Dularfull tíst Dylans vekja furðu Jón Þór Stefánsson skrifar 20. nóvember 2024 20:01 Bib Dylan á tónleikum í Hyde Park árið 2019. Getty Bandaríski tónlistarmaðurinn og nóbelsverðlaunahafinn Bob Dylan er skyndilega orðinn virkur á samfélagsmiðlinum X, nú þegar hann er 83 ára gamall. X-aðgangur Dylans hefur verið til staðar síðan í mars 2009, en hafði þangað til í lok september verið lagður undir auglýsingar og annað kynningarefni. Nú virðist þjóðlagasöngvarinn ástsæli hafa tekið stjórnina, en bandaríski miðillinn Vulture segist hafa fengið það staðfest að Dylan sjálfur slái á lyklaborðið. Tístin sem um ræðir eru þegar þetta er skrifað sjö talsins, en þar ræðir hann um ýmislegt, líkt og matsölustaði, bíómyndir, tónlist, og bókmenntir á hversagslegum nótum. Sumir telja að meira liggi að baki. Um sé að ræða óræð og dularfull skilaboð, en aðdáendur hans hafa gert tilraunir til að lesa í tístin og finna úr þeim duldar meiningar. Hver er Mary Jo? Fyrsta tístið sem hér um ræðir birtist 25. september síðastliðinn. „Til hamingju með daginn Mary Jo! Sjáumst í Frankfort.“ Í umfjöllun Vulture segir að eftir eftirgrennslan sé miðillinn engu nær um hver Mary Jo sé eiginlega. Annar miðill, GQ, bendir á að nokkrir tiltölulega þekktir einstaklingar gangi undir þessu nafni, þar á meðal kokkur, hnefaleikakappi, og skáldsagnahöfundur, en að enginn þeirra tengist Dylan svo vitað sé til. Þá er bent á að Frankfort sé höfuðborg Kentucky en þar búi einungis 30 þúsund manns, álíka margir og í Hafnarfirði. Hins vegar spilaði Dylan í Frankfurt í Þýskalandi nokkrum vikum eftir að hann sagðist ætla að sjá Mary Jo í Frankfort. Að því sögðu bendir Wall Street Journal á að Frankfort í Kentucky sé í um þrjátíu mínútna akstursfjarlægð frá Pleasureville, þar sem Viskíbrugghús Dylans, Heaven’s Door, er staðsett. Minntist nafna síns Næsta tíst birtist fimm dögum síðar. „Ég frétti það um daginn að Bob Newhart væri fallinn frá. Hvíldu í friði Bob. Þú varst boðberi mikillar gleði.“ Bob Newhart var bandarískur grínisti sem lést 94 ára gamall í júlí á þessu ári, tveimur og hálfum mánuði áður en Dylan birti þessu stuttu minningarorð. Matarmeðmæli Þann 1. október, degi á eftir að hann tísti síðast, birti Dylan næstu færslu. „Síðast þegar ég var í New Orleans borðuðum við á Dooky Chase’s Restaurant á horni Norður Miro og Orleans. Ef þið eruð einhvern tímann á svæðinu mæli ég heilshugar með.” Wall Street Journal ræddi við Harry Hew, sérfræðing í málefnum Dylans. Sá sagðist vera að reyna að lesa í færslurnar og sagði ljóst að Dylan væri á bak við tístin, það sæist á kommusetningunni. Þá velti hann þeirri tilgátu upp að í nöfnum Newhart og New Orleans væri vísbending, bæði innihalda „New“ eða „Nýtt“. Það gæfi til kynna að Dylan væri að fara að gefa út nýja plötu. Hew viðurkenndi fúslega að hann væri að ganga ansi langt í greiningu sinni. Hann teldi þó líklegt að það myndi gleðja Dylan, að aðdáendur hans væru að grandskoða þessi sakleysislegu tíst. Íshokkí í Prag Um viku síðar kom næsta tíst. Þar lýsti hann kynnum sínum af leikmanni íshokkíliðsins Buffolo Sabres. „Ég rakst á einn leikmann Buffalo Sabres í lyftu í hóteli í Prag. Þeir voru í bænum til þess að spila við New Jersey Devils. Hann bauð mér á leikinn, en ég var að spila þetta kvöld.“ Í GQ er fullyrt að tístið sé eins „Dylanískt“ og mögulegt er. Þessi færsla gæti allt eins verið textabrot úr lagi eftir Dylan. Þessi tvö íshokkílið mættust vissulega í Prag, höfuðborg Tékklands, í október, og um sama leyti var Dylan að spila í borginni. Í kjölfar tísts Dylans birtist myndband á vefsíðu Buffalo Sabres þar sem leikmenn liðsins voru spurðir hvort þeir könnuðust við að hafa hitt Bob Dylan í lyftu. Fann ekki útgefandann Þann 23. október birtist lengsta tíst Dylans hingað til, en þar sagði hann frá fýluferð sinni í Frankfurt, sem var skrifað með furt-endingunni í þetta skipti. „Á hótelinu í Frankfurt var bókaútgáfuráðstefna og hvert herbergi uppbókað, partý á hverju kvöldi. Ég vissi ekki að það væru svona margar bókaúgáfur til í öllum heiminum. Ég var að reyna að finna Crystal Lake Publishing svo ég gæti þeakkað þeim fyrir að gefa út The Great God Pan, eina af uppáhalds bókunum mínum. Mig grunaði að þau hefðu áhuga á sumum sagnanna minna. Því miður var alltof troðið þarna þannig ég fann þau aldrei.“ Bob Dylan í tónleikaferðalagi í Evrópu 1965.Getty The Great God Pan er stutt hrollvekjuskáldsaga eftir velska rithöfundinn Arthur Machen sem kom fyrst út 1894. Suður Afríski útgefandinn, Crystal Lake Publishing, hefur verið að gefa bókina út. Joe Mynhardt, forstjóri útgáfunnar, segir að í kjölfar tísts Dylans hafi fjörutíu eintök af hrollvekjunni verið seld á hverjum einasta degi. Þá hafi útgáfan gert tilraun til að ná í Dylan. Segir fólki að kíkja á eldgamla ræmu Þar á eftir, þann 30. október, gaf Dylan kvikmyndameðmæli. „Nick Newman setti athugasemd við tíst sem ég birti fyrir nokkrum vikum þar sem hann spurði mig út í hvaða bíómyndum ég myndi mæla með. Ég sagði honum að kíkja á The Unknown með Lon Chaney og vinna sig áfram þaðan.“ Dylan virðist hugfanginn af gömlum hrollvekjum þessa dagana, en The Unkown er hryllings- þöglumynd frá 1927 eftir Tod Browning, sem í dag er þekktastur fyrir Dracula frá 1931 og hina umdeildu Freaks sem kom út ári seinna. Ásamt Lon Chaney, sem Dylan minnist á, lék Joan Crawford með honum í The Unkown. Ekki liggur fyrir hver þessi Nick Newman er. Aðdáun Dylans á Lon Chaney er þó ljós. Í útvarpsþætti sínum Theme Time Radio Hour, sem var í loftinu frá 2006 til 2009, fjallaði Dylan að minnsta kosti einu sinni um Hollywood-leikarann. Dylan líkti Chaney við kamelljón, sagði hann geta brugðið sér í allra kvikinda líki. Það virðist einhver kímni fólgin í því að mæla með kvikmynd frá 1927 og leggja til að áhorfandinn vinni sig þaðan. Þess má síðan geta að í komandi desember verður frumsýnd lífshlaupsmynd um Bob Dylan. Sú ber ekki ólíkan titill, A Complete Unknown, sem er vísun í eitt eitt vinsælasta lag Dylans, Like a Rolling Stone. Þar mun bandarísk-franski stórleikarinn Timothée Chalamet fara með hlutverk ungs Dylans. Nóg af sorg og tími kominn á gleði Þegar þetta er skrifað eru umrædd tíst orðin sjö talsins, en það síðasta birtist í gærkvöldi. Þar ræddi Dylan um lag Nick Cave. „Ég sá Nick Cave í París á dögunum í Accor Arena og ég var virkilega hugfanginn af laginu Joy þar sem hann syngur: „Við höfum glímt við svo mikla sorg, nú er kominn tími á gleði.“ Ég hugsaði með sjálfum mér, já það er eitthvað til í þessu.” Sonurinn skilur ekkert Hvað Dylan á við með þessu tísti og hinum færslunum á X er erfitt að segja. Meira að segja Jakob Dylan, sonur Dylans, veit ekki hvað er á seyði. „Eins og allir aðrir get ég ekki sagt þér hvað er málið með þau. Ég hef séð þau, en ég get ekki sagt þér um hvað þetta snýst. Ég er bara ekki viss,“ sagði hann í viðtali við Boston Globe. Tónlist Samfélagsmiðlar Nóbelsverðlaun Bandaríkin Tengdar fréttir Bob Dylan áttræður og því fagna allir góðir menn Í klassískri tónlist er stundum talað um Bé-in þrjú: Bach, Beethoven og Brahms. En Bé-in þrjú eru líka til í rokkinu og dægurlagatónlistinni: Beatles, Bowie og Bob (Dylan) … og auðvitað Elvis. 24. maí 2021 10:03 Bob Dylan sækir loksins Nóbelinn Tónlistarmaðurinn Bob Dylan mun sækja bókmenntaverðlaun Nóbels nú um helgina. 29. mars 2017 12:10 Chalamet syngur sem Bob Dylan í nýrri stiklu Bandarísk-franski stórleikarinn Timothée Chalamet sést í hlutverki ungs Bob Dylan í stiklu fyrir lífshlaupsmyndina A Complete Unknown, sem er sögð munu fjalla um stór kaflaskil á ferli Dylans þegar hann færði sig úr hefðbundinni þjóðlagatónlist, stakk rafmagnsgítarnum í samband og byrjaði að spila rokk. 24. júlí 2024 20:42 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
X-aðgangur Dylans hefur verið til staðar síðan í mars 2009, en hafði þangað til í lok september verið lagður undir auglýsingar og annað kynningarefni. Nú virðist þjóðlagasöngvarinn ástsæli hafa tekið stjórnina, en bandaríski miðillinn Vulture segist hafa fengið það staðfest að Dylan sjálfur slái á lyklaborðið. Tístin sem um ræðir eru þegar þetta er skrifað sjö talsins, en þar ræðir hann um ýmislegt, líkt og matsölustaði, bíómyndir, tónlist, og bókmenntir á hversagslegum nótum. Sumir telja að meira liggi að baki. Um sé að ræða óræð og dularfull skilaboð, en aðdáendur hans hafa gert tilraunir til að lesa í tístin og finna úr þeim duldar meiningar. Hver er Mary Jo? Fyrsta tístið sem hér um ræðir birtist 25. september síðastliðinn. „Til hamingju með daginn Mary Jo! Sjáumst í Frankfort.“ Í umfjöllun Vulture segir að eftir eftirgrennslan sé miðillinn engu nær um hver Mary Jo sé eiginlega. Annar miðill, GQ, bendir á að nokkrir tiltölulega þekktir einstaklingar gangi undir þessu nafni, þar á meðal kokkur, hnefaleikakappi, og skáldsagnahöfundur, en að enginn þeirra tengist Dylan svo vitað sé til. Þá er bent á að Frankfort sé höfuðborg Kentucky en þar búi einungis 30 þúsund manns, álíka margir og í Hafnarfirði. Hins vegar spilaði Dylan í Frankfurt í Þýskalandi nokkrum vikum eftir að hann sagðist ætla að sjá Mary Jo í Frankfort. Að því sögðu bendir Wall Street Journal á að Frankfort í Kentucky sé í um þrjátíu mínútna akstursfjarlægð frá Pleasureville, þar sem Viskíbrugghús Dylans, Heaven’s Door, er staðsett. Minntist nafna síns Næsta tíst birtist fimm dögum síðar. „Ég frétti það um daginn að Bob Newhart væri fallinn frá. Hvíldu í friði Bob. Þú varst boðberi mikillar gleði.“ Bob Newhart var bandarískur grínisti sem lést 94 ára gamall í júlí á þessu ári, tveimur og hálfum mánuði áður en Dylan birti þessu stuttu minningarorð. Matarmeðmæli Þann 1. október, degi á eftir að hann tísti síðast, birti Dylan næstu færslu. „Síðast þegar ég var í New Orleans borðuðum við á Dooky Chase’s Restaurant á horni Norður Miro og Orleans. Ef þið eruð einhvern tímann á svæðinu mæli ég heilshugar með.” Wall Street Journal ræddi við Harry Hew, sérfræðing í málefnum Dylans. Sá sagðist vera að reyna að lesa í færslurnar og sagði ljóst að Dylan væri á bak við tístin, það sæist á kommusetningunni. Þá velti hann þeirri tilgátu upp að í nöfnum Newhart og New Orleans væri vísbending, bæði innihalda „New“ eða „Nýtt“. Það gæfi til kynna að Dylan væri að fara að gefa út nýja plötu. Hew viðurkenndi fúslega að hann væri að ganga ansi langt í greiningu sinni. Hann teldi þó líklegt að það myndi gleðja Dylan, að aðdáendur hans væru að grandskoða þessi sakleysislegu tíst. Íshokkí í Prag Um viku síðar kom næsta tíst. Þar lýsti hann kynnum sínum af leikmanni íshokkíliðsins Buffolo Sabres. „Ég rakst á einn leikmann Buffalo Sabres í lyftu í hóteli í Prag. Þeir voru í bænum til þess að spila við New Jersey Devils. Hann bauð mér á leikinn, en ég var að spila þetta kvöld.“ Í GQ er fullyrt að tístið sé eins „Dylanískt“ og mögulegt er. Þessi færsla gæti allt eins verið textabrot úr lagi eftir Dylan. Þessi tvö íshokkílið mættust vissulega í Prag, höfuðborg Tékklands, í október, og um sama leyti var Dylan að spila í borginni. Í kjölfar tísts Dylans birtist myndband á vefsíðu Buffalo Sabres þar sem leikmenn liðsins voru spurðir hvort þeir könnuðust við að hafa hitt Bob Dylan í lyftu. Fann ekki útgefandann Þann 23. október birtist lengsta tíst Dylans hingað til, en þar sagði hann frá fýluferð sinni í Frankfurt, sem var skrifað með furt-endingunni í þetta skipti. „Á hótelinu í Frankfurt var bókaútgáfuráðstefna og hvert herbergi uppbókað, partý á hverju kvöldi. Ég vissi ekki að það væru svona margar bókaúgáfur til í öllum heiminum. Ég var að reyna að finna Crystal Lake Publishing svo ég gæti þeakkað þeim fyrir að gefa út The Great God Pan, eina af uppáhalds bókunum mínum. Mig grunaði að þau hefðu áhuga á sumum sagnanna minna. Því miður var alltof troðið þarna þannig ég fann þau aldrei.“ Bob Dylan í tónleikaferðalagi í Evrópu 1965.Getty The Great God Pan er stutt hrollvekjuskáldsaga eftir velska rithöfundinn Arthur Machen sem kom fyrst út 1894. Suður Afríski útgefandinn, Crystal Lake Publishing, hefur verið að gefa bókina út. Joe Mynhardt, forstjóri útgáfunnar, segir að í kjölfar tísts Dylans hafi fjörutíu eintök af hrollvekjunni verið seld á hverjum einasta degi. Þá hafi útgáfan gert tilraun til að ná í Dylan. Segir fólki að kíkja á eldgamla ræmu Þar á eftir, þann 30. október, gaf Dylan kvikmyndameðmæli. „Nick Newman setti athugasemd við tíst sem ég birti fyrir nokkrum vikum þar sem hann spurði mig út í hvaða bíómyndum ég myndi mæla með. Ég sagði honum að kíkja á The Unknown með Lon Chaney og vinna sig áfram þaðan.“ Dylan virðist hugfanginn af gömlum hrollvekjum þessa dagana, en The Unkown er hryllings- þöglumynd frá 1927 eftir Tod Browning, sem í dag er þekktastur fyrir Dracula frá 1931 og hina umdeildu Freaks sem kom út ári seinna. Ásamt Lon Chaney, sem Dylan minnist á, lék Joan Crawford með honum í The Unkown. Ekki liggur fyrir hver þessi Nick Newman er. Aðdáun Dylans á Lon Chaney er þó ljós. Í útvarpsþætti sínum Theme Time Radio Hour, sem var í loftinu frá 2006 til 2009, fjallaði Dylan að minnsta kosti einu sinni um Hollywood-leikarann. Dylan líkti Chaney við kamelljón, sagði hann geta brugðið sér í allra kvikinda líki. Það virðist einhver kímni fólgin í því að mæla með kvikmynd frá 1927 og leggja til að áhorfandinn vinni sig þaðan. Þess má síðan geta að í komandi desember verður frumsýnd lífshlaupsmynd um Bob Dylan. Sú ber ekki ólíkan titill, A Complete Unknown, sem er vísun í eitt eitt vinsælasta lag Dylans, Like a Rolling Stone. Þar mun bandarísk-franski stórleikarinn Timothée Chalamet fara með hlutverk ungs Dylans. Nóg af sorg og tími kominn á gleði Þegar þetta er skrifað eru umrædd tíst orðin sjö talsins, en það síðasta birtist í gærkvöldi. Þar ræddi Dylan um lag Nick Cave. „Ég sá Nick Cave í París á dögunum í Accor Arena og ég var virkilega hugfanginn af laginu Joy þar sem hann syngur: „Við höfum glímt við svo mikla sorg, nú er kominn tími á gleði.“ Ég hugsaði með sjálfum mér, já það er eitthvað til í þessu.” Sonurinn skilur ekkert Hvað Dylan á við með þessu tísti og hinum færslunum á X er erfitt að segja. Meira að segja Jakob Dylan, sonur Dylans, veit ekki hvað er á seyði. „Eins og allir aðrir get ég ekki sagt þér hvað er málið með þau. Ég hef séð þau, en ég get ekki sagt þér um hvað þetta snýst. Ég er bara ekki viss,“ sagði hann í viðtali við Boston Globe.
Tónlist Samfélagsmiðlar Nóbelsverðlaun Bandaríkin Tengdar fréttir Bob Dylan áttræður og því fagna allir góðir menn Í klassískri tónlist er stundum talað um Bé-in þrjú: Bach, Beethoven og Brahms. En Bé-in þrjú eru líka til í rokkinu og dægurlagatónlistinni: Beatles, Bowie og Bob (Dylan) … og auðvitað Elvis. 24. maí 2021 10:03 Bob Dylan sækir loksins Nóbelinn Tónlistarmaðurinn Bob Dylan mun sækja bókmenntaverðlaun Nóbels nú um helgina. 29. mars 2017 12:10 Chalamet syngur sem Bob Dylan í nýrri stiklu Bandarísk-franski stórleikarinn Timothée Chalamet sést í hlutverki ungs Bob Dylan í stiklu fyrir lífshlaupsmyndina A Complete Unknown, sem er sögð munu fjalla um stór kaflaskil á ferli Dylans þegar hann færði sig úr hefðbundinni þjóðlagatónlist, stakk rafmagnsgítarnum í samband og byrjaði að spila rokk. 24. júlí 2024 20:42 Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Sjá meira
Bob Dylan áttræður og því fagna allir góðir menn Í klassískri tónlist er stundum talað um Bé-in þrjú: Bach, Beethoven og Brahms. En Bé-in þrjú eru líka til í rokkinu og dægurlagatónlistinni: Beatles, Bowie og Bob (Dylan) … og auðvitað Elvis. 24. maí 2021 10:03
Bob Dylan sækir loksins Nóbelinn Tónlistarmaðurinn Bob Dylan mun sækja bókmenntaverðlaun Nóbels nú um helgina. 29. mars 2017 12:10
Chalamet syngur sem Bob Dylan í nýrri stiklu Bandarísk-franski stórleikarinn Timothée Chalamet sést í hlutverki ungs Bob Dylan í stiklu fyrir lífshlaupsmyndina A Complete Unknown, sem er sögð munu fjalla um stór kaflaskil á ferli Dylans þegar hann færði sig úr hefðbundinni þjóðlagatónlist, stakk rafmagnsgítarnum í samband og byrjaði að spila rokk. 24. júlí 2024 20:42