Handbolti

Hófu titilvörnina með öruggum sigri

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Þórir Hergeirsson kveður norska kvennalandsliðið eftir EM.
Þórir Hergeirsson kveður norska kvennalandsliðið eftir EM. epa/Bo Amstrup

Noregur hóf titilvörn sína á EM með öruggum sigri á Slóveníu, 33-26, í E-riðli. Svíþjóð og Frakkland unnu einnig sína leiki.

Þetta var fyrsti leikur Noregs á síðasta stórmótinu undir stjórn Þóris Hergeirssonar. Hann hefur stýrt norska liðinu frá 2009. Undir hans stjórn hefur Noregur unnið tíu gullverðlaun á stórmótum.

Henny Reistad skoraði níu mörk fyrir norska liðið sem var fimm mörkum yfir í hálfleik, 16-11. Stine Skogrand og Emilie Hovden skoruðu fimm mörk hvor fyrir Noreg sem mætir heimaliði Austurríkis í næsta leik sínum á laugardaginn.

Kristín Þorleifsdóttir skoraði eitt mark fyrir Svíþjóð sem sigraði Norður-Makedóníu, 28-18, í A-riðli.

Í C-riðli rúllaði Frakkland svo yfir Pólland, 35-22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×