Frægir fjölguðu sér árið 2024 Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 21. desember 2024 07:00 Yfir fjörutíu börn þekktra Íslendinga komu í heiminn á árinu 2024. Það er alltaf mikið gleðiefni þegar nýtt líf kemur í heiminn og má segja að árið 2024 hafi verið mikið barnaláns ár hjá þjóðþekktum Íslendingum. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu og Vísir greindi frá. Ef Instagram-færslurnar birtast á ekki þá er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni. Janúar Leikkonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir og tónlistarmaðurinn Snorri Helgason eignuðust dreng 6. janúar. Fyrir eiga hjónin eina stúlku Eddu Kristínu, fædda árið 2018. Drengurinn fékk nafnið Sturla Pétur. View this post on Instagram A post shared by Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttakona eignaðist stúlku 14. janúar síðastliðinn. Fæðingin var löng og erfið og var ákveðið að koma stúlkunni í heiminn með bráðakeisara. Stúlkan fékk nafnið Andrea Kristný. „Þetta var mjög skrítin tilfinning þegar ég fékk jákvætt óléttupróf, þau höfðu verið ansi mörg neikvæð áður svo ég var nokkuð róleg yfir þessu, trúði því ekki að þetta gæti verið raunverulegt. Þegar ég hugsa tilbaka þá var það eiginlega ekki fyrr en í snemmsónarnum sem ég svona fór að trúa því að þetta væri að fara að gerast og það var mögnuð tilfinning að heyra hjartsláttinn og fá það staðfest að ég væri ólétt,“ sagði Svava Kristín um augnablikið þegar hún komst að því að hún væri ólétt. En hún hafði reynt að eignast barn í nokkur ár með aðstoð fyrirtækisins Livio. Svava Kristín og Andrea á heimili þeirra í Reykjavík. Sjá: Dásamlegt að koma heim með barnið sem hún þráði svo lengi Afrekshlauparinn Kári Steinn Karlsson og eiginkona hans Aldís Arnardóttir, yfirmaður verslunarsviðs 66° Norðurs, eignuðust tvíburadrengi þann 8. janúar. Fyrir eiga þau tvo drengi, Arnald sjö ára og Eystein Ara fjögurra ára. View this post on Instagram A post shared by ALDÍS ARNARDÓTTIR (@aldisarnardottir) Tvíburarnir mættu í heiminn eftir 35 vikna meðgöngu og voru þegar í stað nefndir, Teitur Örn og Högni Karl. „Báðir hraustir og flottir, um 11 merkur og 47 cm og almennt bara alveg eins að mati okkar foreldranna,“ skrifaði Aldís við fallega mynd af tvíburunum á Instagram. Febrúar Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, og Ómar Páll Sigurbjartsson eiginmaður hennar eignuðust sitt annað barn þann 7. febrúar. Fyrir eiga þau Brynjar Atla, sem fæddist sumarið 2018. View this post on Instagram A post shared by Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og kærasta hans, María Builien Jónsdóttir, líffræðingur og tölvunarfræðingur, eignuðust stúlku þann 3. febrúar. Stúlkunni var gefið nafnið Kolka. Fyrir eiga þau eina dóttur saman, Avelín Emblu. Arnar á tvö börn úr fyrra sambandi. Sjá: Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Fyrrverandi atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og eiginmaður hennar Thomasi Bojanowski eignuðust dreng þann 8. febrúar. Drengurinn er þeirra annað barn og var gefið nafnið Alexander Noel. Fyrir eiga þau Maron Atlas sem er tveggja ára. View this post on Instagram A post shared by Ólafía Þ. Kristinsdóttir (@olafiakri) Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class og raunveruleikastjarna, og sambýlismaður hennar Enok Jónsson eignuðust dreng þann 8. febrúar. Drengurinn var skírður við hátíðlega athöfn byrjun maí í Fríkikjunni í Hafnarfirði og fékk nafnið Birnir Boði. Öllu var tjaldað til í skírnarveislunni sem var haldin í veislusal Sjálands í Garðabæ. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) View this post on Instagram A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) Mars Knattspyrnuparið Elísa Viðarsdóttir og Rasmus Christiansen eignuðust dreng þann 2. mars. Drengurinn heitir Theodór Sindri Christiansen. Fyrir eiga þau eina stúlku. Elísa greindi frá óléttunni í september í fyrra þar sem hún sagði fjölskylduna spennta að jafna út leikinn í lok febrúar. Drengurinn lét bíða eftir sér og kom í heiminn nokkrum dögum eftir settan dag. View this post on Instagram A post shared by Elísa Viðarsdóttir (@elisavidars) Birkir Bjarnason, leikjahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðslins í fótbolta frá upphafi, og franska fyrirsætan Sophie Gordon, eignuðust dóttur þann 11. mars. Stúlkan hefur fengið nafnið Sofia Lív. Fjölskyldan býr saman á Ítalíu þar sem Birkir spilar nú með knattspyrnuliðinu Brescia. Björgólfur Takefusa, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, og Sólveig Heimisdóttir viðskiptafræðingur eignuðust sitt fyrsta barn saman þann14. mars. Stúlkunni var gefið nafnið Indíana Rós. Fyrir á Björgólfur dótturina Jasmín Ósk sem er níu ára. Björgólfur og Sólveig hafa verið par í þrjú ár. Apríl Arna Ýr Jónsdóttir, fegurðardrottning og hjúkrunarfræðinemi, og Vignir Þór Bollason kírópraktor eignuðust dóttur þann 3. apríl. Fæðingin var heimafæðing og kom stúlkan í heiminn í uppblásinni sundlaug heima í stofu. Um er að ræða þriðja barn parsins. Stúlkan var skírð á sumardaginn fyrsta og fékk nafnið Bella Dís. „Hún fékk Dís í höfuðið á tveimur mikilvægum konum í okkar lífi, Svandís vinkonu minni og mágkonu og ömmu Láru (Arndís Lára, amma mín) sem lést sl. nóvember en sá örugglega til þess að við fengjum svona ofboðslega fallegan dag fyrir litlu Bellu Dís,“ skrifaði Arna við myndafærslu af fjölskyldunni á skírnardaginn. Fyrir eiga þau dótturina Ástrós Mettu, fædda 21. júní árið 2019 og soninn Nóa, sem fæddist sama dag tveimur árum síðar eða árið 2021. Jón Daði Böðvarsson knattspyrnumaður og unnusta hans María Ósk Skúladóttir viðskiptafræðingur eignuðust dreng þann 30.apríl. Drengurinn heitir Emil Atli. Fyrir eiga þau dótturina Sunnevu Sif sem verður sex ára í febrúar næstkomandi. Fjölskyldan eru búsett í Bretlandi, þar sem þau hafa búið síðastliðin ár, þar sem Jón Daði spilar með Bolton Wanderers. View this post on Instagram A post shared by Jón Daði Böðvarsson (@jondadib) Hjónin og eigendur heilsustaðarins Maikai, Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, eignuðust stúlku þann 26. apríl. Stúlkunni var gefið nafnið Maja Svan. Maja litla er annað barn hjónanna en fyrir eiga þau Viktor Svan sem er sex ára. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Metta Svan Ásgeirsd (@elisabmetta) Maí Crossfit-parið Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Emil Aegidius eignuðust dreng á verkalýðsdaginn 1.maí. Drengurinn heitir Atlas Týr. Fyrir eiga þau dótturina Freyju Mist sem fæddist árið 2020. „Á svipstundu stækkaði hjartað um nokkur númer. Ég er svo ótrúlega þakklát að vera komin með litla strákinn minn í fangið, “ skrifaði Annie Mist við fallega mynd af þeim mæðginum á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Alfreð Finnbogason knattspyrnumaður og Fríða Rún Einarsdóttir eignuðust stúlku þann 9. maí. Um er að ræða þeirra þriðja barn saman. Stúlkan fékk nafnið Eva Kolbrún. Fyrir eiga þau, Viktoríu fædda árið 2017 og Emil kára fæddan í ársbyrjun 2019. Fjölskyldan er búsett í Belgíu þar sem Alfreð spilar með KAS Eupen. Dóttir listaparsins, Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur og Júlís Heiðars Halldórssonar, kom í heiminn þann 9.maí. Dóttirin fékk nafnið Kolfinna Anna Kolka og er fyrsta barn þeirra saman en fyrir eiga þau hvort sinn strákinn. View this post on Instagram A post shared by DÍSA (@thordisbjork) Júní Davíð Helgason fjárfestir og fyrirsætan Isabella Lu Warburg eignuðust sitt annað barn saman þann 29. maí. Drengurinn hefur fengið nafnið Atlas Lu. Fyrir eiga þau soninn Ágúst Lu sem er tveggja ára en Davíð á einnig tvö börn úr fyrra hjónabandi. Isabella tilkynnti um komu drengsins í myndafærslu á Instagram. Þar mátti meðal annas sjá afar stoltan stóra bróður með þann litla bróðir í fanginu. View this post on Instagram A post shared by Isabella Lu Warburg 陆莎莎 (@isabellawarburg) Eva Laufey Kjaran, markaðs-og upplifunarstjóri Hagkaups, og eiginmaður hennar Haraldur Haraldsson deildarstjóri Icelandair Cargo eignuðust stúlku þann 26. maí. Fyrir eiga þau dæturnar Ingibjörgu Rósu sem er níu ára og Kristínu Rannveigu sex ára. Sú stutta hefur fengið nafnið Margrét Maren í höfuðið á konum sem eru þeim afar kærar. „Við sjáum ekki sólina fyrir henni og njótum þess að kúra með henni alla daga enda er ekkert betra í þessum heimi en nákvæmlega þetta,“ skrifaði Eva Laufey við fallega myndafærslu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Eva Laufey Kjaran (@evalaufeykjaran) Leikarinn Ari Freyr Ísfeld Óskarsson og Vigdís Perla Maack, sýningarstjóri í Þjóðleikhúsinu og verkefnastjóri, eignuðust stúlku þann 7. júní. Fyrir eiga þau einn dreng, Huginn Grím sem er þriggja ára. Vigdís lýsti fæðingu dótturinnar á einlægan og kómískan hátt í færslu á samfélagsmiðlum. „Í gulri viðvörun fór allt af stað og þegar sólin mætti undir lok óveðursins þá mætti líka dóttir okkar Ara og litla systir Hugins með rassinn á undan sér, eða réttara sagt annan fótinn og sparkaði sér inn í heiminn. 3940 grömm og 50 cm. Hún hefur sýnt það strax að hún fer sínar eigin leiðir og lætur enga aðra segja sér hvernig hún gerir hlutina,“ skrifaði Vigdís. Leikarinn Níels Thibaud Girerd og Sóley Guðmundsdóttir, starfsmaður á samskiptadeild KSÍ eignuðust dóttur þann 25. júní síðastliðinn. Níels samdi fallegt ljóð við tilefnið sem fylgdi færslunni á samfélagsmiðlum. Íris Freyja Salguero fyrirsæta og Egill Halldórsson, eigandi Górilla vöruhúss og Wake up Reykjavík, eignuðust stúlku þann 26. júní. Stúlkan er þeirra fyrsta barn og hefur hún fengið nafnið Maya sól. Parið hnaut hvort um annað í byrjun árs 2023. Stúlkan fékk nafnið Maya sól. Júlí Knattspyrnukappinn og fyrirliði HK í Bestu deild karla, Leifur Andri Leifsson, og kærastan hans Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórarmeðlimur FKA, eignuðust stúlku þann 19. júlí. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman og hefur hún fengið nafnið Erla Margrét. „Dásamlegur dagur með okkar nánustu þar sem litla ljós var skírð í höfuðið á báðum langömmum sínum & frænku sinni sem er janframt alnafna hennar,“ skrifaði parið við mynd frá skírnardeginum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Leifur Andri Leifsson (@leifurleifs) Gísli Pálmi Sigurðsson rappari eignaðist dóttur með Írenu Líf Svavarsdóttur félgasráðgjafa þann 23. júlí. Parið hefur haldið sambandinu og óléttunni utan sviðsljóssins. Á allra síðustu árum hefur Gísli verið með annan fótinn í Lundúnum þar sem hann er einnig til heimilis. Inga Tinna Sigurðardóttir forstjóri Dineout, og Logi Geirsson handboltakappi eignuðust stúlku þann 25. júlí. Dóttirin er fyrsta barn Ingu Tinnu en fyrir á Logi stúlku og dreng. Parið gaf dóttur sinni nafn við hátíðlega athöfn í návist þeirra nánustu fjölskyldu og vina á Hótel Borg þann 26. október. Stúlkan fékk nafnið Bella Eldon. View this post on Instagram A post shared by Inga Tinna Sigurðardóttir (@ingatinna) Tónlistar- og sjónvarpsmaðurinn Unnsteinn Manuel Stefánsson og vöruhönnuðurinn Ágústa Sveinsdóttir eignuðust stúlku þann 10. maí. Um er að ræða þeirra annað barn en í Instagram færslunni segja þau frá því hvað sú litla heitir. „Dóttir okkar Saga Ximinha Unnsteinsdóttir kom í heiminn 10.maí síðastliðinn. Móður og barni heilsast vel,“ skrifði Unnsteinn í færslunni. View this post on Instagram A post shared by UNNSTEINN (@unnsteinnmanuel) Heitir í höfuðið á ömmu sinni „Hún fær nafn ömmu sinnar frá Angola. Ekki biblíunöfnin Ana og Maria heldur afríska nafnið Ximinha. Amma hennar bar aðeins þetta nafn fyrstu 12 ár ævi sinnar þangað til hún var send til Portúgal og tók upp portúgalskt nafn.“ Unnsteinn útskýrir að orðið Ximinha, sem borið er fram sem Símínja, sé úr tungumáli Kimbundu ættbálksins. Það komi af orðinu Muxima sem þýði hjarta. „Ximinha þýðir því „litla hjarta,“ skrifaði Unnsteinn á einlægum nótum. Ágúst Leikstjórinn Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel, myndlistakona og leikmyndahönnuður, eignuðust stúlku þann 5. ágúst. Stúlkan hefur fengið nafnið Kilja Kormákur. Parið þurfti að sækja um leyfi fyrir nafninu hjá mannanafnanefd og var það samþykkt þann 3. september síðastliðinn. Um er að ræða fyrsta barn Sunnevu en Baltasar á fjögur börn fyrir, þau Ingibjörgu Sóllilju, Baltasar Breka, Storm Jón Kormák og Pálma Kormák. Sunneva og Baltasar sameina krafta sína í kvikmyndinni Snerting. Edda Falak, baráttukona og áhrifavaldur, og Kristján Helgi Hafliðason, glímukappi og þjálfari í Mjölni, eignuðust fallegan dreng þann 3. september. Honum var gefið nafnið Ómar Yamak, í höfuðið á bróður Eddu. View this post on Instagram A post shared by Edda Falak (@eddafalak) Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, þekktur sem Ingó veðurguð, og kærasta hans Alexandra Eir Davíðsdóttir eignuðust stúlku þann 31. ágúst. Stúlkan fékk nafnið Júlía Eir. Fyrir eiga þau Þórarinn Ómar sem er tveggja ára. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Eir Davíðsdóttir (@alexandraeir) September Hjónin og þjálfararnir Sandra Björg Helgadóttir og Hilmar Arnarson eignuðust dreng 24. september síðastliðinn. Drengurinn var skírður þann 15. desember við fallega athöfn og fékk nafnið Hilmar Snær. View this post on Instagram A post shared by Sandra Björg Helgadóttir (@sandrahelga) Október Fanney Dóra Veigarsdóttir, förðurnarfræðingur og áhrifavaldur, og unnusti hennar Aron Ólafsson rafvirkjanemi eignuðust dreng þann 23. september síðastliðinn og hefur fengið nafnið Veiga Óli. Fyrir eiga þau Thalíu Guðrúnu sem er þriggja ára. View this post on Instagram A post shared by F A N N E Y D O R A (@fanneydora) Íþróttafréttakonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Sigurgeirsson verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík eignuðust dreng þann 2. október. Drengnum var gefið nafnið Vilhjálmur Bessi. Fyrir eiga þau Magnús sem er fjögurra ára gamall. Alexandra Helga Ívarsdóttir, eigandi barnafataverslunar, og Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður eignuðust dreng þann 17. október. Fyrir eiga þau dótturina Melrós Míu sem fæddist árið 2021. Drengnum var gefið nafnið Róman Þór Gylfason. Knattspyrnukonurnar, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Erin McLeod, eignuðust dreng þann 19. október. Drengnum hefur verið gefið nafnið Baldwin Leó. View this post on Instagram A post shared by Gunny Jonsdottir (@gunnhilduryrsa) Reykjavíkurdóttirin Ragga Holm og kærastan hennar Elma Valgerður eignuðust frumburð sinn þann 22. október. Parið birti sameiginlega færslu á Instagram þar sem þær tilkynna fæðingu sonarins: „Þann 22. október kl 07:12 mætti litli strákurinn okkar í heiminn. Ég get ekki sett það í orð hvað ég er stolt af Elmu minni sem stóð sig eins og hetja. Ég mun þakka henni á hverjum degi fyrir að hafa búið til gullfallega son okkar. Elmu heilsast vel, honum heilsast vel og mér líður vel.“ View this post on Instagram A post shared by Ragga Holm (@raggaholm) Tónlistarkonan Greta Salóme Stefánsdóttir og eiginmaður hennar Elvar Þór Karlsson, eignuðust dreng þann 23. október. Fyrir eiga þau Bjart Elí sem fæddist í nóvember árið 2022. Greta greindi frá komu drengsins í færslu á Instgram: „Eftir áhættumeðgöngu sem einkenndist af miklum áhyggjum og nánast daglegum læknisskoðunum í lokin, kom þessi litla manneskja í heiminn þann 23. október síðastliðinn. Hann vó aðeins 2,2 kíló og var 43,5 sentímetrar að hæð, en algjörlega fullkominn.“ View this post on Instagram A post shared by 𝐆𝐑𝐄𝐓𝐀 𝐒𝐀𝐋Ó𝐌𝐄 (@gretasalome) Nóvember Leikkonan Aníta Briem og sambýlismaður hennar Hafþór Waldorff eignuðust stúlku þann 13. nóvember. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Aníta eina stúlku með þáverandi eiginmanni sínum Constantine Paraskevopoulus. View this post on Instagram A post shared by Aníta Briem (@anitabriem) Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og verkfræðingur, og eiginmaður hennar Markus Wasserbaech eignuðust sitt annað barn þann 14. nóvember. Fyrir eiga þau eina dóttur, Elísu Eyþóru sem er tveggja ára. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Drengnum hefur verið gefið nafnið Aron Atli. Hjónin endurgerðu goðsagnarkennt atriði úr Disney-myndinni Konungur ljónanna frá árinu 1994 þegar þau tilkynntu nafnið á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Knattspyrnukonan og læknaneminn Elín Metta Jensen og Sigurður Tómasson framkvæmdastjóri vaxtar og viðskiptaþróunar hjá Origo eignuðust sitt fyrsta barn saman 14. nóvember. Facebook Gunnlaugur Arnar Ingason, bakari og kondítor, betur þekktur sem Gulli bakari, og sambýliskona hans Kristel Þórðardóttir, eignuðust dreng þann 15. nóvember. Fyrir eiga þau soninn Arnar Inga sem fæddist í apríl 2023. View this post on Instagram A post shared by Gunnlaugur Ingason (@gulliarnar) Kvikmyndagerðamaðurinn Ísak Hinriksson og kærastan hans Karítas Spanó fatahönnuður eignuðust dreng þann 16. nóvember. „Elsku litli prinsinn okkar kom í heiminn í bráðakeisara 16.11. Við erum yfir okkur ástfangin og öllum heilsast vel,“ skrifaði parið í sameiginlegri færslu á Instagram og birti myndir af frumburðinum. View this post on Instagram A post shared by Karitas Spano (@karitasspano) Desember Útvarspkonan Valdís Eiriksdóttir, sem margir þekkja sem Völu Eiríks, og Óskar Logi Ágústsson úr Vintage Caravan, eignuðust dreng þann 5. desember. „Okkur tókst það! Við bjuggum til hið fullkomna barn. Við erum enn að jafna okkur eftir erfiða fæðingu, en þurfum ekki nema að horfa á þetta fallega andlit og þefa af þessum mjúku kinnum til að fara í hamingjuvímu og allt annað hverfur. Gangi ykkur vel að gefa okkur jólagjafir í ár, besta jólagjöfin er þegar fundin í hesum litla draum okkar, skrifaði Vala og birti fallega mynd af syninum á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Óskar Logi Ágústsson (@oskarlogi) Fréttir ársins 2024 Barnalán Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Sjá meira
Ef Instagram-færslurnar birtast á ekki þá er ráð að endurhlaða (e. refresh) síðunni. Janúar Leikkonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir og tónlistarmaðurinn Snorri Helgason eignuðust dreng 6. janúar. Fyrir eiga hjónin eina stúlku Eddu Kristínu, fædda árið 2018. Drengurinn fékk nafnið Sturla Pétur. View this post on Instagram A post shared by Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttakona eignaðist stúlku 14. janúar síðastliðinn. Fæðingin var löng og erfið og var ákveðið að koma stúlkunni í heiminn með bráðakeisara. Stúlkan fékk nafnið Andrea Kristný. „Þetta var mjög skrítin tilfinning þegar ég fékk jákvætt óléttupróf, þau höfðu verið ansi mörg neikvæð áður svo ég var nokkuð róleg yfir þessu, trúði því ekki að þetta gæti verið raunverulegt. Þegar ég hugsa tilbaka þá var það eiginlega ekki fyrr en í snemmsónarnum sem ég svona fór að trúa því að þetta væri að fara að gerast og það var mögnuð tilfinning að heyra hjartsláttinn og fá það staðfest að ég væri ólétt,“ sagði Svava Kristín um augnablikið þegar hún komst að því að hún væri ólétt. En hún hafði reynt að eignast barn í nokkur ár með aðstoð fyrirtækisins Livio. Svava Kristín og Andrea á heimili þeirra í Reykjavík. Sjá: Dásamlegt að koma heim með barnið sem hún þráði svo lengi Afrekshlauparinn Kári Steinn Karlsson og eiginkona hans Aldís Arnardóttir, yfirmaður verslunarsviðs 66° Norðurs, eignuðust tvíburadrengi þann 8. janúar. Fyrir eiga þau tvo drengi, Arnald sjö ára og Eystein Ara fjögurra ára. View this post on Instagram A post shared by ALDÍS ARNARDÓTTIR (@aldisarnardottir) Tvíburarnir mættu í heiminn eftir 35 vikna meðgöngu og voru þegar í stað nefndir, Teitur Örn og Högni Karl. „Báðir hraustir og flottir, um 11 merkur og 47 cm og almennt bara alveg eins að mati okkar foreldranna,“ skrifaði Aldís við fallega mynd af tvíburunum á Instagram. Febrúar Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta, og Ómar Páll Sigurbjartsson eiginmaður hennar eignuðust sitt annað barn þann 7. febrúar. Fyrir eiga þau Brynjar Atla, sem fæddist sumarið 2018. View this post on Instagram A post shared by Dagný Brynjarsdóttir (@dagnybrynjars) Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, og kærasta hans, María Builien Jónsdóttir, líffræðingur og tölvunarfræðingur, eignuðust stúlku þann 3. febrúar. Stúlkunni var gefið nafnið Kolka. Fyrir eiga þau eina dóttur saman, Avelín Emblu. Arnar á tvö börn úr fyrra sambandi. Sjá: Bannað að ræða fótbolta og heimilisfjármálin á stefnumótum Fyrrverandi atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og eiginmaður hennar Thomasi Bojanowski eignuðust dreng þann 8. febrúar. Drengurinn er þeirra annað barn og var gefið nafnið Alexander Noel. Fyrir eiga þau Maron Atlas sem er tveggja ára. View this post on Instagram A post shared by Ólafía Þ. Kristinsdóttir (@olafiakri) Birgitta Líf Björnsdóttir, markaðsstjóri World Class og raunveruleikastjarna, og sambýlismaður hennar Enok Jónsson eignuðust dreng þann 8. febrúar. Drengurinn var skírður við hátíðlega athöfn byrjun maí í Fríkikjunni í Hafnarfirði og fékk nafnið Birnir Boði. Öllu var tjaldað til í skírnarveislunni sem var haldin í veislusal Sjálands í Garðabæ. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) View this post on Instagram A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) Mars Knattspyrnuparið Elísa Viðarsdóttir og Rasmus Christiansen eignuðust dreng þann 2. mars. Drengurinn heitir Theodór Sindri Christiansen. Fyrir eiga þau eina stúlku. Elísa greindi frá óléttunni í september í fyrra þar sem hún sagði fjölskylduna spennta að jafna út leikinn í lok febrúar. Drengurinn lét bíða eftir sér og kom í heiminn nokkrum dögum eftir settan dag. View this post on Instagram A post shared by Elísa Viðarsdóttir (@elisavidars) Birkir Bjarnason, leikjahæsti leikmaður íslenska karlalandsliðslins í fótbolta frá upphafi, og franska fyrirsætan Sophie Gordon, eignuðust dóttur þann 11. mars. Stúlkan hefur fengið nafnið Sofia Lív. Fjölskyldan býr saman á Ítalíu þar sem Birkir spilar nú með knattspyrnuliðinu Brescia. Björgólfur Takefusa, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, og Sólveig Heimisdóttir viðskiptafræðingur eignuðust sitt fyrsta barn saman þann14. mars. Stúlkunni var gefið nafnið Indíana Rós. Fyrir á Björgólfur dótturina Jasmín Ósk sem er níu ára. Björgólfur og Sólveig hafa verið par í þrjú ár. Apríl Arna Ýr Jónsdóttir, fegurðardrottning og hjúkrunarfræðinemi, og Vignir Þór Bollason kírópraktor eignuðust dóttur þann 3. apríl. Fæðingin var heimafæðing og kom stúlkan í heiminn í uppblásinni sundlaug heima í stofu. Um er að ræða þriðja barn parsins. Stúlkan var skírð á sumardaginn fyrsta og fékk nafnið Bella Dís. „Hún fékk Dís í höfuðið á tveimur mikilvægum konum í okkar lífi, Svandís vinkonu minni og mágkonu og ömmu Láru (Arndís Lára, amma mín) sem lést sl. nóvember en sá örugglega til þess að við fengjum svona ofboðslega fallegan dag fyrir litlu Bellu Dís,“ skrifaði Arna við myndafærslu af fjölskyldunni á skírnardaginn. Fyrir eiga þau dótturina Ástrós Mettu, fædda 21. júní árið 2019 og soninn Nóa, sem fæddist sama dag tveimur árum síðar eða árið 2021. Jón Daði Böðvarsson knattspyrnumaður og unnusta hans María Ósk Skúladóttir viðskiptafræðingur eignuðust dreng þann 30.apríl. Drengurinn heitir Emil Atli. Fyrir eiga þau dótturina Sunnevu Sif sem verður sex ára í febrúar næstkomandi. Fjölskyldan eru búsett í Bretlandi, þar sem þau hafa búið síðastliðin ár, þar sem Jón Daði spilar með Bolton Wanderers. View this post on Instagram A post shared by Jón Daði Böðvarsson (@jondadib) Hjónin og eigendur heilsustaðarins Maikai, Elísabet Metta Svan Ásgeirsdóttir og Ágúst Freyr Hallsson, betur þekktur sem Áki, eignuðust stúlku þann 26. apríl. Stúlkunni var gefið nafnið Maja Svan. Maja litla er annað barn hjónanna en fyrir eiga þau Viktor Svan sem er sex ára. View this post on Instagram A post shared by Elísabet Metta Svan Ásgeirsd (@elisabmetta) Maí Crossfit-parið Annie Mist Þórisdóttir og Frederik Emil Aegidius eignuðust dreng á verkalýðsdaginn 1.maí. Drengurinn heitir Atlas Týr. Fyrir eiga þau dótturina Freyju Mist sem fæddist árið 2020. „Á svipstundu stækkaði hjartað um nokkur númer. Ég er svo ótrúlega þakklát að vera komin með litla strákinn minn í fangið, “ skrifaði Annie Mist við fallega mynd af þeim mæðginum á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) Alfreð Finnbogason knattspyrnumaður og Fríða Rún Einarsdóttir eignuðust stúlku þann 9. maí. Um er að ræða þeirra þriðja barn saman. Stúlkan fékk nafnið Eva Kolbrún. Fyrir eiga þau, Viktoríu fædda árið 2017 og Emil kára fæddan í ársbyrjun 2019. Fjölskyldan er búsett í Belgíu þar sem Alfreð spilar með KAS Eupen. Dóttir listaparsins, Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur og Júlís Heiðars Halldórssonar, kom í heiminn þann 9.maí. Dóttirin fékk nafnið Kolfinna Anna Kolka og er fyrsta barn þeirra saman en fyrir eiga þau hvort sinn strákinn. View this post on Instagram A post shared by DÍSA (@thordisbjork) Júní Davíð Helgason fjárfestir og fyrirsætan Isabella Lu Warburg eignuðust sitt annað barn saman þann 29. maí. Drengurinn hefur fengið nafnið Atlas Lu. Fyrir eiga þau soninn Ágúst Lu sem er tveggja ára en Davíð á einnig tvö börn úr fyrra hjónabandi. Isabella tilkynnti um komu drengsins í myndafærslu á Instagram. Þar mátti meðal annas sjá afar stoltan stóra bróður með þann litla bróðir í fanginu. View this post on Instagram A post shared by Isabella Lu Warburg 陆莎莎 (@isabellawarburg) Eva Laufey Kjaran, markaðs-og upplifunarstjóri Hagkaups, og eiginmaður hennar Haraldur Haraldsson deildarstjóri Icelandair Cargo eignuðust stúlku þann 26. maí. Fyrir eiga þau dæturnar Ingibjörgu Rósu sem er níu ára og Kristínu Rannveigu sex ára. Sú stutta hefur fengið nafnið Margrét Maren í höfuðið á konum sem eru þeim afar kærar. „Við sjáum ekki sólina fyrir henni og njótum þess að kúra með henni alla daga enda er ekkert betra í þessum heimi en nákvæmlega þetta,“ skrifaði Eva Laufey við fallega myndafærslu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Eva Laufey Kjaran (@evalaufeykjaran) Leikarinn Ari Freyr Ísfeld Óskarsson og Vigdís Perla Maack, sýningarstjóri í Þjóðleikhúsinu og verkefnastjóri, eignuðust stúlku þann 7. júní. Fyrir eiga þau einn dreng, Huginn Grím sem er þriggja ára. Vigdís lýsti fæðingu dótturinnar á einlægan og kómískan hátt í færslu á samfélagsmiðlum. „Í gulri viðvörun fór allt af stað og þegar sólin mætti undir lok óveðursins þá mætti líka dóttir okkar Ara og litla systir Hugins með rassinn á undan sér, eða réttara sagt annan fótinn og sparkaði sér inn í heiminn. 3940 grömm og 50 cm. Hún hefur sýnt það strax að hún fer sínar eigin leiðir og lætur enga aðra segja sér hvernig hún gerir hlutina,“ skrifaði Vigdís. Leikarinn Níels Thibaud Girerd og Sóley Guðmundsdóttir, starfsmaður á samskiptadeild KSÍ eignuðust dóttur þann 25. júní síðastliðinn. Níels samdi fallegt ljóð við tilefnið sem fylgdi færslunni á samfélagsmiðlum. Íris Freyja Salguero fyrirsæta og Egill Halldórsson, eigandi Górilla vöruhúss og Wake up Reykjavík, eignuðust stúlku þann 26. júní. Stúlkan er þeirra fyrsta barn og hefur hún fengið nafnið Maya sól. Parið hnaut hvort um annað í byrjun árs 2023. Stúlkan fékk nafnið Maya sól. Júlí Knattspyrnukappinn og fyrirliði HK í Bestu deild karla, Leifur Andri Leifsson, og kærastan hans Hugrún Elvarsdóttir, verkefnastjóri hjá Samtökum atvinnulífsins og stjórarmeðlimur FKA, eignuðust stúlku þann 19. júlí. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman og hefur hún fengið nafnið Erla Margrét. „Dásamlegur dagur með okkar nánustu þar sem litla ljós var skírð í höfuðið á báðum langömmum sínum & frænku sinni sem er janframt alnafna hennar,“ skrifaði parið við mynd frá skírnardeginum í sameiginlegri færslu á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Leifur Andri Leifsson (@leifurleifs) Gísli Pálmi Sigurðsson rappari eignaðist dóttur með Írenu Líf Svavarsdóttur félgasráðgjafa þann 23. júlí. Parið hefur haldið sambandinu og óléttunni utan sviðsljóssins. Á allra síðustu árum hefur Gísli verið með annan fótinn í Lundúnum þar sem hann er einnig til heimilis. Inga Tinna Sigurðardóttir forstjóri Dineout, og Logi Geirsson handboltakappi eignuðust stúlku þann 25. júlí. Dóttirin er fyrsta barn Ingu Tinnu en fyrir á Logi stúlku og dreng. Parið gaf dóttur sinni nafn við hátíðlega athöfn í návist þeirra nánustu fjölskyldu og vina á Hótel Borg þann 26. október. Stúlkan fékk nafnið Bella Eldon. View this post on Instagram A post shared by Inga Tinna Sigurðardóttir (@ingatinna) Tónlistar- og sjónvarpsmaðurinn Unnsteinn Manuel Stefánsson og vöruhönnuðurinn Ágústa Sveinsdóttir eignuðust stúlku þann 10. maí. Um er að ræða þeirra annað barn en í Instagram færslunni segja þau frá því hvað sú litla heitir. „Dóttir okkar Saga Ximinha Unnsteinsdóttir kom í heiminn 10.maí síðastliðinn. Móður og barni heilsast vel,“ skrifði Unnsteinn í færslunni. View this post on Instagram A post shared by UNNSTEINN (@unnsteinnmanuel) Heitir í höfuðið á ömmu sinni „Hún fær nafn ömmu sinnar frá Angola. Ekki biblíunöfnin Ana og Maria heldur afríska nafnið Ximinha. Amma hennar bar aðeins þetta nafn fyrstu 12 ár ævi sinnar þangað til hún var send til Portúgal og tók upp portúgalskt nafn.“ Unnsteinn útskýrir að orðið Ximinha, sem borið er fram sem Símínja, sé úr tungumáli Kimbundu ættbálksins. Það komi af orðinu Muxima sem þýði hjarta. „Ximinha þýðir því „litla hjarta,“ skrifaði Unnsteinn á einlægum nótum. Ágúst Leikstjórinn Baltasar Kormákur og Sunneva Ása Weisshappel, myndlistakona og leikmyndahönnuður, eignuðust stúlku þann 5. ágúst. Stúlkan hefur fengið nafnið Kilja Kormákur. Parið þurfti að sækja um leyfi fyrir nafninu hjá mannanafnanefd og var það samþykkt þann 3. september síðastliðinn. Um er að ræða fyrsta barn Sunnevu en Baltasar á fjögur börn fyrir, þau Ingibjörgu Sóllilju, Baltasar Breka, Storm Jón Kormák og Pálma Kormák. Sunneva og Baltasar sameina krafta sína í kvikmyndinni Snerting. Edda Falak, baráttukona og áhrifavaldur, og Kristján Helgi Hafliðason, glímukappi og þjálfari í Mjölni, eignuðust fallegan dreng þann 3. september. Honum var gefið nafnið Ómar Yamak, í höfuðið á bróður Eddu. View this post on Instagram A post shared by Edda Falak (@eddafalak) Tónlistarmaðurinn Ingólfur Þórarinsson, þekktur sem Ingó veðurguð, og kærasta hans Alexandra Eir Davíðsdóttir eignuðust stúlku þann 31. ágúst. Stúlkan fékk nafnið Júlía Eir. Fyrir eiga þau Þórarinn Ómar sem er tveggja ára. View this post on Instagram A post shared by Alexandra Eir Davíðsdóttir (@alexandraeir) September Hjónin og þjálfararnir Sandra Björg Helgadóttir og Hilmar Arnarson eignuðust dreng 24. september síðastliðinn. Drengurinn var skírður þann 15. desember við fallega athöfn og fékk nafnið Hilmar Snær. View this post on Instagram A post shared by Sandra Björg Helgadóttir (@sandrahelga) Október Fanney Dóra Veigarsdóttir, förðurnarfræðingur og áhrifavaldur, og unnusti hennar Aron Ólafsson rafvirkjanemi eignuðust dreng þann 23. september síðastliðinn og hefur fengið nafnið Veiga Óli. Fyrir eiga þau Thalíu Guðrúnu sem er þriggja ára. View this post on Instagram A post shared by F A N N E Y D O R A (@fanneydora) Íþróttafréttakonan Edda Sif Pálsdóttir og Vilhjálmur Sigurgeirsson verkefnastjóri hjá Háskólanum í Reykjavík eignuðust dreng þann 2. október. Drengnum var gefið nafnið Vilhjálmur Bessi. Fyrir eiga þau Magnús sem er fjögurra ára gamall. Alexandra Helga Ívarsdóttir, eigandi barnafataverslunar, og Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður eignuðust dreng þann 17. október. Fyrir eiga þau dótturina Melrós Míu sem fæddist árið 2021. Drengnum var gefið nafnið Róman Þór Gylfason. Knattspyrnukonurnar, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og Erin McLeod, eignuðust dreng þann 19. október. Drengnum hefur verið gefið nafnið Baldwin Leó. View this post on Instagram A post shared by Gunny Jonsdottir (@gunnhilduryrsa) Reykjavíkurdóttirin Ragga Holm og kærastan hennar Elma Valgerður eignuðust frumburð sinn þann 22. október. Parið birti sameiginlega færslu á Instagram þar sem þær tilkynna fæðingu sonarins: „Þann 22. október kl 07:12 mætti litli strákurinn okkar í heiminn. Ég get ekki sett það í orð hvað ég er stolt af Elmu minni sem stóð sig eins og hetja. Ég mun þakka henni á hverjum degi fyrir að hafa búið til gullfallega son okkar. Elmu heilsast vel, honum heilsast vel og mér líður vel.“ View this post on Instagram A post shared by Ragga Holm (@raggaholm) Tónlistarkonan Greta Salóme Stefánsdóttir og eiginmaður hennar Elvar Þór Karlsson, eignuðust dreng þann 23. október. Fyrir eiga þau Bjart Elí sem fæddist í nóvember árið 2022. Greta greindi frá komu drengsins í færslu á Instgram: „Eftir áhættumeðgöngu sem einkenndist af miklum áhyggjum og nánast daglegum læknisskoðunum í lokin, kom þessi litla manneskja í heiminn þann 23. október síðastliðinn. Hann vó aðeins 2,2 kíló og var 43,5 sentímetrar að hæð, en algjörlega fullkominn.“ View this post on Instagram A post shared by 𝐆𝐑𝐄𝐓𝐀 𝐒𝐀𝐋Ó𝐌𝐄 (@gretasalome) Nóvember Leikkonan Aníta Briem og sambýlismaður hennar Hafþór Waldorff eignuðust stúlku þann 13. nóvember. Um er að ræða þeirra fyrsta barn saman en fyrir á Aníta eina stúlku með þáverandi eiginmanni sínum Constantine Paraskevopoulus. View this post on Instagram A post shared by Aníta Briem (@anitabriem) Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og verkfræðingur, og eiginmaður hennar Markus Wasserbaech eignuðust sitt annað barn þann 14. nóvember. Fyrir eiga þau eina dóttur, Elísu Eyþóru sem er tveggja ára. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Drengnum hefur verið gefið nafnið Aron Atli. Hjónin endurgerðu goðsagnarkennt atriði úr Disney-myndinni Konungur ljónanna frá árinu 1994 þegar þau tilkynntu nafnið á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Katrin Edda (@katrinedda) Knattspyrnukonan og læknaneminn Elín Metta Jensen og Sigurður Tómasson framkvæmdastjóri vaxtar og viðskiptaþróunar hjá Origo eignuðust sitt fyrsta barn saman 14. nóvember. Facebook Gunnlaugur Arnar Ingason, bakari og kondítor, betur þekktur sem Gulli bakari, og sambýliskona hans Kristel Þórðardóttir, eignuðust dreng þann 15. nóvember. Fyrir eiga þau soninn Arnar Inga sem fæddist í apríl 2023. View this post on Instagram A post shared by Gunnlaugur Ingason (@gulliarnar) Kvikmyndagerðamaðurinn Ísak Hinriksson og kærastan hans Karítas Spanó fatahönnuður eignuðust dreng þann 16. nóvember. „Elsku litli prinsinn okkar kom í heiminn í bráðakeisara 16.11. Við erum yfir okkur ástfangin og öllum heilsast vel,“ skrifaði parið í sameiginlegri færslu á Instagram og birti myndir af frumburðinum. View this post on Instagram A post shared by Karitas Spano (@karitasspano) Desember Útvarspkonan Valdís Eiriksdóttir, sem margir þekkja sem Völu Eiríks, og Óskar Logi Ágústsson úr Vintage Caravan, eignuðust dreng þann 5. desember. „Okkur tókst það! Við bjuggum til hið fullkomna barn. Við erum enn að jafna okkur eftir erfiða fæðingu, en þurfum ekki nema að horfa á þetta fallega andlit og þefa af þessum mjúku kinnum til að fara í hamingjuvímu og allt annað hverfur. Gangi ykkur vel að gefa okkur jólagjafir í ár, besta jólagjöfin er þegar fundin í hesum litla draum okkar, skrifaði Vala og birti fallega mynd af syninum á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Óskar Logi Ágústsson (@oskarlogi)
Fréttir ársins 2024 Barnalán Tímamót Ástin og lífið Mest lesið Litríkar umbúðir en lítið innihald Gagnrýni Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Lífið Risa endurkoma eftir áratug í dvala Lífið Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Menning Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Fleiri fréttir Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Sjá meira