„Stóra breytingin inni í rýminu var auðvitað að mála bæði loft og veggi. Það er alltaf auðveldasta leiðin til þess að ná inn gríðarlegri breytingu. En þar að auki freslaði ég húsgögnin frá veggjunum, og það breytti öllu,“ segir Soffía í nýjustu færslu þáttanna.
Þættirnir verða 6 rétt eins og í hinum seríunum og koma inn vikulega á Vísi og á Stöð2+.
Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Í stofunni fyrir breytingar var stór U-sófi og skenkur upp við vegginn, við það myndaðist hálfgerður gangur í rýminu, og þrengdi að húsgögnunum. Soffía ákvað að skipti sófanum út fyrir tvo minni og færði skenkinn inn í borðstofuna.
„Eftir að hafa sett inn stóra mottu og setja tvö staka sófa andspænis hvor öðrum þá varð rýmið allt annað,“ segir Soffía.


Soffía Dögg leyfði öllum mununum hennar Brynhildar að njóta sín í hillum í stofunni og gerði það stofuna hlýlegri. Litapallettan er hlýleg og nýtískuleg.
„Þetta var alveg gríðarlega skemmtilegt verkefni og rými. Óvenju mikið af fallegum skrautmunum og nánast ekkert slíkt sem ég tók með mér inn í verkið, það er sjalgæft. Svo var eitthvað við þetta að hreinlega taka húsgögnin frá veggjunum, svo einfalt en samt svo áhrifamikið.“
