Nýbökuðu hjónin búa á Seltjarnarnesi og þekkja vel til í vesturhluta höfuðborgarsvæðisins. Haukur er gallharður KR-ingur og Bryndís er dóttir Páls Kolbeinssonar, körfuboltagoðsagnar hjá vesturbæjarfélaginu.
Mikill stjörnufans var í brúðkaupinu, Stebbi Hilmars söng fyrir hjónin þegar þau stigu sinn fyrsta dans og svo kitluður bræðurnir Friðrik Dór og Jón Jónsson líka raddböndin. Jón og Haukur voru nágrannar á Seltjarnarnesinu í nokkurn tíma.
Bryndís og Haukur eiga tvö börn, soninn Arnar Pál sem gekk með þeim út kirkjugólfið að athöfn lokinni og Andreu Guðrúnu sem var í fangi föður síns. Dansinn dunaði svo í brúðkaupsveislunni langt fram á nótt.
Haukur er landsmönnum vel kunnugur en hann var lengi vel íþróttafréttamaður hjá Ríkisútvarpinu áður en hann hætti 2021 og fór til Samkeppniseftirlitsins. Nú er hann kominn í bandaríska sendiráðið. Bryndís hefur verið lögfræðingur hjá Arion banka frá 2022 en var þar áður hjá Verði, Stjörnunni ehf. og Kvikubanka.