Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Boði Logason skrifar 25. nóvember 2024 15:02 Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Stýrir leynileg valdaelíta alþjóðstofnunum á borð við ESB og SÞ á bak við tjöldin? Hulda og Eiríkur fjalla um nýju heimsskipanina í nýjasta þættinum af Skuggavaldinu. Vísir/AFP Alþjóðastofnanir á borð við Sameinuðu þjóðirnar (SÞ), Evrópusambandið (ESB) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina hafa ítrekað verið skotmark samsæriskenninga sem halda því fram að þær grafi undan fullveldi þjóða og þjónusti leynilega valdaelítu sem stefnir að heimsstjórn. Í seinni þætti Skuggavaldsins um „nýju heimsskipanina“ ræða þau Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann hvernig þessar kenningar hafa þróast og mótað samfélagslega umræðu í gegnum tíðina. Samkvæmt samsæriskenningunum eru stofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) og Alþjóðabankinn sagðar nota skuldir landa til að ná yfirráðum, á meðan tækniframfarir – allt frá snjalltækjum til meintra örflaga í bóluefnum – séu nýttar til að fylgjast með og stjórna fólki. Fundir á borð við Davos-ráðstefnuna og Bilderberg-hópinn eru sagðir vera vettvangur þar sem heimsyfirráð séu skipulögð. Kenningasmiðir tengja einnig hnattvæðingu og alþjóðasamvinnu við ætlaða áætlun um einræðisstjórn. Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir halda úti hlaðvarpinu Skuggavaldið sem kemur út annan hvern mánudag.Vísir/Vilhelm Í þættinum er rakið hvernig þessi retórík hefur fengið byr undir báða vængi á tímum samfélagsbreytinga og stórviðburða á borð við heimskreppuna, hryðjuverkaárásirnar 11. september og jafnvel Covid-19 faraldurinn. Sérstaklega er fjallað um hvernig orðræða um „nýja heimsskipan“ sem stjórnmálamenn hafa notað í samhengi við meiriháttar atburði í alþjóðastjórnmálum, til dæmis fræg ræða George H.W. Bush árið 1990 og nú síðast Pútín um kjör Donalds Trumps, er olía á eld samsæriskenningasmiða sem túlkað hafa þau orð sem áætlun um heimsyfirráð. Popúlískir leiðtogar hafa tekið kenninguna upp á sína arma og nýtt hana til að magna upp þjóðernishyggju og tortryggni gagnvart alþjóðastofnunum. Í þættinum er einnig fjallað um alvarlegar afleiðingar þessara kenninga, þar á meðal hvernig þær grafa undan trausti á lýðræðislegum stofnunum, auka sundrungu og geta jafnvel stuðlað að ofbeldi, líkt og í tilfelli sprengjuárásarinnar í Oklahoma árið 1995. Alla þætti Skuggavaldsins má nálgast á vefsíðu Tals. Skuggavaldið Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira
Í seinni þætti Skuggavaldsins um „nýju heimsskipanina“ ræða þau Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann hvernig þessar kenningar hafa þróast og mótað samfélagslega umræðu í gegnum tíðina. Samkvæmt samsæriskenningunum eru stofnanir eins og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) og Alþjóðabankinn sagðar nota skuldir landa til að ná yfirráðum, á meðan tækniframfarir – allt frá snjalltækjum til meintra örflaga í bóluefnum – séu nýttar til að fylgjast með og stjórna fólki. Fundir á borð við Davos-ráðstefnuna og Bilderberg-hópinn eru sagðir vera vettvangur þar sem heimsyfirráð séu skipulögð. Kenningasmiðir tengja einnig hnattvæðingu og alþjóðasamvinnu við ætlaða áætlun um einræðisstjórn. Eiríkur Bergmann og Hulda Þórisdóttir halda úti hlaðvarpinu Skuggavaldið sem kemur út annan hvern mánudag.Vísir/Vilhelm Í þættinum er rakið hvernig þessi retórík hefur fengið byr undir báða vængi á tímum samfélagsbreytinga og stórviðburða á borð við heimskreppuna, hryðjuverkaárásirnar 11. september og jafnvel Covid-19 faraldurinn. Sérstaklega er fjallað um hvernig orðræða um „nýja heimsskipan“ sem stjórnmálamenn hafa notað í samhengi við meiriháttar atburði í alþjóðastjórnmálum, til dæmis fræg ræða George H.W. Bush árið 1990 og nú síðast Pútín um kjör Donalds Trumps, er olía á eld samsæriskenningasmiða sem túlkað hafa þau orð sem áætlun um heimsyfirráð. Popúlískir leiðtogar hafa tekið kenninguna upp á sína arma og nýtt hana til að magna upp þjóðernishyggju og tortryggni gagnvart alþjóðastofnunum. Í þættinum er einnig fjallað um alvarlegar afleiðingar þessara kenninga, þar á meðal hvernig þær grafa undan trausti á lýðræðislegum stofnunum, auka sundrungu og geta jafnvel stuðlað að ofbeldi, líkt og í tilfelli sprengjuárásarinnar í Oklahoma árið 1995. Alla þætti Skuggavaldsins má nálgast á vefsíðu Tals.
Skuggavaldið Hryðjuverkin 11. september 2001 Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Sjá meira