Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 16. nóvember 2024 09:01 Linda Ben tók forskot á sæluna og bakaði ljúffengar sörur með karamellu pralíni. Jólabaksturinn er rétt handan við hornið og því er kjörið að taka smáforskot á sæluna. Matarbloggarinn Linda Benediktsdóttir deildi uppskrift á vefsíðunni sinni að sörum í nýrri og ljúffengri karamellu útgáfu. „Það er um að gera að baka mikið af þessum smákökum, jafnvel nokkrar mismunandi útgáfur og geyma í frysti. Það er ekkert betra en að næla sér svo í sörur í frystinn þegar manni langar í eitthvað gott,“ skrifar Linda við færsluna á Instsagram. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Kararmellu pralín sörur Hráefni: Krem 3 eggjarauður 100 g vatn 100 g sykur 300 g Síríus pralín súkkulaði með saltkaramellufyllingu 100 g mjúkt smjör Botnar 3 eggjahvítur 1/3 tsk. salt 1/3 tsk. cream of tartar 50 g sykur 200 g flórsykur 200 g möndlumjöl Hjúpur 400 g Síríus suðusúkkulaði Aðferð: Byrjið á því að útbúa kremið. Þeytið eggjarauður í hrærivél þar til blandan er orðin létt og ljós. Hitið vatn og sykur í potti í um 3 mínútur eða þar til sykurinn hefur náð að leysast upp í vatninu. Hellið sykurvatninu saman við eggjarauðurnar í mjórri bunu og hrærið rólega á meðan. Þeytið þar til blandan er loftmikil og nánast hvít að lit. Bræðið Síríus pralín súkkulaðið. Hellið því næst súkkulaðibráðinni saman við eggjablönduna í mjórri bunu og hrærið rólega á meðan. Stoppið reglulega og skafið hliðar skálarinnar með sleikju svo allt blandist vel saman. Skerið mjúka smjörið í litla bita og þeytið það saman við. Geymið kremið inni í ísskáp í um klukkutíma eða á meðan verið er að útbúa botnana. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C með yfir- og undirhita. Setjið eggjahvítur í skál ásamt salti og cream of tartar, þeytið þar til blandan freyðir og bætið þá sykrinum út í. Þeytið þar til stífir toppar myndast. Blandið saman flórsykri og möndlumjöli. Bætið út í eggjahvítublönduna og veltið varlega saman við með sleikju þar til samlagað. Hellið deiginu ofan í sprautupoka með hringlaga stút. Sprautið á smjörpappírsklæddar ofnplötur þannig að hver kaka sé u.þ.b. 4 cm í þvermál, passið að hafa u.þ.b. 2-3 cm bil á milli þeirra svo að þær klessist ekki saman í ofninum. Bakið í u.þ.b. 12 mín. Leyfið kökunum að kólna. Smyrjið kremi á hverja köku svo það sé kúpt í miðjunni en þynnist út að köntunum. Kælið kökurnar í stutta stund. Bræðið loks súkkulaði yfir vatnsbaði og hjúpið hverja köku með því að dýfa kreminu ofan í súkkulaðið. Leggið kökurnar á grind á meðan súkkulaðið storknar. Fleiri uppskriftir má nálgast á vefsíðu Lindu. Uppskriftir Kökur og tertur Jól Aðventan með Lindu Ben Mest lesið Ódýrt og einfalt jólaföndur sem allir geta gert Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Jólalag dagsins: Magni og Heimir flytja Þegar jólin koma Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
„Það er um að gera að baka mikið af þessum smákökum, jafnvel nokkrar mismunandi útgáfur og geyma í frysti. Það er ekkert betra en að næla sér svo í sörur í frystinn þegar manni langar í eitthvað gott,“ skrifar Linda við færsluna á Instsagram. View this post on Instagram A post shared by Linda Ben (@lindaben) Kararmellu pralín sörur Hráefni: Krem 3 eggjarauður 100 g vatn 100 g sykur 300 g Síríus pralín súkkulaði með saltkaramellufyllingu 100 g mjúkt smjör Botnar 3 eggjahvítur 1/3 tsk. salt 1/3 tsk. cream of tartar 50 g sykur 200 g flórsykur 200 g möndlumjöl Hjúpur 400 g Síríus suðusúkkulaði Aðferð: Byrjið á því að útbúa kremið. Þeytið eggjarauður í hrærivél þar til blandan er orðin létt og ljós. Hitið vatn og sykur í potti í um 3 mínútur eða þar til sykurinn hefur náð að leysast upp í vatninu. Hellið sykurvatninu saman við eggjarauðurnar í mjórri bunu og hrærið rólega á meðan. Þeytið þar til blandan er loftmikil og nánast hvít að lit. Bræðið Síríus pralín súkkulaðið. Hellið því næst súkkulaðibráðinni saman við eggjablönduna í mjórri bunu og hrærið rólega á meðan. Stoppið reglulega og skafið hliðar skálarinnar með sleikju svo allt blandist vel saman. Skerið mjúka smjörið í litla bita og þeytið það saman við. Geymið kremið inni í ísskáp í um klukkutíma eða á meðan verið er að útbúa botnana. Kveikið á ofninum og stillið á 175°C með yfir- og undirhita. Setjið eggjahvítur í skál ásamt salti og cream of tartar, þeytið þar til blandan freyðir og bætið þá sykrinum út í. Þeytið þar til stífir toppar myndast. Blandið saman flórsykri og möndlumjöli. Bætið út í eggjahvítublönduna og veltið varlega saman við með sleikju þar til samlagað. Hellið deiginu ofan í sprautupoka með hringlaga stút. Sprautið á smjörpappírsklæddar ofnplötur þannig að hver kaka sé u.þ.b. 4 cm í þvermál, passið að hafa u.þ.b. 2-3 cm bil á milli þeirra svo að þær klessist ekki saman í ofninum. Bakið í u.þ.b. 12 mín. Leyfið kökunum að kólna. Smyrjið kremi á hverja köku svo það sé kúpt í miðjunni en þynnist út að köntunum. Kælið kökurnar í stutta stund. Bræðið loks súkkulaði yfir vatnsbaði og hjúpið hverja köku með því að dýfa kreminu ofan í súkkulaðið. Leggið kökurnar á grind á meðan súkkulaðið storknar. Fleiri uppskriftir má nálgast á vefsíðu Lindu.
Uppskriftir Kökur og tertur Jól Aðventan með Lindu Ben Mest lesið Ódýrt og einfalt jólaföndur sem allir geta gert Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Jólalag dagsins: Magni og Heimir flytja Þegar jólin koma Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Jól Grín og glens: Jólabrandarar og gátur Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira