Bardagi Tyson og Paul fer fram annað kvöld en hann fer fram AT&T Stadium, heimavelli Dallas Cowboys, í Arlington, Texas. Bardaginn er sýndur á Netflix.
Þar mætast fyrrum heimsmeistarinn og einn öflugasti hnefaleikakappi sögunnar í Tyson og Youtube-stjarnan Jake Paul. Tyson er 58 ára eða þrjátíu árum eldri en Paul. Þetta er mesti aldursmunur á milli bardagakappa í sögu atvinnuhnefaleika.
Það urðu læti þegar félagarnir mættu á vigtunina sína í gærkvöldi.
Mike Tyson snöggreiddist þegar Jake Paul skreið í átt að honum þegar þeir áttu að stilla sér hvor á móti öðrum.
Tyson sló þá Jake Paul en hann gaf honum þarna góðan kinnhest.
Jake Paul sagðist ekki hafa fundið fyrir þessu en bætti því við að þetta væri nú orðið persónulegt. „[Tyson] verður að deyja,“ sagði Jake Paul.
Hér fyrir neðan má sjá þegar Tyson sló Jake Paul á vigtuninni.