Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 11. desember 2024 20:00 Þorbjörg og Gyrðir kynntust sumarið 2022. „Ég var hérinn í byrjun þegar við vorum að kynnast þar sem ég vildi að við myndum strax byrja saman. Gyrðir var eins og skjaldbaka sem hélt mér á jörðinni og leyfði hlutunum að gerast á sínum hraða,“segir Þorbjörg Kristinsdóttir, áhrifavaldur og kennaranemi, í samtali við Makamál, um samband hennar og Gyrðis Hrafns Guðbrandssonar knattspyrnumanns og fyrirtækjaeiganda. Þorbjörg og Gyrðir kynntust sumarið 2022 eftir að Tobba, eins og hún er kölluð, mætti á leik Leiknis gegn Fram í Bestu deildinni. Hún tók fljótlega eftir leikmanni númer 17 í liði leiknis og var staðráðin í því að komast að því hver þessi fjallmyndarlegi maður væri. „Ég var mætt til að horfa á uppeldisfélagið mitt Fram spila en fylgdist lítið með leiknum þar öll athyglin fór í að horfa á leikmann númer 17. Eftir leikinn skoðaði leikskýrsluna til að sjá nafnið á honum og sá þetta merkilega nafn Gyrðir. Ég followaði hann svo á Insta,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg situr fyrir svörum í liðnum Ást er þessa vikuna. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Ég tók klárlega fyrsta skrefið. Fyrsti kossinn okkar: Líklegast heima hjá mér, en ég man það bara ekki. Fyrsta stefnumótið? Fyrsta alvöru stefnumótið okkar var á Pool-stofunni. Það var mjög fyndið deit þar sem ég var að prófa pool af alvöru í fyrsta skiptið. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar: Einlægt, fyndið og skemmtilegt. Við erum mjög góð saman. Við getum hlegið alveg endalaust og gerum mikið grín að okkur sjálfum og hvort öðru. Við vinnum einnig mjög vel saman sem teymi og hjálpumst að við að kljást við okkar eigin verkefni og lyftum hvoru öðru upp. Lýstu kærastanum þínum í þremur orðum: Traustur, jákvæður og góður, eitt bónus orð= fallegastur. Eruði rómantísk? Já mér finnst við vera það. Annars held ég að við séum rómantísk á mjög ólíkan hátt. Eigið þið sameiginleg áhugamál? Fótboltinn er svolítið okkar sameiginlega áhugamál og allar íþróttir yfir höfuð. Við elskum föt og höfum mikinn áhuga á tísku og oftar en ekki hjálpumst við að stíla og klæða hvort annað upp. Við höfum líka mjög gaman af því að skoða hús og innanhússarkitektúr og erum t.d. að fylgja tveimur gæjum á Youtube þar sem fara þeir yfir og sýna nokkur af stærstu og dýrustu húsum heims. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Bubba plata og keðjuarmband. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Miða á Bubba tónleika á Þorláksmessu 2022 og Diesel bol. Rómantískasti staður á landinu: Snæfellsnesið, ég er ættuð frá Ólafsvík og Rifi á Snæfellsnesi og mér finnst sá staður svo einstakur og rómantískur. Við fórum einmitt saman í brúðkaup þar í sumar hjá frænda mínum og konunni hans og það var draumi líkast. Það er staður sem ég sé alveg fyrir mér að myndi gifta mig á. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Ætli það sé ekki bara ferðalagið okkar til Mílanó í fyrra. Daginn sem við áttum að fara út var öllum flugferðum aflýst. Þrátt fyrir það ætluðum við ekki að láta það skemma ferðina fyrir okkur. Icelandair breytti miðanum fyrir okkur þannig að við tókum þrjú flug til að komast á áfangastað. Við þurftum að byrja á því að fljúga til Berlínar, svo upp til Finnlands og þaðan niður til Mílanó. Þetta endaði í nánast sólarhrings ferðalagi. Við höfum sjaldan hlegið jafn mikið af þessari vitleysu og þrjósku í okkur. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Hérinn og skjaldbakan. Ég var hérinn í byrjun þegar við vorum að kynnast þar semég vildi að við myndum strax byrja saman. Gyrðir var eins og skjaldbaka sem hélt mér á jörðinni og leyfði hlutunum að gerast á sínum hraða. Ég er mjög þakklát fyrir það í dag og held að það hafi verið nauðsynlegt til að byggja sambandið upp og gera það að því sem það er. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Við förum nánast í hverri viku í sund. Það er svo notalegt að gleyma sér í góðu spjalli í pottinum án stöðugs áreitis frá símanum. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Að fara eitthvert saman út á land, prófa nýja veitingastaði, slaka á, spila og njóta saman án þess að hugsa um það sem við erum alltaf að gera í daglegu rútínunni okkar. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Ég er yfirleitt meira fyrir spennumyndir en ég verð að segja jólamyndin Love actually því það eru að koma jól. Lagið okkar: Eða - með GusGus og Birni. Hvort ykkar eldar meira? Gyrðir grillar alltaf en ég hef kannski eldað oftar. Frá því að við byrjuðum saman hefur Gyrðir útbúið hafragraut fyrir okkur á hverjum morgni, nánast upp á dag. Það er besti tími dagsins. Eftirlætis maturinn ykkar? Við erum mjög ólík þegar það kemur að mat, en ég hef alltaf verið mjög matvönd manneskja. Gyrðir getur hins vegar borðað allt. Eitt er samt víst að honum hefur tekist að láta mig byrja að borða allskonar mat síðan við kynntumst. Haldið þið upp á sambandsafmælið ykkar? Já við höfum gert það Gyrðir klárar yfirleitt alltaf fótboltatímabilið sitt í október og þá reynum við að fagna því með því að fara saman til útlanda. Í fyrra fórum við til Mílanó og í ár fórum við til Parísar. Við erum búin að ákveða að á næsta ári ætlum við til aðeins heitara lands. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Ég sé fyrir mér að við séum búin að festa undir okkur rótum, vinna í þeim markmiðum sem okkur langar til að ná eins og kaupa okkur íbúð. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Við reynum að fara reglulega á ný stefnumót sem eru frábrugðin því sem við erum vön. Við erum líka miklir aðdáendur að 2f1 tilboðinu hjá Nova og förum reglulega út að borða saman. Ást er … ekki fullkomin. Þú þarft að leggja vinnu í hana til þess að viðhalda henni. Ástin er einnig besti vinur þinn og heimilið þitt, þar sem þér á að líða vel. Ástin og lífið Tímamót KR Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Sjá meira
Þorbjörg og Gyrðir kynntust sumarið 2022 eftir að Tobba, eins og hún er kölluð, mætti á leik Leiknis gegn Fram í Bestu deildinni. Hún tók fljótlega eftir leikmanni númer 17 í liði leiknis og var staðráðin í því að komast að því hver þessi fjallmyndarlegi maður væri. „Ég var mætt til að horfa á uppeldisfélagið mitt Fram spila en fylgdist lítið með leiknum þar öll athyglin fór í að horfa á leikmann númer 17. Eftir leikinn skoðaði leikskýrsluna til að sjá nafnið á honum og sá þetta merkilega nafn Gyrðir. Ég followaði hann svo á Insta,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg situr fyrir svörum í liðnum Ást er þessa vikuna. Hvort ykkar tók fyrsta skrefið? Ég tók klárlega fyrsta skrefið. Fyrsti kossinn okkar: Líklegast heima hjá mér, en ég man það bara ekki. Fyrsta stefnumótið? Fyrsta alvöru stefnumótið okkar var á Pool-stofunni. Það var mjög fyndið deit þar sem ég var að prófa pool af alvöru í fyrsta skiptið. Hvernig myndirðu lýsa sambandinu ykkar: Einlægt, fyndið og skemmtilegt. Við erum mjög góð saman. Við getum hlegið alveg endalaust og gerum mikið grín að okkur sjálfum og hvort öðru. Við vinnum einnig mjög vel saman sem teymi og hjálpumst að við að kljást við okkar eigin verkefni og lyftum hvoru öðru upp. Lýstu kærastanum þínum í þremur orðum: Traustur, jákvæður og góður, eitt bónus orð= fallegastur. Eruði rómantísk? Já mér finnst við vera það. Annars held ég að við séum rómantísk á mjög ólíkan hátt. Eigið þið sameiginleg áhugamál? Fótboltinn er svolítið okkar sameiginlega áhugamál og allar íþróttir yfir höfuð. Við elskum föt og höfum mikinn áhuga á tísku og oftar en ekki hjálpumst við að stíla og klæða hvort annað upp. Við höfum líka mjög gaman af því að skoða hús og innanhússarkitektúr og erum t.d. að fylgja tveimur gæjum á Youtube þar sem fara þeir yfir og sýna nokkur af stærstu og dýrustu húsum heims. Fyrsta gjöfin sem ég gaf kærastanum mínum: Bubba plata og keðjuarmband. Fyrsta gjöfin sem kærastinn minn gaf mér: Miða á Bubba tónleika á Þorláksmessu 2022 og Diesel bol. Rómantískasti staður á landinu: Snæfellsnesið, ég er ættuð frá Ólafsvík og Rifi á Snæfellsnesi og mér finnst sá staður svo einstakur og rómantískur. Við fórum einmitt saman í brúðkaup þar í sumar hjá frænda mínum og konunni hans og það var draumi líkast. Það er staður sem ég sé alveg fyrir mér að myndi gifta mig á. Fyndnasta minningin af ykkur saman? Ætli það sé ekki bara ferðalagið okkar til Mílanó í fyrra. Daginn sem við áttum að fara út var öllum flugferðum aflýst. Þrátt fyrir það ætluðum við ekki að láta það skemma ferðina fyrir okkur. Icelandair breytti miðanum fyrir okkur þannig að við tókum þrjú flug til að komast á áfangastað. Við þurftum að byrja á því að fljúga til Berlínar, svo upp til Finnlands og þaðan niður til Mílanó. Þetta endaði í nánast sólarhrings ferðalagi. Við höfum sjaldan hlegið jafn mikið af þessari vitleysu og þrjósku í okkur. Hver væri titillinn á ævisögu ykkar? Hérinn og skjaldbakan. Ég var hérinn í byrjun þegar við vorum að kynnast þar semég vildi að við myndum strax byrja saman. Gyrðir var eins og skjaldbaka sem hélt mér á jörðinni og leyfði hlutunum að gerast á sínum hraða. Ég er mjög þakklát fyrir það í dag og held að það hafi verið nauðsynlegt til að byggja sambandið upp og gera það að því sem það er. Hvað gerið þið til að gera ykkur dagamun? Við förum nánast í hverri viku í sund. Það er svo notalegt að gleyma sér í góðu spjalli í pottinum án stöðugs áreitis frá símanum. Mér finnst rómantískt stefnumót vera: Að fara eitthvert saman út á land, prófa nýja veitingastaði, slaka á, spila og njóta saman án þess að hugsa um það sem við erum alltaf að gera í daglegu rútínunni okkar. Uppáhalds rómantíska kvikmyndin mín er: Ég er yfirleitt meira fyrir spennumyndir en ég verð að segja jólamyndin Love actually því það eru að koma jól. Lagið okkar: Eða - með GusGus og Birni. Hvort ykkar eldar meira? Gyrðir grillar alltaf en ég hef kannski eldað oftar. Frá því að við byrjuðum saman hefur Gyrðir útbúið hafragraut fyrir okkur á hverjum morgni, nánast upp á dag. Það er besti tími dagsins. Eftirlætis maturinn ykkar? Við erum mjög ólík þegar það kemur að mat, en ég hef alltaf verið mjög matvönd manneskja. Gyrðir getur hins vegar borðað allt. Eitt er samt víst að honum hefur tekist að láta mig byrja að borða allskonar mat síðan við kynntumst. Haldið þið upp á sambandsafmælið ykkar? Já við höfum gert það Gyrðir klárar yfirleitt alltaf fótboltatímabilið sitt í október og þá reynum við að fagna því með því að fara saman til útlanda. Í fyrra fórum við til Mílanó og í ár fórum við til Parísar. Við erum búin að ákveða að á næsta ári ætlum við til aðeins heitara lands. Hvar sérðu ykkur eftir tíu ár? Ég sé fyrir mér að við séum búin að festa undir okkur rótum, vinna í þeim markmiðum sem okkur langar til að ná eins og kaupa okkur íbúð. Hvernig viðhaldið þið neistanum? Við reynum að fara reglulega á ný stefnumót sem eru frábrugðin því sem við erum vön. Við erum líka miklir aðdáendur að 2f1 tilboðinu hjá Nova og förum reglulega út að borða saman. Ást er … ekki fullkomin. Þú þarft að leggja vinnu í hana til þess að viðhalda henni. Ástin er einnig besti vinur þinn og heimilið þitt, þar sem þér á að líða vel.
Ástin og lífið Tímamót KR Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Fleiri fréttir Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Linda Nolan látin Sjá meira