Lífið

Mála­ferli og verktakadrama seinkar fram­kvæmdunum á höllinni í Frakk­landi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Björn ætlar að klára verkið í apríl á næsta ári.
Björn ætlar að klára verkið í apríl á næsta ári.

Í síðasta þætti af Gulla Byggi var haldið áfram að fylgjast með stærsta verkefninu í sögu þáttanna. Um er að ræða höll sem arkitektinn Björn Björnsson fjárfesti í á dögunum. Höllin var byggð árið 1435 í Frakklandi.

Húsnæðið er 2700 fermetrar og þarf í raun að taka allt í gegn, alveg frá a-ö.

En ferlið hefur vægast sagt ekki gengið áfallalaust fyrir sig. Til að byrja með varð að skipta um mörg hundruð ára gamlan burðabita, en verktakinn sem tók verkefnið að sér skila því illa af sér og því frestaðist öll framkvæmdin töluvert. Í kjölfarið komu upp ákveðin málaferli þar sem verktakinn neitaði að leiðrétta mistökin. Að auki þurfti Björn að skipta um annan verktaka sem sá um alla framkvæmdina. Danir sem sáu um verkið til að byrja með þóttu ekki standa sig sem skildi og því réði hann franskt fyrirtæki og með miklum aukakostnaði.

Í húsinu eru 19 baðherbergi sem þarf að taka öll í gegn og alls verða svefnherbergin 22. Einnig þarf að skipta um svo gott sem alla klæðningu innandyra, gólfefni og margt fleira. Það tók til að mynda múrara fimm vikur að klára steypuviðgerðir víðs vegar um eignina.

Öll framkvæmdin átti að taka tólf mánuði en Björn stefnir að því að klára í apríl á næsta ári. Ári á eftir áætlun. En eins og sjá má hér að neðan hefur mikið áunnist.

Klippa: Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×