Sport

Dag­skráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð?

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Erling Haaland og félagar hafa tapað fimm í röð.
Erling Haaland og félagar hafa tapað fimm í röð. Robin Jones/Getty Images

Það er nóg um að vera á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Það er sannkallaður stórleikur á dagskrá í Bæjaralandi, Manchester City gæti tapað sjötta leiknum í röð og þá er fjöldi leikja í Bónus-deild kvenna í körfubolta.

Stöð 2 Sport

Klukkan 19.05 hefst útsending frá Njarðvík þar sem heimakonur mæta Val í Bónus deild kvenna í körfubolta.

Stöð 2 Sport 2

Klukkan 12.55 er leikur Young Boys og Atalanta í UEFA Youth League á dagskrá. Klukkan 14.55 er komið að leik Bayern München og París Saint-Germain í sömu deild.

Klukkan 19.30 er Meistaradeildarmessan á dagskrá. Þar verður fylgst með öllum leikjum kvöldsins.

Klukkan 22.00 eru Meistaradeildarmörkin á dagskrá. Þar verður farið yfir öll mörk kvöldsins.

Klukkan 22.45 er Lokasóknin á dagskrá. Þar verður farið yfir síðustu umferð NFL-deildarinnar en af nægu er að taka.

Stöð 2 Sport 3

Klukkan 17.35 er leikur Sparta Prag og Atlético Madríd í Meistaradeild Evrópu á dagskrá. Klukkan 19.50 er leikur Manchester City og Feyenoord á dagskrá.

Stöð 2 Sport 4

Klukkan 19.50 er stórleikur Bayern München og PSG á dagskrá.

Stöð 2 Sport 5

Klukkan 19.50 er leikur Inter og RB Leipzig á dagskrá.

Stöð 2 Sport 6

Klukkan 19.50 er leikur Young Boys og Atalanta á dagskrá.

Vodafone Sport

Klukkan 17.35 er leikur Slovan Bratislava og AC Milan í Meistaradeildinni á dagskrá. Klukkan 19.50 er leikur Sporting Lissabon og Arsenal á dagskrá.

Klukkan 00.05 er leikur Bruins og Canucks í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.

Bónus deildin

Klukkan 18.10 er leikur Stjörnunnar og Þórs Akureyrar í Bónus-deild kvenna.

Bónus-deildin 2

Klukkan 19.10 er tekur Hamar/Þór á móti Tindastól.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×