Lífið

Tara Sif og Elfar selja í­búðina

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Tara Sif Birgisdóttir og Elvar Elí Schweiz Jakobsson.
Tara Sif Birgisdóttir og Elvar Elí Schweiz Jakobsson.

Tara Sif Birgisdóttir, fasteignasali og dansari, og eiginmaður hennar Elfar Elí Schweitz Jakobsson lögfræðingur, hafa sett íbúð sína við Álalind í Kópavogi á sölu. Ásett verð er 96,8 milljónir.

Um er að ræða 128 fermetra íbúð í nýlegu fjölbýlishúsi sem var byggt árið 2017.  Þess má geta að Álalind var valin gata ársins í Kópavogi árið 2022.

Eignin skiptist í anddyri, alrými með samliggjandi stofu, borðstofu og eldhúsi, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Úr alrými er útgengt á rúmlega 22 fermetra suðursvalir. 

Svartur og hvítur er ráðandi á heimili hjónanna sem er innréttað á mínimalískan máta.

Nánári upplýsingar á fasteignavef Vísis.

Þriggja daga draumur

Tara Sif og Elfar Elí héldu eftirminnilega draumkennt brúðkaup á Ítalíu þann 11. ágúst í fyrra. Brúðkaupið fór fram í smábænum Ca­stel Gand­ol­fo og stóð yfir í þrjá daga.

Hjónin trúlofaði sig í ársbyrjun 2022. Elfar bauð Töru í óvænt þyrluflug sem endaði með bónorði á toppi Kistufells á Esjunni við sólsetrið, gerist varla rómantískara. Fimm mánuðum síðar giftu þau sig í Las Vegas þar sem þau voru stödd með vinafólki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.