Sport

Kefla­vík semur við leik­mann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hér má sjá Ty-Shon spila vörn gegn Shaquille Harrison hjá Utah Jazz í desember árið 2020.
Hér má sjá Ty-Shon spila vörn gegn Shaquille Harrison hjá Utah Jazz í desember árið 2020. Vísir/getty

Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur samið við Bandaríkjamanninn Ty-Shon Alexander. Þetta kemur fram á Facebook-síðu félagsins.

Alexander er 191 sentímetra skotbakvörður og er 26 ára.

Hann spilaði fyrir Creighton Bluejays í háskólaboltanum áður en hann samdi við Phoenix Suns í NBA deildinni tímabilið 2020/2021. Hann var í liði Phoenix Suns sem fór alla leið í úrslit NBA – deildarinnar það tímabilið.

Alexander skoraði til að mynda 2 stig í leik þrjú í úrslitaeinvíginu gegn Milwaukee Bucks 11. júlí 2021. Leikurinn tapaðist 120-100.

Ty-shon Alexander hefur einnig orðið bikarmeistari á Ítalíu með liði sínu Virtus Bologna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×