Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 20. nóvember 2024 15:01 Forseti Íslands ásamt framkvæmdastjóra Barnaheilla, verðlaunahöfum og formanni Barnaheilla. Flotinn, flakkandi félagsmiðstöð, og Andrea Þórunn Björnsdóttir, eða amma Andreu, hlutu viðurkenningu Barnaheilla - Save the Children á Íslandi árið 2024 við hátíðlega athöfn fyrr í dag. Um er að ræða árlega viðurkenningu sem veitt er fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember. Var þetta í fyrsta sinn sem tvær viðurkenningar eru afhentar. Auk viðurkenningarinnar ákváðu Barnaheill að veita viðurkenningarhöfum í fyrsta sinn peningastyrk að upphæð 500 þúsund krónur sem nýta á í þau frábæru verkefni sem þau halda úti. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti Karenu Rún Helgadóttur og Hjörleifi Steini Þórissyni frá Flotanum og Ömmu Andreu viðurkenninguna og hélt stutt ávarp. Góðverk ömmu Andreu til fyrirmyndar Að sögn Barnaheilla er Andrea Þórunn Björnsdóttir, sem gengur undir nafninu amma Andrea, mörgum kunn á Akranesi og víðar fyrir góðmennsku sína og náungakærleik. Í fjölda ára hefur hún staðið fyrir söfnunum til að styðja við fjölskyldur sem eiga um sárt að binda vegna veikinda eða annarra áfalla. Framtak Andreu er einstakt og ósérhlífið en myndi ekki ganga upp nema vegna aðkomu þeirra sem gefa söluvarning og þeirra sem kaupa hann eða styrkja starfið að öðru leyti. Því má segja að þetta góðverk ömmu Andreu sé fyrirmyndar samfélagsverkefni þar sem stórkostlegt einstaklingsframtak hennar sé öðrum hvatning til að láta gott af sér leiða. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ásamt ömmu Andreu. Draga úr áhættuþáttum í umhverfi unglinga Starf Flotans er í eðli sínu forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu líkt og gert er í félagsmiðstöðvastarfi. Í umsögninni sem fylgdi einni tilnefningunni segir Flotinn, flakkandi félagsmiðstöð er gríðarlega mikilvægt verkefni sem snýr að því að stuðla að öryggi og velferð unglinga, vinna að forvörnum og draga úr áhættuþáttum í umhverfi unglinga. Í starfi Flotans ferðast starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar um borgina (oft utan opnunartíma félagsmiðstöðva) með það að markmiði að kortleggja stöðu á áhættuhegðun meðal unglinga og mynda tengsl við unglinga í viðkvæmri stöðu, vera til staðar fyrir þau, byggja upp traust og stuðla þannig að öryggi þeirra. Forseti Íslands ásamt framkvæmdastjóra Barnaheilla, verðlaunahöfum og formanni Barnaheilla. Réttindi barna Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Um er að ræða árlega viðurkenningu sem veitt er fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember. Var þetta í fyrsta sinn sem tvær viðurkenningar eru afhentar. Auk viðurkenningarinnar ákváðu Barnaheill að veita viðurkenningarhöfum í fyrsta sinn peningastyrk að upphæð 500 þúsund krónur sem nýta á í þau frábæru verkefni sem þau halda úti. Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti Karenu Rún Helgadóttur og Hjörleifi Steini Þórissyni frá Flotanum og Ömmu Andreu viðurkenninguna og hélt stutt ávarp. Góðverk ömmu Andreu til fyrirmyndar Að sögn Barnaheilla er Andrea Þórunn Björnsdóttir, sem gengur undir nafninu amma Andrea, mörgum kunn á Akranesi og víðar fyrir góðmennsku sína og náungakærleik. Í fjölda ára hefur hún staðið fyrir söfnunum til að styðja við fjölskyldur sem eiga um sárt að binda vegna veikinda eða annarra áfalla. Framtak Andreu er einstakt og ósérhlífið en myndi ekki ganga upp nema vegna aðkomu þeirra sem gefa söluvarning og þeirra sem kaupa hann eða styrkja starfið að öðru leyti. Því má segja að þetta góðverk ömmu Andreu sé fyrirmyndar samfélagsverkefni þar sem stórkostlegt einstaklingsframtak hennar sé öðrum hvatning til að láta gott af sér leiða. Halla Tómasdóttir, forseti Íslands ásamt ömmu Andreu. Draga úr áhættuþáttum í umhverfi unglinga Starf Flotans er í eðli sínu forvarnarstarf þar sem unnið er með viðhorf og atferli unglinga í átt til heilbrigðs lífsstíls og virkni í samfélaginu líkt og gert er í félagsmiðstöðvastarfi. Í umsögninni sem fylgdi einni tilnefningunni segir Flotinn, flakkandi félagsmiðstöð er gríðarlega mikilvægt verkefni sem snýr að því að stuðla að öryggi og velferð unglinga, vinna að forvörnum og draga úr áhættuþáttum í umhverfi unglinga. Í starfi Flotans ferðast starfsfólk félagsmiðstöðvarinnar um borgina (oft utan opnunartíma félagsmiðstöðva) með það að markmiði að kortleggja stöðu á áhættuhegðun meðal unglinga og mynda tengsl við unglinga í viðkvæmri stöðu, vera til staðar fyrir þau, byggja upp traust og stuðla þannig að öryggi þeirra. Forseti Íslands ásamt framkvæmdastjóra Barnaheilla, verðlaunahöfum og formanni Barnaheilla.
Réttindi barna Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira