Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sindri Sverrisson skrifar 22. nóvember 2024 08:01 Truls Möregardh er í hópi bestu borðtenniskappa heims og situr í tíunda sæti heimslistans. Getty/Guenther Iby „Ég veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun,“ sagði borðtenniskappinn Truls Möregårdh eftir að hafa misst stjórn á sér í örstutta stund í sænsku einvígi á lokamóti heimsmótaraðarinnar í Japan. Möregardh mætti landa sínum Antoni Källberg í 16-manna úrslitum. Þeir unnu sitt settið hvor og staðan því jöfn, 1-1, þegar Källberg komst í 10-1 í þriðja settinu. Þá brast Möregardh þolinmæðin og hann sló borðtenniskúlunni frá sér, og gaf hreinlega Källberg ellefta stigið og þar með sigur í settinu. Möregardh náði hins vegar að vinna næstu tvö sett og þar með sigur í leiknum, og komast í átta manna úrslitin. „Ef ég hefði ekki gert þetta þá hefði ég ekki unnið leikinn,“ sagði Möregardh um viðbrögð sín, sem sjá má í útsendingu frá leiknum hér að neðan. „Svona er ég bara. Ég sýni miklar tilfinningar og ég veit að þetta er ekkert voðalega sænsk hegðun. En það er hluti af íþróttum að sýna tilfinningar. Það var kannski aðeins of mikið af neikvæðni í dag en ef ég hefði ekki gert þetta þá hefði ég ekki unnið leikinn,“ sagði Möregardh. „Ég hef séð hann gera þetta áður svo að þetta kom mér ekki á óvart,“ sagði Källberg um atvikið. Källberg var nálægt því að tryggja sér sigur í fjórða setti, þegar hann komst í 8-5, en Möregardh sýndi þá þrautseigju og vann settið að lokum 12-10. Hann vann svo lokasettið 11-8. Möregardh tapaði svo í átta manna úrslitum nú í morgun, gegn Wang Chuqin sem er í efsta sæti heimslistans, 3-1. Borðtennis Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Sjá meira
Möregardh mætti landa sínum Antoni Källberg í 16-manna úrslitum. Þeir unnu sitt settið hvor og staðan því jöfn, 1-1, þegar Källberg komst í 10-1 í þriðja settinu. Þá brast Möregardh þolinmæðin og hann sló borðtenniskúlunni frá sér, og gaf hreinlega Källberg ellefta stigið og þar með sigur í settinu. Möregardh náði hins vegar að vinna næstu tvö sett og þar með sigur í leiknum, og komast í átta manna úrslitin. „Ef ég hefði ekki gert þetta þá hefði ég ekki unnið leikinn,“ sagði Möregardh um viðbrögð sín, sem sjá má í útsendingu frá leiknum hér að neðan. „Svona er ég bara. Ég sýni miklar tilfinningar og ég veit að þetta er ekkert voðalega sænsk hegðun. En það er hluti af íþróttum að sýna tilfinningar. Það var kannski aðeins of mikið af neikvæðni í dag en ef ég hefði ekki gert þetta þá hefði ég ekki unnið leikinn,“ sagði Möregardh. „Ég hef séð hann gera þetta áður svo að þetta kom mér ekki á óvart,“ sagði Källberg um atvikið. Källberg var nálægt því að tryggja sér sigur í fjórða setti, þegar hann komst í 8-5, en Möregardh sýndi þá þrautseigju og vann settið að lokum 12-10. Hann vann svo lokasettið 11-8. Möregardh tapaði svo í átta manna úrslitum nú í morgun, gegn Wang Chuqin sem er í efsta sæti heimslistans, 3-1.
Borðtennis Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Holland marði Katar Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Sjá meira