Lífið

Edda Falak gaf bróður sínum nafna

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Edda og Kristján gáfu syni sínum nafn.
Edda og Kristján gáfu syni sínum nafn.

Edda Falak, baráttukona og áhrifavaldur, og Kristján Helgi Hafliðason, glímukappi og þjálfari í Mjölni, hafa gefið syni sínum nafn. Drengurinn heitir Ómar, í höfuðið á bróður Eddu. 

Parið greindi frá gleðifréttunum í færslu á Instagram. Drengurinn er fyrsta barn þeirra saman og kom hann í heiminn þann 3. september síðastliðinn.

„Dag­legt líf með Ómari litla Kristjáns­syni Yamak,” skrifaði parið við færsluna.

Edda og Kristján kynntust þegar Edda flutti til Íslands frá Kaupmannahöfn í júlí 2020 og urðu þau þá strax ástangin. Edda var á þeim tímapunkti nýkomin úr öðru sambandi og sagði hún því tímann ekki hafa verið réttan. Parið opinberaði samband sitt vorið 2021.


Tengdar fréttir

Edda Falak á von á dreng

Edda Falak baráttukona og Kristján Helgi Hafliðason, glímukappi og þjálfari í Mjölni, eiga von á dreng. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman. 

Edda Falak fagnar tveimur mánuðum sem móðir

Edda Falak, baráttukona og áhrifavaldur, og Kristján Helgi Hafliðason, glímukappi og þjálfari í Mjölni, eignuðust fallegan dreng fyrir tveimur mánuðum. Um fyrsta barn parsins er að ræða. Þessu greinir Edda frá í færslu á Instagram-reikning sínum.

Edda Falak í nýjum búningi hjá Heimildinni

Edda Falak hefur hafið störf á ritstjórn Heimildarinnar, nýs sameinaðs fjölmiðils Kjarnans og Stundarinnar. Hún mun stýra þáttum um samfélagsmál auk þess að koma að öðrum verkefnum 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×