarleikhússins. Segi ekki meir. Óttastu eitthvað? Já ég hef alltaf verið mjög hrædd við ketti. Svo hefur flughræðslan orðið verri með árunum, ég þyrfti helst að fara á svona flughræðslu námskeið hjá Icelandair. Hvað ertu að hámhorfa á? Ekkert eins og er. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Believe með Cher. Hin hliðin Ástin og lífið Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira
Helga Kristín á von á sínu fyrsta barni með kærasta sínum, Arnari Þór Ólafssyni fjármálaverkfræðingi og hlaðvarpsstjórnanda Pyngjunnar og Ólafssynir í Undralandi. Saman búa þau í fallegri íbúð í Urriðaholti í Garðabæ þar sem hún segir stofuna vera hennar uppáhalds íverurými. Helga er mikil smekkkona og deilir reglulega myndum af heimilinu og fatnaði með fylgjendum sínum á Instagram. Helga Kristín sýnir lesendum Vísis hina hliðina þessa vikuna. Fullt nafn? Helga Kristín Ingólfsdóttir. Aldur? 28 ára. Starf? Ég starfa sem mannauðsráðgjafi hjá Arion banka. Fjölskylduhagir? Ég bý með kærastanum mínum Arnari Þór Ólafssyni. Það bætist svo fljótt í fjölskylduna en við eigum von á okkar fyrsta barni í janúar. Lýstu sjálfri þér í þremur orðum: Metnaðarfull, orkumikil og þorin. Hvað er á döfinni? Fyrir utan allt þetta hefðbundna; vinnu, hreyfingu og heimilishald, þá var ég að byrja með hlaðvarp með mömmu minni sem heitir „Móment með mömmu“. Síðustu mánuði hef ég einnig verið að birta fatamyndbönd undir myllumerkinu „Minn stíll“ og að halda uppi mínum eigin samfélagsmiðli, þetta eru svona auka verkefni mér til skemmtunar. En svo er auðvitað það allra mikilvægasta en það er að undirbúa komu lítil drengs. Þín mesta gæfa í lífinu? Fjölskyldan mín sem hefur alltaf staðið með mér í öllu sem ég tek mér fyrir hendur. Svo var það líka lífsins lukka að kynnast honum Arnari, það var heldur óvænt en það voru sameiginlegir vinir okkar og systkini sem kynna okkur í febrúar 2023. Hvað sérðu þig eftir tíu ár? Ég sé mig eiga fleiri börn, stærra heimili og jafnvel hund ef ég næ að sannfæra Arnar. Atvinnulega séð verð ég vonandi í krefjandi starfi sem ég hef gaman af og nýt þess að mæta í vinnuna á hverjum degi. Maður heldur svo auðvitað líka í þá von að maður verði enn heilsuhraustur og hamingjusamur. Hvað viltu upplifa áður en þú deyrð? Ekkert eitt sem mér dettur í hug en ég stefni á að lifa lífinu þannig að ég horfi ekki til baka og segi „ég hefði átt að gera þetta.“ Einn dagur í einu, taka hverri áskorun sem maður stendur frammi fyrir og vera óhrædd við að fara mínar eigin leiðir. Ertu með einhvern bucket-lista? Nei. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Ef þú ert að hugsa á annað borð, hugsaðu þá stórt. Heilræði sem mamma benti mér á fyrir mörgum árum. Hvað hefur mótað þig mest? Að hafa búið erlendis en ég bjó tvö sumur í New York, eitt ár í Svíþjóð og tvö ár í Þýskalandi. Ég var 18 ára þegar ég flutti út og 22 ára þegar ég flutti heim. Maður var ungur og þurfti svo sannarlega að stökkva ofan í djúpu laugina og bara tækla lífið sjálfur. Hvað gerirðu til að endurhlaða batteríin? Hreyfa mig en svo þegar álag hefur verið mikið þá finnst mér líka voða gott að fara úr rútínunni og breyta um umhverfi. Uppskrift að draumasunnudegi? Sofa út, taka fyrsta kaffibollann með Arnari heima, brunch á einhverjum góðum veitingastað, göngutúr og rólegheit um kvöldið til þess að koma hvíldur inn í nýja viku. Uppáhalds staðurinn á heimilinu? Stofan. Fallegasti staður á landinu? Maður hefur heimsótt marga fallega staði á landinu en mér þykir alltaf vænst um Höfn í Hornafirði. Það er af því að amma mín býr þar. En í heiminum? Ég á eftir að ferðast meira til að geta svarað þessu. Ég hef t.d. aldrei farið til Ítalíu, ég held að ýmsir smábæir þar myndu heilla mig. Hvað er það fyrsta sem þú gerir þú vaknar? Fer í sturtu. En það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Býð Arnari góða nótt en hann fer yfirleitt 1-2 klst seinna að sofa en ég. Hugarðu að heilsunni, þá hvernig? Já ég geri það. Ég er mjög mikil rútínu kona og ef ég dett úr rútínu þá líður mér oft illa. Með rútínu meina ég að hreyfa mig reglulega yfir vikuna, borða jafnt og þétt yfir daginn og fá góðan nætursvefn svo eitthvað sé nefnt. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Dansari. Ég náði því markmiði tvítug en ég starfaði sem dansari í Þýskalandi frá 20-22 ára. Ég fann það svo fljótt að þetta var ekki fyrir mig. Í dag langar mig að verða svo margt þegar ég verð stór, ég vil ekki enda bara með einhvern einn titil. Hvenær fórstu að gráta síðast og af hverju? Upp á síðkastið hef ég grátið reglulega, oft án sérstakrar ástæðu, ætli það sé ekki bara óléttan. Ertu A eða B týpa? A týpa en ég er að reyna að bæta mig B megin því ég er með svo hrikalega lélegt úthald á djamminu. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku og ensku en svo er ég með mjög góðan grunn í dönsku og sænsku sem ég gæti alltaf reddað mér á. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Já, einn hæfileika sem ég æfði mikið sem barn því mér fannst svo leiðinlegt að eiga ekki leyndan hæfileika. Þessi leyndi hæfileiki er að bretta upp á tunguna þannig að það koma svona skemmtilegar bylgjur á hana, veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa því öðruvísi. Hvaða ofurkröftum myndir þú vilja búa yfir? Lesa hugsanir fólks. Hvað stendur í síðustu FB-skilaboðunum sem þú sendir? Síðustu FB skilaboð eru myndband til bróður míns þar sem ég spyr hvort hann eigi nokkuð ákveðna stærð af tappa fyrir skrúfu. Ég er nefnilega að fara að hengja upp málverk í svefnherberginu. Draumabíllinn þinn? Ég er engin bílakona þannig að ég á mér engan draumabíl. Hæla- eða strigaskór? Get ekki valið, geng jafn mikið í hælum og strigaskóm. Fyrsti kossinn? Í grunnskóla á sviði Borgarleikhússins. Segi ekki meir. Óttastu eitthvað? Já ég hef alltaf verið mjög hrædd við ketti. Svo hefur flughræðslan orðið verri með árunum, ég þyrfti helst að fara á svona flughræðslu námskeið hjá Icelandair. Hvað ertu að hámhorfa á? Ekkert eins og er. Hvaða lag kemur þér alltaf í gírinn? Believe með Cher.
Hin hliðin Ástin og lífið Mest lesið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Menning Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira