Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Aron Guðmundsson skrifar 3. desember 2024 14:05 Ómar Ingi Magnússon í leik með íslenska landsliðinu VÍSIR/VILHELM Ómar Ingi Magnússon, lykilmaður í íslenska landsliðinu í handbolta sem og stórliði Magdeburgar, segir því fylgja mikil vonbrigði og svekkelsi að hafa meiðst illa í síðasta leik með þýska liðinu. Að öllum sé það ekki séns fyrir hann að ná heilsu fyrir komandi Heimsmeistaramót. Fyrr í dag staðfesti Magdeburg að Ómar yrði að öllum líkindum frá í þrjá mánuði sem Ómar segir í samtali við Vísi að sé raunin í versta falli. Í leik með Magdeburg um síðastliðna helgi lenti Ómar illa eftir að hafa stokkið upp í sókn. Hann sleit þrjú liðbönd í hægri ökkla auk þess að hafa hlotið beinmar. Í samtali við Vísi í hádeginu lét Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari hafa það eftir sér að hann útilokaði ekki þátttöku Ómars á komandi heimsmeistaramóti í janúar á næsta ári þar sem að Ísland á fyrsta leik 16. janúar. Ómar fer þó ekki í felur með að það verður mjög erfitt fyrir hann að verða leikfær fyrir mótið. „Það lítur út fyrir að það verði mjög erfitt að ná því,“ segir Ómar Ingi í samtali við Vísi. „Ég á eftir að fá aðeins betri greiningu á málinu en líklega er það ekki möguleiki.“ „Það sem að mér hefur verið tjáð er að í versta tilfelli verð ég frá í þrjá mánuði. Það mun bara koma í ljós hvernig endurhæfingin gengur. En ég veit ekki hvernig þetta verður með HM. Líklegast er þetta ekki séns. Annars er ég ekki nógu vel að mér í þeim efnum.“ Það fylgi því gríðarlegt svekkelsi enda augun verið lengi á þessu stórmóti. „Gríðarlegt svekkelsi. Að geta ekki verið með. Mikil vonbrigði. Maður hefur verið með þetta lengi í hausnum, að reyna að vera í góðu standi fyrir HM í janúar. Þetta eru því gríðarleg vonbrigði.“ Og áhyggjurnar fóru að gera vart um sig um leið og Ómar varð fyrir meiðslunum inn á vellinum. „Þetta var það vont að ég viss að þetta myndi þýða fjarvera frá handboltavellinum. Vonaðist þó til þess að þetta væru kannski að hámarki þrjár til fjórar vikur. En það var fljótt sagt við mig að þetta yrði að öllum líkindum aðeins meira en það.“ 🇩🇪 #Bundesliga 🚑 Terrible blessure pour l'arrière droit international 🇮🇸 de Magdebourg 🇩🇪 qui est forfait pour le Mondial 😱 pic.twitter.com/Gvd3Z8dFYB— HandNews (@HandNewsfr) December 3, 2024 Slæmar fréttir að fá. Ekki bara fyrir Ómar, heldur einnig íslenska landsliðið sem og lið Magdeburgar sem reiða sig mikið á Selfyssinginn. Hann hefur hins vegar ekki áhyggjur af komandi stórmóti hjá landsliðinu þó svo að hann muni að öllum líkindum ekki vera með á HM. „Við erum með helvíti marga góða leikmenn. Ég hef ekki miklar áhyggjur. Þeir munu sjá um þetta og spila vel. Mér finnst liðið í fínu standi. Það er mikil tilhlökkun fyrir mótinu. Ég held að menn mæti vel fókuseraðir og klárir í slaginn. Hef engar áhyggjur af því.“ Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Þýski handboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Fyrr í dag staðfesti Magdeburg að Ómar yrði að öllum líkindum frá í þrjá mánuði sem Ómar segir í samtali við Vísi að sé raunin í versta falli. Í leik með Magdeburg um síðastliðna helgi lenti Ómar illa eftir að hafa stokkið upp í sókn. Hann sleit þrjú liðbönd í hægri ökkla auk þess að hafa hlotið beinmar. Í samtali við Vísi í hádeginu lét Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari hafa það eftir sér að hann útilokaði ekki þátttöku Ómars á komandi heimsmeistaramóti í janúar á næsta ári þar sem að Ísland á fyrsta leik 16. janúar. Ómar fer þó ekki í felur með að það verður mjög erfitt fyrir hann að verða leikfær fyrir mótið. „Það lítur út fyrir að það verði mjög erfitt að ná því,“ segir Ómar Ingi í samtali við Vísi. „Ég á eftir að fá aðeins betri greiningu á málinu en líklega er það ekki möguleiki.“ „Það sem að mér hefur verið tjáð er að í versta tilfelli verð ég frá í þrjá mánuði. Það mun bara koma í ljós hvernig endurhæfingin gengur. En ég veit ekki hvernig þetta verður með HM. Líklegast er þetta ekki séns. Annars er ég ekki nógu vel að mér í þeim efnum.“ Það fylgi því gríðarlegt svekkelsi enda augun verið lengi á þessu stórmóti. „Gríðarlegt svekkelsi. Að geta ekki verið með. Mikil vonbrigði. Maður hefur verið með þetta lengi í hausnum, að reyna að vera í góðu standi fyrir HM í janúar. Þetta eru því gríðarleg vonbrigði.“ Og áhyggjurnar fóru að gera vart um sig um leið og Ómar varð fyrir meiðslunum inn á vellinum. „Þetta var það vont að ég viss að þetta myndi þýða fjarvera frá handboltavellinum. Vonaðist þó til þess að þetta væru kannski að hámarki þrjár til fjórar vikur. En það var fljótt sagt við mig að þetta yrði að öllum líkindum aðeins meira en það.“ 🇩🇪 #Bundesliga 🚑 Terrible blessure pour l'arrière droit international 🇮🇸 de Magdebourg 🇩🇪 qui est forfait pour le Mondial 😱 pic.twitter.com/Gvd3Z8dFYB— HandNews (@HandNewsfr) December 3, 2024 Slæmar fréttir að fá. Ekki bara fyrir Ómar, heldur einnig íslenska landsliðið sem og lið Magdeburgar sem reiða sig mikið á Selfyssinginn. Hann hefur hins vegar ekki áhyggjur af komandi stórmóti hjá landsliðinu þó svo að hann muni að öllum líkindum ekki vera með á HM. „Við erum með helvíti marga góða leikmenn. Ég hef ekki miklar áhyggjur. Þeir munu sjá um þetta og spila vel. Mér finnst liðið í fínu standi. Það er mikil tilhlökkun fyrir mótinu. Ég held að menn mæti vel fókuseraðir og klárir í slaginn. Hef engar áhyggjur af því.“
Landslið karla í handbolta HM karla í handbolta 2025 Þýski handboltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira