Í frétt bandaríska slúðurmiðilsins TMZ segir að Payne hafi pantað fjórar flöskur af viskí um klukkan 22:00 þann 15. október, kvöldið fyrir andlátið, og klukkan 6:36 morguninn eftir hafi hann pantað fimm flöskur í viðbót.
Í umfjöllun Page Six um málið kemur fram að Payne hafi sent vini sínum, viðskiptamanninum Rogelio „Roger“ Nores, skilaboð um svipað leiti. „Gaur, ég held að ég sé að fara að ríða hóru,“ skrifa Payne.
Tveimur tímum síðar, eða klukkan 9:32, átti Payne að hafa sent Nores annað sms þar sem hann bað hann um „sex grömm“, sem líklega vísar til kókaíns. Nokkru seinna bað hann starfsmann hótelsins um sjö grömm af kókaíni í viðbót.
Krufning hefur leitt í ljós að söngvarinn var mjög dópaður þegar hann lést og fundust þó nokkur efni í blóði hans. Hann var jarðaður í bænum Amersham í Englandi þann 20. nóvember síðatliðinn.
Payne lætur eftir sig sjö ára gamlan son, Bear Grey Payne sem hann eignaðist með söngkonunni Cheryl Cole.