Sport

Björg­vin Karl með lof­orð eftir von­brigði helgarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Björgvin Karl Guðmundsson æfði vel fyrir mótið en náði sér ekki alveg á strik í keppninni sjálfri.
Björgvin Karl Guðmundsson æfði vel fyrir mótið en náði sér ekki alveg á strik í keppninni sjálfri. @bk_gudmundsson

Íslenski CrossFit kappinn Björgvin Karl Guðmundsson var ekki sáttur með frammistöðu sína á Rouge Invitational stórmótinu í Skotlandi um síðustu helgi.

Björgvin endaði í sextánda sæti af tuttugu keppendum. Hann fékk 335 stig. Náði best níunda sæti í einni grein en varð í ellefta sæti eða neðar í hinum átta greinunum.

Björgvin gerði mótið upp í pistli á samfélagsmiðlum sínum.

„Vonsvikinn með útkomu helgarinnar. Markmiðin mín verða aldrei þau að mæta bara til að vera vera með og komast í gegnum æfingarnar,“ skrifaði Björgvin Karl. Hann ætlaði sér miklu meira og taldi sig vera á betri stað.

„Það svíður ekkert meira en sú tilfinning að öll vinnan sem liggur að baki sé ekki að skila sér á keppnisgólfinu,“ skrifaði Björgvin Karl. Hann gaf um leið loforð um framhaldið.

„Ég lofa ykkur að þið sjáið mig aftur og að þá stend ég mig betur,“ skrifaði Björgvin.

Það má sjá það sem Björgvin skrifaði hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×