Lífið

Tengda­dóttir for­sætis­ráð­herra í innsta koppi Loftssystkina

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Sunneva Einars er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins en Kristján Loftsson er forstjóri Hvals.
Sunneva Einars er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins en Kristján Loftsson er forstjóri Hvals. Vísir

Samfélagsmiðlastjarnan Sunneva Einarsdóttir sem jafnframt er tengdadóttir Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra er nátengd Loftssystkinum sem fara með stærstan eignarhlut í Hval hf.

Kastljósið beinist nú í enn eitt skiptið að félaginu vegna hlerunarmálsins svokallaða og veru Jóns Gunnarssonar í matvælaráðuneytinu. Gunnar Bergmann Jónsson sonur Jóns er tekinn upp þar sem hann fullyrðir að faðir hans hafi gert þá kröfu gagnvart Bjarna að vera settur í ráðuneytið. Þá fer Gunnar mikinn í fullyrðingum um vináttu Kristjáns Loftssonar stærsta eiganda Hvals við pabba sinn Jón.

Sunneva Einarsdóttir hefur undanfarin ár verið einn áhrifamesti áhrifavaldur landsins. Þannig tók hún risastökk á tekjulista áhrifavalda í ár en Sunneva heldur úti hlaðvarpinu Teboðinu ásamt vinkonu sinni Birtu Líf. Hún er jafnframt unnusta Benedikts Bjarnasonar sonar Bjarna Benediktssonar. Parið hefur verið saman í fimm ár.

Sunneva er dóttir þeirra Einars Lárussonar og Guðrúnar Helgu Harðardóttur sem skilin eru að borði og sæng. Stjúpmóðir Sunnevu heitir Sólveig Birna Gísladóttir, er dóttir Birnu Loftsdóttur sem fer með 21,2 prósent hlut í Hvali hf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.