Lífið

Hrund Gunn­steins kaupir í­búð Viktors Bjarka og Álf­rúnar

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Hrund fær íbúðina afhenta þann 10. desember næstkomandi.
Hrund fær íbúðina afhenta þann 10. desember næstkomandi.

Hrund Gunnsteinsdóttir framkvæmdastjóri Festu hefur fest kaup á íbúð við Meistaravelli í Vesturbæ Reykjavíkur. Íbúðina keypti hún af hjónunum Viktori Bjarka Arnarsyni, fyrrverandi knattspyrnumaður og þjálfari, og Álfrúnu Pálsdóttur.

Hrund greiddi 87,5 milljónir fyrir eignina. Kaupsamningur var undirritaður 10. október síðastliðinn og fær hún íbúðina afhenta 10. desember næstkomandi.

Um er að ræða 102 fermetra íbúð á annarri hæð í húsi sem var byggt árið 1965. Ásett verð var 87,9 milljónir.

Stofa, eldhús og borðstofa eru samliggjandi, þaðan er útgengt á rúmgóðar svalir. Í eldhúsinu er svört innrétting með granít stein á borðum. Í íbúðinni eru þrjú svefnherbergi og eitt baðherbergi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.