Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Jakob Bjarnar skrifar 30. nóvember 2024 08:01 Brynja Hjálmsdóttir gengst fúslega við því að mega heita skrítin. vísir/vilhelm Friðsemd fyrsta skáldsaga Brynju Hjálmsdóttur hlýtur að teljast ein af uppgötvunum þessa árs. Bókin er sprúðlandi af frásagnargleði og lesandinn uppgötvar fljótlega að hann má ekki missa af einni einustu setningu. Hér dugar ekki að skima. Brynja hefur þegar vakið verulega eftirtekt í bókamenntageiranum en þá sem ljóðskáld. Hún er handhafi Hvatningarverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur, Ljóðstafs Jóns úr Vör og svo Bóksalaverðlaunanna. Hún hefur gefið út þrjár ljóðabækur sem eru Okfruman (2019), Kona lítur við (2021) og Ókyrrð (2022). Hún færir sig nú yfir í skáldsagnagerð og sannast sagna bjóst blaðamaður Vísis við ljóðrænni og upphafinni sögu. Vitnað er í sjálfan Egil Helgason menningarpáfa Ríkissjónvarpsins á kápu: „Eitt okkar fremsta unga skáld.“ Bókin hefst meira að segja á tilvitnun í Stein Steinarr, en maður minn, hvað ég hafði á röngu að standa. Í sem allra styðstu máli er um að ræða bráðskemmtilega súrrealíska glæpa- og framtíðarsögu; einskonar vísindatrylli. En það uppgötvar lesandinn hægt og bítandi við lesturinn. Var ansi lengi að „fatta uppá þessu“ Hvar skal byrja? Hvernig skal byrja? Mann langar mest til að spyrja höfundinn eins og unglingur, og lætur það eftir sér: Hvernig fattaðirðu uppá þessu? Brynju vefst tunga um tönn, hún bjóst ekki við svona sérkennilegri spurningu. „Eins og þú segir þá er ég ljóðskáld og bókafólk þekkir mig af því. Í mínum verkum skapa ég ævinlega heim, ég er alltaf að segja sögur í ljóðunum mínum og líka í leikriti sem kom út á bók fyrir nokkrum árum. Þessi saga er bara aðeins lengri. Brynja segir kosningarnar óneitanlega trufla jólabókaflóðið en hún lætur það ekki á sig fá.vísir/vilhelm Ég var alveg ansi lengi að „fatta upp á þessu“ eins og þú orðar það, hef verið að skrifa bókina í nokkur ár. Það er heilmikið í gangi í þessari bók, ég vildi koma miklu fyrir því ég brenn fyrir mörgu. Svo vildi ég auðvitað að hún væri dálítið fjörug, því mér finnst svo gott að láta skemmta mér og ég vil að fólk skemmti sér við lesturinn.“ Og var þetta alltaf stefnan, að fara út í skáldsagnaskrif? „Ég byrjaði að skrifa hana 2020, þegar ég bjó í nokkra mánuði í Kraká í Póllandi en ég vissi svo sem ekkert hvort hún yrði að neinu. Ég set mér ekki endilega alveg skýra stefnu, ég var með hugmyndir um að skrifa esseyjur, svona óskáldaða spekitexta, eða fleiri leikrit.“ Bók Brynju er sannarlega allrar athygli verð.vísir/vilhelm En þessi saga togaði í Brynu. „Svo hélt ég fram hjá verkefninu og skrifaði ljóðabók sem kom út 2021, svo átti ég barn líka þarna í millitíðinni. Þannig það hefur heilmikið gengið á þessum fjórum árum sem ég skrifaði hana. Sumir myndu segja að skrifin hefðu tekið fjögur ár með hléum en ég myndi segja fjögur ár – allan tímann.“ Danskar rauðu-seríu-legar spennubókmenntir blandast inn í Í Friðsemd er sögumaðurinn prófarkalesari/ritstjóri fyrir hina ævintýralegu Fatimu og þar gefst tækifæri til að lauma inn allskonar hugleiðingum um skáldskapinn án þess að það trufli framvinduna hið minnsta? Frásögnin verður þannig marglaga. „Já, það er sennilega kjarninn í verkinu. Vangaveltur um skáldskapinn. Þessi bók gamansaga, full af hæðni og fíflagangi en það þýðir ekki að mér sé ekki full alvara með þessu, að ég sé ekki að reyna að segja eitthvað. Bókin fjallar fyrst og fremst um sögur, og list yfirhöfuð, sem líknandi afl.“ Friðsemd er snjöll bók og fléttast meðal annars inn í söguþráðinn danskar rauðu-seríu-legar spennubókmenntir.vísir/vilhelm Brynja segir að þegar við eigum bágt, þegar við stöndum andspænis stóru spurningunum, þá leitum við í skáldskapinn bæði til að finna svör en líka bara til að losa um spennu. „Sögurnar þurfa ekki alltaf að vera merkilegar til að þær geti hjálpað, létt lund eða jafnvel opinberað eitthvað. Friðsemd, aðalpersónan, er þýðandi og yfirlesari og hún les helst bara bækur sem Fatima besta vinkona hennar skrifar. Þetta eru danskar rauðu-seríu-legar spennubókmenntir um ofurlögmanninn Advokat Larsen og Friðsemd lifir í gegnum þær. Í upphafi bókar, fær Friðsemd þær fregnir að Fatima hafi látist í slysi, sem er gríðarlega skekjandi áfall. Til að glíma við það áfall leitar hún í bækurnar. Smátt og smátt fara svo mörkin milli sögunnar og sagnanna inni í sögunni ef til vill að óskýrast.“ Heimurinn er algjört furðuverk Og um leið færist bókin yfir í að verða súrrealískur vísindaskáldskapur, kannski ekki annað hægt þegar Friðsemd breytist í þennan ofurlögmann? „Já. Þetta fer á ansi súrrealískar slóðir, enda finnst mér mjög heiðarlegt að túlka heiminn okkar gegnum súrrelismann. Það gengur mikið á í sögunni og furðulegir hlutir gerast en þannig er heimurinn okkar, hann er algjört furðuverk, stórkostlega flókinn og mótsagnakenndur, kraftaverk gerast þvert ofan í hörmungar og mér langaði að miðla því í þessari bók.“ Bryja lagði upp með að skrifa mjög ærslafullt verk, full af stuði en þegar hún las textann yfir kom hún auga á sitthvað undir textanum.vísir/vilhelm Brynja segir Friðsemd eiga nokkuð hefðbundið „ferðalag hetjunnar“, hún þurfi að taka málin í sínar hendur, gerast einhvers konar spæjari og leysa gátuna. „Tilfellið er hins vegar að hún er afleitur spæjari og það kemur svolítið flatt upp á hana hvað þetta er mikið erfiðara en það virðist í bókunum. En svo vex henni ásmegin.“ Frekar að skrifa sig nær hlutunum en frá þeim Sko, á blaðsíðu 168 segir: „Þessi bók var persónuleg, sem er óvenjulegt. Fatima notaði skáldsögur sínar ekki sem dagbækur, þótt það læki að sjálfsögðu alltaf eitthvað úr hversdeginum þangað inn, eins og hjá öllum höfundum.“ Og þá blasir eiginlega spurningin við: Af hversu miklu leyti dregur þú þitt líf inn í þessa einstöku sögu? „Haha, ég held að það sé óhætt að segja að ég skáldi ansi mikið í þessari bók, sem fjallar um einfara á sjötugsaldri úr framtíðinni, og margar aðrar verulega skrautlegar persónur. Hins vegar lekur alltaf eitthvað á milli, eins og ég segi í þessari tilvitnun sem þú dregur fram. Einhverjar tilfinningar og athuganir. Ég lagði upp með að skrifa mjög ærslafullt verk, fullt af stuði, en svo þegar verkinu lauk þá kom ég auga á sitthvað undir textanum sem hugsaði með mér: „já, þetta þurftirðu að lofta um“. Það er stundum talað um að skrifa sig frá einhverju en ég held að það sé ekki hægt, maður getur bara skrifað sig nær hlutunum og í því felst (mögulega) hreinsun.“ Fyrir liggur að í þessari til þess að gera stuttu sögu ægi öllu saman, og meðal annars virðist þér verða frekar mikið niðri fyrir varðandi loftslagsvandann? „Hann ratar sannarlega þarna inn. Þegar maður skrifar um framtíðina er maður alltaf að fjalla um samtíðina, um það sem blasir við. Sagan fjallar fyrst og fremst um fólk og máttlausar tilraunir þess til að leysa vandamál sín. Sum vandamál eru stærri en önnur, til dæmis loftslagsvandinn.“ Friðsemdar nafnið kemur til dæmis úr einni af uppáhaldsbókum Brynju, Þar lágu Danir í því eftir Yrsu Sigurðardótturvísir/vilhelm Í sögunni er landslag Íslands, og heimsins, talsvert breytt frá því sem við þekkjum, yfirborð sjávar hefur hækkað og því hefur láglendi sokkið í hafið, svo að þeim byggðum sem eru hátt yfir sjávarmáli er betur borgið og þær hafa stækkað. „Þess vegna er Hveragerði til að mynda sjávarpláss í bókinni, eitthvað sem kemur spánskt fyrir sjónir.“ Hámlas Yrsu sem krakki Og þarna eru allskyns tákn sem má rýna í ef vill. Til að mynda eru nöfn persóna sérstök. Fatima er hinn kaþólski titill á Maríu, móður Jesús, svo eitthvað sé nefnt. Af hverju er það? „Sko það má nú lesa allt alls konar og það ég hef litla stjórn á því sem höfundur. Þetta nafn hefur auðvitað ýmsar trúarlegar skírskotanir, svo er víst bær í Portúgal sem heitir þetta. Til að vera alveg hreinskilin varð þetta nafn samt bara fyrir valinu því mér finnst það svo hljómfagurt, stundum er það bara fegurðin ein sem ræður.“ Brynja segir það rétt að hún bregði á leik með nöfnin. „Það er eitt það skemmtilegasta! Friðsemdar nafnið kemur til dæmis úr einni af mínum uppáhaldsbókum, Þar lágu Danir í því eftir Yrsu Sigurðardóttur. Ég hámlas þá bók aftur og aftur sem krakki og þar var eftirminnileg aukapersóna sem hét Friðsemd.“ Vill helst bara vera að lesa bækur og glápa á B-myndir Blaðamaður ræður vart við sig og er kominn allt of djúpt í að þýfga höfundinn um eitt og annað varðandi þessa bók sem er vægast sagt spennandi, hvernig sem á er litið. En það er dónaskapur að ætlast til þess að höfundur útskýri verk sitt í smáatriðum. Svo þetta viðtal taki á sig eðlilega mynd; hvað geturðu sagt mér um þig sjálfa? Uppáhaldsrithöfundar eru Kurt Vonnegut og Tove Janson.vísir/vilhelm „Ég er þrjátíu og eins árs rithöfundur, bý í miðbænum með karli, dóttur og ketti. Ég er taugahrúga og prjóna á kvöldin til að stemma stigu við því, svona eftir að ég hætti að reykja. Ég hef gengið menntaveginn, er með gráðu í kvikmyndafræði, málvísindum og ritlist. Mín helsta ástríða er að lesa bækur og glápa á bíómyndir og svo að hitta fólk til að ræða umræddar bækur og bíómyndir. Mínir uppáhaldsrithöfundar eru Kurt Vonnegut og Tove Janson en þegar kemur að kvikmyndum hef ég umfram allt smekk fyrir gömlum lélegum B-myndum, braski og sorpi,” segir Brynja og gengst fúslega við því að mega teljast skrítin. Og nú ertu á bólakafi í jólabókaflóðinu, hvernig líkar þér það? „Þannig er það á þessum tíma árs, maður verður ferlega skrítinn. Með egóið utan á sér, klístrað eins hunang og allt límist við mann. En það er auðvitað gaman að þessu, það er uppskerutími! Ég hef verið svo lánsöm að fá að fara út um allt land að kynna bókina og lesa upp, það er alveg fjarskalega gaman.“ Framboðin sópað upp öllum auglýsingaplássum Brynja segist ekki láta kosningarnar trufla sig um of í miðju jólabókaflóðinu. „Þegar boðað var til kosninga hlupu margir (lesist: útgefendur) upp til handa og fóta yfir því að nú myndu allir gleyma jólabókunum. Ég hef nú ekki verið svo dramatísk, ég held að bókaáhuginn sé bara sprelllifandi sem og endranær, þótt framboðin hafi vissulega sópað upp alla borða og heilsíður og dálkasentimetra undir sinn áróður, svo auglýsingaplássið er kannski minna.“ Brynja segist verða fegin þegar kosningarnar eru að baki og bókmenntir og kertaljós eigi sviðið, eins og vera ber.vísir/vilhelm Brynja hugsar sig um og dregur svo aðeins í land. „Ekki þar með sagt að ég verði ekki ógurlega fegin þegar þessu lýkur, það er nú ástæða fyrir því að kosningar eru almennt að vori, ekki í miðju skammdegi og jólaundirbúningi. Eftir helgi eiga bókmenntir og kertaljós sviðið, við treystum því.“ Og ertu byrjuð á næstu sögu? „Ég er byrjuð á næstu, hún er skammt komin en ég held að tónninn í henni verði ögn frábrugðinn. Samt kannski ekki, maður heldur víst alltaf áfram að vera maður sjálfur, flýr ekki undan því. Það stefnir allt í hryllingssögu. Svo liggja ljóð og smásögur í skúffum. Við sjáum hvað setur!“ Höfundatal Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira
Brynja hefur þegar vakið verulega eftirtekt í bókamenntageiranum en þá sem ljóðskáld. Hún er handhafi Hvatningarverðlauna Vigdísar Finnbogadóttur, Ljóðstafs Jóns úr Vör og svo Bóksalaverðlaunanna. Hún hefur gefið út þrjár ljóðabækur sem eru Okfruman (2019), Kona lítur við (2021) og Ókyrrð (2022). Hún færir sig nú yfir í skáldsagnagerð og sannast sagna bjóst blaðamaður Vísis við ljóðrænni og upphafinni sögu. Vitnað er í sjálfan Egil Helgason menningarpáfa Ríkissjónvarpsins á kápu: „Eitt okkar fremsta unga skáld.“ Bókin hefst meira að segja á tilvitnun í Stein Steinarr, en maður minn, hvað ég hafði á röngu að standa. Í sem allra styðstu máli er um að ræða bráðskemmtilega súrrealíska glæpa- og framtíðarsögu; einskonar vísindatrylli. En það uppgötvar lesandinn hægt og bítandi við lesturinn. Var ansi lengi að „fatta uppá þessu“ Hvar skal byrja? Hvernig skal byrja? Mann langar mest til að spyrja höfundinn eins og unglingur, og lætur það eftir sér: Hvernig fattaðirðu uppá þessu? Brynju vefst tunga um tönn, hún bjóst ekki við svona sérkennilegri spurningu. „Eins og þú segir þá er ég ljóðskáld og bókafólk þekkir mig af því. Í mínum verkum skapa ég ævinlega heim, ég er alltaf að segja sögur í ljóðunum mínum og líka í leikriti sem kom út á bók fyrir nokkrum árum. Þessi saga er bara aðeins lengri. Brynja segir kosningarnar óneitanlega trufla jólabókaflóðið en hún lætur það ekki á sig fá.vísir/vilhelm Ég var alveg ansi lengi að „fatta upp á þessu“ eins og þú orðar það, hef verið að skrifa bókina í nokkur ár. Það er heilmikið í gangi í þessari bók, ég vildi koma miklu fyrir því ég brenn fyrir mörgu. Svo vildi ég auðvitað að hún væri dálítið fjörug, því mér finnst svo gott að láta skemmta mér og ég vil að fólk skemmti sér við lesturinn.“ Og var þetta alltaf stefnan, að fara út í skáldsagnaskrif? „Ég byrjaði að skrifa hana 2020, þegar ég bjó í nokkra mánuði í Kraká í Póllandi en ég vissi svo sem ekkert hvort hún yrði að neinu. Ég set mér ekki endilega alveg skýra stefnu, ég var með hugmyndir um að skrifa esseyjur, svona óskáldaða spekitexta, eða fleiri leikrit.“ Bók Brynju er sannarlega allrar athygli verð.vísir/vilhelm En þessi saga togaði í Brynu. „Svo hélt ég fram hjá verkefninu og skrifaði ljóðabók sem kom út 2021, svo átti ég barn líka þarna í millitíðinni. Þannig það hefur heilmikið gengið á þessum fjórum árum sem ég skrifaði hana. Sumir myndu segja að skrifin hefðu tekið fjögur ár með hléum en ég myndi segja fjögur ár – allan tímann.“ Danskar rauðu-seríu-legar spennubókmenntir blandast inn í Í Friðsemd er sögumaðurinn prófarkalesari/ritstjóri fyrir hina ævintýralegu Fatimu og þar gefst tækifæri til að lauma inn allskonar hugleiðingum um skáldskapinn án þess að það trufli framvinduna hið minnsta? Frásögnin verður þannig marglaga. „Já, það er sennilega kjarninn í verkinu. Vangaveltur um skáldskapinn. Þessi bók gamansaga, full af hæðni og fíflagangi en það þýðir ekki að mér sé ekki full alvara með þessu, að ég sé ekki að reyna að segja eitthvað. Bókin fjallar fyrst og fremst um sögur, og list yfirhöfuð, sem líknandi afl.“ Friðsemd er snjöll bók og fléttast meðal annars inn í söguþráðinn danskar rauðu-seríu-legar spennubókmenntir.vísir/vilhelm Brynja segir að þegar við eigum bágt, þegar við stöndum andspænis stóru spurningunum, þá leitum við í skáldskapinn bæði til að finna svör en líka bara til að losa um spennu. „Sögurnar þurfa ekki alltaf að vera merkilegar til að þær geti hjálpað, létt lund eða jafnvel opinberað eitthvað. Friðsemd, aðalpersónan, er þýðandi og yfirlesari og hún les helst bara bækur sem Fatima besta vinkona hennar skrifar. Þetta eru danskar rauðu-seríu-legar spennubókmenntir um ofurlögmanninn Advokat Larsen og Friðsemd lifir í gegnum þær. Í upphafi bókar, fær Friðsemd þær fregnir að Fatima hafi látist í slysi, sem er gríðarlega skekjandi áfall. Til að glíma við það áfall leitar hún í bækurnar. Smátt og smátt fara svo mörkin milli sögunnar og sagnanna inni í sögunni ef til vill að óskýrast.“ Heimurinn er algjört furðuverk Og um leið færist bókin yfir í að verða súrrealískur vísindaskáldskapur, kannski ekki annað hægt þegar Friðsemd breytist í þennan ofurlögmann? „Já. Þetta fer á ansi súrrealískar slóðir, enda finnst mér mjög heiðarlegt að túlka heiminn okkar gegnum súrrelismann. Það gengur mikið á í sögunni og furðulegir hlutir gerast en þannig er heimurinn okkar, hann er algjört furðuverk, stórkostlega flókinn og mótsagnakenndur, kraftaverk gerast þvert ofan í hörmungar og mér langaði að miðla því í þessari bók.“ Bryja lagði upp með að skrifa mjög ærslafullt verk, full af stuði en þegar hún las textann yfir kom hún auga á sitthvað undir textanum.vísir/vilhelm Brynja segir Friðsemd eiga nokkuð hefðbundið „ferðalag hetjunnar“, hún þurfi að taka málin í sínar hendur, gerast einhvers konar spæjari og leysa gátuna. „Tilfellið er hins vegar að hún er afleitur spæjari og það kemur svolítið flatt upp á hana hvað þetta er mikið erfiðara en það virðist í bókunum. En svo vex henni ásmegin.“ Frekar að skrifa sig nær hlutunum en frá þeim Sko, á blaðsíðu 168 segir: „Þessi bók var persónuleg, sem er óvenjulegt. Fatima notaði skáldsögur sínar ekki sem dagbækur, þótt það læki að sjálfsögðu alltaf eitthvað úr hversdeginum þangað inn, eins og hjá öllum höfundum.“ Og þá blasir eiginlega spurningin við: Af hversu miklu leyti dregur þú þitt líf inn í þessa einstöku sögu? „Haha, ég held að það sé óhætt að segja að ég skáldi ansi mikið í þessari bók, sem fjallar um einfara á sjötugsaldri úr framtíðinni, og margar aðrar verulega skrautlegar persónur. Hins vegar lekur alltaf eitthvað á milli, eins og ég segi í þessari tilvitnun sem þú dregur fram. Einhverjar tilfinningar og athuganir. Ég lagði upp með að skrifa mjög ærslafullt verk, fullt af stuði, en svo þegar verkinu lauk þá kom ég auga á sitthvað undir textanum sem hugsaði með mér: „já, þetta þurftirðu að lofta um“. Það er stundum talað um að skrifa sig frá einhverju en ég held að það sé ekki hægt, maður getur bara skrifað sig nær hlutunum og í því felst (mögulega) hreinsun.“ Fyrir liggur að í þessari til þess að gera stuttu sögu ægi öllu saman, og meðal annars virðist þér verða frekar mikið niðri fyrir varðandi loftslagsvandann? „Hann ratar sannarlega þarna inn. Þegar maður skrifar um framtíðina er maður alltaf að fjalla um samtíðina, um það sem blasir við. Sagan fjallar fyrst og fremst um fólk og máttlausar tilraunir þess til að leysa vandamál sín. Sum vandamál eru stærri en önnur, til dæmis loftslagsvandinn.“ Friðsemdar nafnið kemur til dæmis úr einni af uppáhaldsbókum Brynju, Þar lágu Danir í því eftir Yrsu Sigurðardótturvísir/vilhelm Í sögunni er landslag Íslands, og heimsins, talsvert breytt frá því sem við þekkjum, yfirborð sjávar hefur hækkað og því hefur láglendi sokkið í hafið, svo að þeim byggðum sem eru hátt yfir sjávarmáli er betur borgið og þær hafa stækkað. „Þess vegna er Hveragerði til að mynda sjávarpláss í bókinni, eitthvað sem kemur spánskt fyrir sjónir.“ Hámlas Yrsu sem krakki Og þarna eru allskyns tákn sem má rýna í ef vill. Til að mynda eru nöfn persóna sérstök. Fatima er hinn kaþólski titill á Maríu, móður Jesús, svo eitthvað sé nefnt. Af hverju er það? „Sko það má nú lesa allt alls konar og það ég hef litla stjórn á því sem höfundur. Þetta nafn hefur auðvitað ýmsar trúarlegar skírskotanir, svo er víst bær í Portúgal sem heitir þetta. Til að vera alveg hreinskilin varð þetta nafn samt bara fyrir valinu því mér finnst það svo hljómfagurt, stundum er það bara fegurðin ein sem ræður.“ Brynja segir það rétt að hún bregði á leik með nöfnin. „Það er eitt það skemmtilegasta! Friðsemdar nafnið kemur til dæmis úr einni af mínum uppáhaldsbókum, Þar lágu Danir í því eftir Yrsu Sigurðardóttur. Ég hámlas þá bók aftur og aftur sem krakki og þar var eftirminnileg aukapersóna sem hét Friðsemd.“ Vill helst bara vera að lesa bækur og glápa á B-myndir Blaðamaður ræður vart við sig og er kominn allt of djúpt í að þýfga höfundinn um eitt og annað varðandi þessa bók sem er vægast sagt spennandi, hvernig sem á er litið. En það er dónaskapur að ætlast til þess að höfundur útskýri verk sitt í smáatriðum. Svo þetta viðtal taki á sig eðlilega mynd; hvað geturðu sagt mér um þig sjálfa? Uppáhaldsrithöfundar eru Kurt Vonnegut og Tove Janson.vísir/vilhelm „Ég er þrjátíu og eins árs rithöfundur, bý í miðbænum með karli, dóttur og ketti. Ég er taugahrúga og prjóna á kvöldin til að stemma stigu við því, svona eftir að ég hætti að reykja. Ég hef gengið menntaveginn, er með gráðu í kvikmyndafræði, málvísindum og ritlist. Mín helsta ástríða er að lesa bækur og glápa á bíómyndir og svo að hitta fólk til að ræða umræddar bækur og bíómyndir. Mínir uppáhaldsrithöfundar eru Kurt Vonnegut og Tove Janson en þegar kemur að kvikmyndum hef ég umfram allt smekk fyrir gömlum lélegum B-myndum, braski og sorpi,” segir Brynja og gengst fúslega við því að mega teljast skrítin. Og nú ertu á bólakafi í jólabókaflóðinu, hvernig líkar þér það? „Þannig er það á þessum tíma árs, maður verður ferlega skrítinn. Með egóið utan á sér, klístrað eins hunang og allt límist við mann. En það er auðvitað gaman að þessu, það er uppskerutími! Ég hef verið svo lánsöm að fá að fara út um allt land að kynna bókina og lesa upp, það er alveg fjarskalega gaman.“ Framboðin sópað upp öllum auglýsingaplássum Brynja segist ekki láta kosningarnar trufla sig um of í miðju jólabókaflóðinu. „Þegar boðað var til kosninga hlupu margir (lesist: útgefendur) upp til handa og fóta yfir því að nú myndu allir gleyma jólabókunum. Ég hef nú ekki verið svo dramatísk, ég held að bókaáhuginn sé bara sprelllifandi sem og endranær, þótt framboðin hafi vissulega sópað upp alla borða og heilsíður og dálkasentimetra undir sinn áróður, svo auglýsingaplássið er kannski minna.“ Brynja segist verða fegin þegar kosningarnar eru að baki og bókmenntir og kertaljós eigi sviðið, eins og vera ber.vísir/vilhelm Brynja hugsar sig um og dregur svo aðeins í land. „Ekki þar með sagt að ég verði ekki ógurlega fegin þegar þessu lýkur, það er nú ástæða fyrir því að kosningar eru almennt að vori, ekki í miðju skammdegi og jólaundirbúningi. Eftir helgi eiga bókmenntir og kertaljós sviðið, við treystum því.“ Og ertu byrjuð á næstu sögu? „Ég er byrjuð á næstu, hún er skammt komin en ég held að tónninn í henni verði ögn frábrugðinn. Samt kannski ekki, maður heldur víst alltaf áfram að vera maður sjálfur, flýr ekki undan því. Það stefnir allt í hryllingssögu. Svo liggja ljóð og smásögur í skúffum. Við sjáum hvað setur!“
Höfundatal Bókmenntir Bókaútgáfa Mest lesið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Fleiri fréttir Lifandi tónlist og kósý væb í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Sjá meira