Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 20:00 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Spurning barst frá lesenda: „Tilhugsunin um kynlíf með makanum er meira sexí en þegar á hólminn er komið. Eins og ég girnist hann ekki eða ég laðast ekki að honum þannig. Getur þú útskýrt?”- 36 ára kona. Þetta er alveg mjög góð spurning! Mörg kannast við það að spjalla við maka/bólfélaga yfir daginn, finna fyrir kynlöngun og jafnvel gera plön um kynlíf seinna sama dag. Svo þegar á hólminn er komið er þessi kynlöngun ekki lengur til staðar eða kynlíf það síðasta sem þú hefur áhuga á að stunda! En af hverju? Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Mörg gera plön um kynlíf og eru spenntir þar til kemur að athöfninni.Vísir/Getty Fjarlægð frá maka getur einmitt leitt til þess að við förum að finna fyrir löngun, söknuði og tilhlökkun. Líkt og Esther Perel, sálfræðingur og pararáðgjafi, hefur fjallað um þá getur verið flókið að þrá eitthvað sem þú, nú þegar, hefur. Kynlöngun eykst oft þegar við erum í sundur og leyfum okkur að finna fyrir þrá og tilhlökkun. Í langtímasambandi er því gífurlega mikilvægt að halda áfram að rækta þín áhugamál og rækta þig sem einstakling. Alltof oft fórnum við okkar tíma ein, gleymum að sinna okkar áhugamálum eða vinum. Því meira sem við rennum saman í eitt með maka okkar, minnkar oft kynlöngun því þú upplifir maka þinn ekki lengur jafn spennandi eða sexí. Fyrirsjáanleiki er geggjaður fyrir taugakerfið en of mikill fyrirsjáanleiki getur dregið úr löngun okkar í nánd og kýnlíf! En snúum okkur aftur að spurningunni. Þegar þú ert að hugsa um maka þinn í fjarveru hans ertu sennilega að gera allskonar sem kveikir í þér. Hvað ertu að fantasera um? Hvernig lítur kynlífið út í fantasíunni? Kemur hann inn, lyftir þér upp án þess að segja orð og kastar þér í rúmið? Jááá.. og hver er svo raunveruleikinn? Fantasíur eru nefninlega svo geggjaðar! Eins og ég fjallaði um í fyrri grein: Í fantasíum höfum við fulla stjórn! Atburðarásin flæðir fullkomlega, birtan er akkúrat rétt, sængurfötin úr mýksta efni sem til er og engin truflun er til staðar. Í fantasíunni þarf ekki að ræða væntingar eða langarnir. Án þess að segja nokkuð veit bólfélagi nákvæmlega hvað þú vilt. Fantasíur eru öruggt rými til að prófa okkur áfram eða hreinlega leið til að auka unað í kynlífi og sjálfsfróun. Kynlíf í raunheimum er öðruvísi. Stundum er tímasetningin ekki fullkomin, við getum upplifað það að líkaminn örvast ekki líkt og við áttum von á eða eitthvað truflar okkur. Mörg upplifa pressu þegar þau eru búin að plana kynlíf eða ákveða að stunda kynlíf. Pressa sem kemur oft innra frá okkur en getur líka komið frá maka/bólfélaga. Ýmsar hugsanir geta komið upp eins og hvað ef líkaminn bregst ekki við? Hvað ef ég verð svo bara þreytt eða missi niður löngunina til að stunda kynlíf? Það er eðlilegt að líkaminn sé ekki til í kynlíf þó hugurinn sé það.Vísir/Getty En hvað er til ráða? Það er algengt og eðlilegt að líkaminn sé ekki til í kynlíf þó hugurinn sé það. Gott ráð er að liggja hlið við hlið og sjá hvort líkaminn vakni upp. Með því að draga úr pressu, setja fókus á vellíðan og slökun leyfum við líkamanum hægt og rólega að kveikja á sér. Þannig að frekar en að lofa kynlífi í kvöld, væri betra að nálgast það þannig að þú ætlir að sjá hvort þú komist þangað. Nokkur ráð til að brúa bilið frá fantasíunni yfir í kynlíf er að ræða væntingar við maka/bólfélaga. Mögulega er allskonar sem þú hefur áhuga á prófa eða upplifa sem þið hafið aldrei rætt. Það getur aukið nánd og ýtt undir erótíska tengingu þegar fantasíum er deilt með maka eða bólfélaga. Ávallt er gott að nálgast samtalið á nærgætinn hátt og gott er að muna að fantasíur þurfa ekki að verða að veruleika. Það eitt og sér að segja frá þeim getur verið ansi heitt! Að lokum er gott að muna að það er í góðu lagi að hafa fundið fyrir löngun, daðrað eða átt frumkvæði að kynlífi en vilja síðan ekki eða geta ekki stundað kynlíf. Það má alltaf skipta um skoðun! Kynlíf Kynlífið með Aldísi Tengdar fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Spurning barst frá lesenda: „Hvernig er best að tækla það að vera með ólíkar þarfir í kynlífi. Er búin að vera með manni í fimm mánuði og ég er miklu oftar gröð en hann. Ég upplifi höfnun og hann upplifir að hann sé ekki að standa sig. Sambandið er svo nýtt og mér þætti eðlilegast að stunda fullt af kynlífi. En hann hefur ekki þörf eða löngun eins og ég. Höfum rætt opið um þetta en ekkert breytist,“ - 47 ára kona. 5. nóvember 2024 20:02 Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Mér finnst gott að nota dildó á sjálfan mig. Mér finnst það mjög tabú meðal gagnkynhneigðra karla, en er það algengt eða er það bara fyrir samkynhneigða karla?” - 30 ára karl 29. október 2024 20:01 Að prófa sig áfram í opnu sambandi Ég og maki minn erum að prófa okkur áfram með opið samband. Við höfum verið að fylgja hinum ýmsu ráðum til að reyna að gera allt rétt. Viljum alls ekki klúðra sambandinu okkar eða fara rangt að þessu. Ertu með ráð?- 37 ára karl 22. október 2024 20:01 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Sjá meira
Þetta er alveg mjög góð spurning! Mörg kannast við það að spjalla við maka/bólfélaga yfir daginn, finna fyrir kynlöngun og jafnvel gera plön um kynlíf seinna sama dag. Svo þegar á hólminn er komið er þessi kynlöngun ekki lengur til staðar eða kynlíf það síðasta sem þú hefur áhuga á að stunda! En af hverju? Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Mörg gera plön um kynlíf og eru spenntir þar til kemur að athöfninni.Vísir/Getty Fjarlægð frá maka getur einmitt leitt til þess að við förum að finna fyrir löngun, söknuði og tilhlökkun. Líkt og Esther Perel, sálfræðingur og pararáðgjafi, hefur fjallað um þá getur verið flókið að þrá eitthvað sem þú, nú þegar, hefur. Kynlöngun eykst oft þegar við erum í sundur og leyfum okkur að finna fyrir þrá og tilhlökkun. Í langtímasambandi er því gífurlega mikilvægt að halda áfram að rækta þín áhugamál og rækta þig sem einstakling. Alltof oft fórnum við okkar tíma ein, gleymum að sinna okkar áhugamálum eða vinum. Því meira sem við rennum saman í eitt með maka okkar, minnkar oft kynlöngun því þú upplifir maka þinn ekki lengur jafn spennandi eða sexí. Fyrirsjáanleiki er geggjaður fyrir taugakerfið en of mikill fyrirsjáanleiki getur dregið úr löngun okkar í nánd og kýnlíf! En snúum okkur aftur að spurningunni. Þegar þú ert að hugsa um maka þinn í fjarveru hans ertu sennilega að gera allskonar sem kveikir í þér. Hvað ertu að fantasera um? Hvernig lítur kynlífið út í fantasíunni? Kemur hann inn, lyftir þér upp án þess að segja orð og kastar þér í rúmið? Jááá.. og hver er svo raunveruleikinn? Fantasíur eru nefninlega svo geggjaðar! Eins og ég fjallaði um í fyrri grein: Í fantasíum höfum við fulla stjórn! Atburðarásin flæðir fullkomlega, birtan er akkúrat rétt, sængurfötin úr mýksta efni sem til er og engin truflun er til staðar. Í fantasíunni þarf ekki að ræða væntingar eða langarnir. Án þess að segja nokkuð veit bólfélagi nákvæmlega hvað þú vilt. Fantasíur eru öruggt rými til að prófa okkur áfram eða hreinlega leið til að auka unað í kynlífi og sjálfsfróun. Kynlíf í raunheimum er öðruvísi. Stundum er tímasetningin ekki fullkomin, við getum upplifað það að líkaminn örvast ekki líkt og við áttum von á eða eitthvað truflar okkur. Mörg upplifa pressu þegar þau eru búin að plana kynlíf eða ákveða að stunda kynlíf. Pressa sem kemur oft innra frá okkur en getur líka komið frá maka/bólfélaga. Ýmsar hugsanir geta komið upp eins og hvað ef líkaminn bregst ekki við? Hvað ef ég verð svo bara þreytt eða missi niður löngunina til að stunda kynlíf? Það er eðlilegt að líkaminn sé ekki til í kynlíf þó hugurinn sé það.Vísir/Getty En hvað er til ráða? Það er algengt og eðlilegt að líkaminn sé ekki til í kynlíf þó hugurinn sé það. Gott ráð er að liggja hlið við hlið og sjá hvort líkaminn vakni upp. Með því að draga úr pressu, setja fókus á vellíðan og slökun leyfum við líkamanum hægt og rólega að kveikja á sér. Þannig að frekar en að lofa kynlífi í kvöld, væri betra að nálgast það þannig að þú ætlir að sjá hvort þú komist þangað. Nokkur ráð til að brúa bilið frá fantasíunni yfir í kynlíf er að ræða væntingar við maka/bólfélaga. Mögulega er allskonar sem þú hefur áhuga á prófa eða upplifa sem þið hafið aldrei rætt. Það getur aukið nánd og ýtt undir erótíska tengingu þegar fantasíum er deilt með maka eða bólfélaga. Ávallt er gott að nálgast samtalið á nærgætinn hátt og gott er að muna að fantasíur þurfa ekki að verða að veruleika. Það eitt og sér að segja frá þeim getur verið ansi heitt! Að lokum er gott að muna að það er í góðu lagi að hafa fundið fyrir löngun, daðrað eða átt frumkvæði að kynlífi en vilja síðan ekki eða geta ekki stundað kynlíf. Það má alltaf skipta um skoðun!
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlíf Kynlífið með Aldísi Tengdar fréttir „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Spurning barst frá lesenda: „Hvernig er best að tækla það að vera með ólíkar þarfir í kynlífi. Er búin að vera með manni í fimm mánuði og ég er miklu oftar gröð en hann. Ég upplifi höfnun og hann upplifir að hann sé ekki að standa sig. Sambandið er svo nýtt og mér þætti eðlilegast að stunda fullt af kynlífi. En hann hefur ekki þörf eða löngun eins og ég. Höfum rætt opið um þetta en ekkert breytist,“ - 47 ára kona. 5. nóvember 2024 20:02 Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Mér finnst gott að nota dildó á sjálfan mig. Mér finnst það mjög tabú meðal gagnkynhneigðra karla, en er það algengt eða er það bara fyrir samkynhneigða karla?” - 30 ára karl 29. október 2024 20:01 Að prófa sig áfram í opnu sambandi Ég og maki minn erum að prófa okkur áfram með opið samband. Við höfum verið að fylgja hinum ýmsu ráðum til að reyna að gera allt rétt. Viljum alls ekki klúðra sambandinu okkar eða fara rangt að þessu. Ertu með ráð?- 37 ára karl 22. október 2024 20:01 Mest lesið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Sjá meira
„Ég er miklu oftar gröð en hann“ Spurning barst frá lesenda: „Hvernig er best að tækla það að vera með ólíkar þarfir í kynlífi. Er búin að vera með manni í fimm mánuði og ég er miklu oftar gröð en hann. Ég upplifi höfnun og hann upplifir að hann sé ekki að standa sig. Sambandið er svo nýtt og mér þætti eðlilegast að stunda fullt af kynlífi. En hann hefur ekki þörf eða löngun eins og ég. Höfum rætt opið um þetta en ekkert breytist,“ - 47 ára kona. 5. nóvember 2024 20:02
Er endaþarmsörvun bara fyrir homma? Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Mér finnst gott að nota dildó á sjálfan mig. Mér finnst það mjög tabú meðal gagnkynhneigðra karla, en er það algengt eða er það bara fyrir samkynhneigða karla?” - 30 ára karl 29. október 2024 20:01
Að prófa sig áfram í opnu sambandi Ég og maki minn erum að prófa okkur áfram með opið samband. Við höfum verið að fylgja hinum ýmsu ráðum til að reyna að gera allt rétt. Viljum alls ekki klúðra sambandinu okkar eða fara rangt að þessu. Ertu með ráð?- 37 ára karl 22. október 2024 20:01