„Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Jakob Bjarnar skrifar 4. desember 2024 11:53 Þórhallur er stjórnsýslufræðingur og hann gagnrýnir harðlega það hvernig staðið er að umsögnum til listamanna sem sækja um listamannalaun en hefur verið hafnað. aðsend Á morgun verður gefið út hverjir fá listamannalaun. Á meðan hafa hins vegar samfélagsmiðlar og fréttamiðlar tíundað að hinn og þessi hafi ekki hlotið náð fyrir augum úthlutunarnefndanna og sitt sýnist hverjum um það mat. „Mjög margir eru sármóðgaðir og maður skilur það. Íslendingar eru svo sem móðgunargjörn þjóð og það þarf ekki mikið að koma til en þetta er spurning um starfsheiður og hversu mikið stjórnvald eigi að vera að dæma um getu fólks til sköpunar,“ segir Þórhallur Guðmundsson stjórnsýslufræðingur. Þórhalli sýnist umsagnir sem umsækjendur hafa verið að fá eftir að hafa verið synjað beri ekki vott æskilega stjórnsýslu. Þórhallur skrifaði pistil inn á Facebook-hópinn Menningarátökin þar sem hann óskaði eftir því að fólk sem hefði verið hafnað af Rannís varðandi listamannalaun, sendi sér umsagnirnar sem fylgdu synjuninni. Hefur þegar fengið um þrjátíu pósta Í umræddum pistli segist Þórhallur hafa orðið þess áskynja að listafólk upp til hópa skilji ekki hvers vegna það hafi fengið synjun. Og þessar umsagnir hafi í mörgum tilfellum verið afar móðgandi. Viðbrögðin sem Þórhallur hefur fengið við umleitan sinni hafa verið veruleg; hann hefur fengið um þrjátíu umsagnir sem hann hefur verið að fara yfir og vinna í og enn eru erindi að berast. „Já, ég hef ekki komist yfir að svara þeim öllum en þetta eru um 30 póstar, ítarlegir og þar kemur ýmislegt „skemmtilegt“ fram.“ Þórhallur segir að staðlaðir póstar frá launasjóði rithöfunda og kvikmyndasjóði, þar sem umsækjendum er hrósað, umsókn góð og verkefnið spennandi, séu í lagi. Viðkomandi er hvattir til að sækja aftur um að ári. En peningarnir væru búnir. Þessu er hins vegar ekki að heilsa með umsagnir sem tónlistar- og myndlistarmenn hefur fengið. Hvöss gagnrýni hins opinbera á störf listamanna „Tónlistarmenn og myndlistarmenn virðast vera að fá vægast sagt óþarflega hvassa gagnrýni á störf sín. Þeir tónlistarmenn sem ég hef verið í tengslum við gagnrýna það að einhver matsnefnd meti sem svo að þessi verk séu ekki nógu góð.“ Þórhallur segir að þá hljóti menn að spyrja: Hverjir voru í þessari matsnefnd, hvernig fór þetta mat fram, talaði þessi matsnefnd við einhverja til að mynda upptökustjóra verksins? Þetta er kvarði sem Rannís miðar við þegar umsóknir eru metnar. „Fólk sem hefur verið að gefa reglulega út og fær allt í einu þetta svar frá ríkisstofnun að verk sem þau séu að vinna að sé ekki nógu góð til að verkefnið sé styrkt er vafasamt.“ Þórhallur segir að einhver ónefnd matsnefnd fari yfir umsóknirnar og telji þær ekki styrkhæfar. Tónlistarmenn, allir landþekktir, hafi fengið svör að umsóknir þeirra séu ekki styrkhæfar. „Við erum að tala um listamannalaun og það að vera listamaður er í besta falli brothætt og erfitt starf. Þegar hluti afkomu þinnar byggir á opinberum styrkjum er þetta nokkuð sem væri mér ekki bjóðandi. Þú ert í margar vikur að vinna umsóknina. Ég kom sem stjórnsýslufræðingur að nokkrum umsóknum og veit að þetta er margra vikna vinna ef vel á að vera. Svo færðu bara eitthvað svar frá matsnefnd sem þú veist ekki hverjir skipa að platan sem þú sért að vinna að sé ekki styrksins virði.“ Myndlistarmenn fá það óþvegið Þórhallur segir um að ræða plötur og sýningar sem fólk hefur verið að vinna að í marga mánuði. Þórhallur Guðmundsson segir að það geti ekki verið hlutverk ríkisins að leggja mat á listræna hæfileika fólks.aðsend Og ástandið er ekki betra þegar myndlistarfólkið er annars vegar: „Þar eru svörin allskonar. Einn er að vinna að yfirlitssýningu á 50 ára afmæli sínu og þrjátíu ára starfsafmæli, listamaður sem á að baki 20 einkasýningar og 20 samsýningar. Sýningin verður í viðurkenndu galleríi en hann fær það svar að sýningin uppfylli ekki listrænan matskvarða?“ Og annar listamaður sem átti að baki 11 einkasýningar og 19 samsýningar á síðastliðnum tíu árum, erlendis og hérlendis, hann þótti áhugaverður en mistækur. „Getur þetta verið hlutverk ríkisstofnunar að vera með svona gildishlaðið mat við svona umsóknum? Ef þú værir að sækja um starfslaun sem blaðamaður og fengir að vita að þú værir áhugaverður en mistækur?“ Nokkur dæmi um móðgandi umsagnir Og Þórhallur nefnir nokkur dæmi af handahófi: Þrír tónlistarmenn, allir óskildir fengu þetta svar "Gæðamat umsóknar leiddi til þess að umsókn kom ekki til greina. Umsókn hafnað. " Myndlistarmaður á fertugsaldri, 11 einkasýningar, 19 samsýningar: “nokkuð mistækur en áhugaverður” Myndlistarmaður á fimmtugs aldri, einkasýningar og samsýningar skipta tugum. “nefndin er sammála að umsóknin hafi ekki til að bera þá listrænuþætti sem til þarf til að hljóta styrk” Landsþekkt myndlistaristakona á sjötugsaldri: Við umfjöllun umsóknar kom fram að listamaður hafi skapað sér markverða sérstöðu í stíl og sé fylginn sér. Í samanburði við aðrar umsóknir nægja núverandi áform ekki til úthlutunar. Umsókn hafnað Þekktur handritshöfundur: Mjög góð umsókn. Rædd sérstaklega á fundi úthlutunarnefndar. Um afar verðugt verkefni er aðræða og nefndin vonar að það hljóti framgang. Hefði fengið úthlutun ef meira hefði verið til ráðstöfunar. Umsókn hafnað. Þekktur handritshöfundur, kona: „Góð umsókn sem var rædd sérstaklega í nefndinni. Vegna takmarkaðs fjölda mánaðarlauna til ráðstöfunar er umsókn hafnað með hvatningu til að sækja um að ári” Rithöfundur, kona: Mjög góð umsókn. Rædd sérstaklega á fund úthlutunarnefndar. Vegna takmarkaðs fjölda mánaðarlauna til ráðstöfunar er umsókn hafnað. Hvatt til að sækja um aftur að ári. Snubbótt matskennt fimbulfamb „Samkvæmt þessu er farið blíðum höndum um rithöfunda,“ segir Þórhallur. Hann segir að líklega hafi matsnefndirnar talið sér skylt, í ljósi ályktunar umboðsmanns Alþingis í mars á þessu ári, að gefa út slíkar einkunnir. En á móti komi að tekið sé fram í stjórnsýslulögum að ef um sé að ræða umsóknir um styrk á listrænu sviði þá þurfi ekki að rökstyðja niðurstöðuna. „Að dæma verk og vera með svona gildishlaðnar yfirlýsingar á ekki að vera hlutverk ríkisins. Samkvæmt stjórnsýslulögum er tekið fram að umsækjendur eigi ekki rétt á rökstuðningi.“ Og niðurstaðan er snubbótt matskennt fimbulfamb? „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið,“ segir Þórhallur. Þórhallur er að vinna í þeim viðbrögðum sem hann hefur fengið, er að skoða þau og ætlar sér að taka saman grein um þetta mál í kjölfarið. Listamannalaun Stjórnsýsla Bókmenntir Myndlist Tónlist Tengdar fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ „Mér hefur verið hafnað sem rithöfundi, af stjórn listamannalauna, í 33 ár þrátt fyrir að hafa 9 sinnum hlotið bókmenntaverðlaun. Og notið vinsælda. Höfnunin er mér hvatning, enda er ég keppnismaður. Enginn brotsjór.“ 3. desember 2024 18:17 „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum. 3. desember 2024 12:58 Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00 Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02 Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira
„Mjög margir eru sármóðgaðir og maður skilur það. Íslendingar eru svo sem móðgunargjörn þjóð og það þarf ekki mikið að koma til en þetta er spurning um starfsheiður og hversu mikið stjórnvald eigi að vera að dæma um getu fólks til sköpunar,“ segir Þórhallur Guðmundsson stjórnsýslufræðingur. Þórhalli sýnist umsagnir sem umsækjendur hafa verið að fá eftir að hafa verið synjað beri ekki vott æskilega stjórnsýslu. Þórhallur skrifaði pistil inn á Facebook-hópinn Menningarátökin þar sem hann óskaði eftir því að fólk sem hefði verið hafnað af Rannís varðandi listamannalaun, sendi sér umsagnirnar sem fylgdu synjuninni. Hefur þegar fengið um þrjátíu pósta Í umræddum pistli segist Þórhallur hafa orðið þess áskynja að listafólk upp til hópa skilji ekki hvers vegna það hafi fengið synjun. Og þessar umsagnir hafi í mörgum tilfellum verið afar móðgandi. Viðbrögðin sem Þórhallur hefur fengið við umleitan sinni hafa verið veruleg; hann hefur fengið um þrjátíu umsagnir sem hann hefur verið að fara yfir og vinna í og enn eru erindi að berast. „Já, ég hef ekki komist yfir að svara þeim öllum en þetta eru um 30 póstar, ítarlegir og þar kemur ýmislegt „skemmtilegt“ fram.“ Þórhallur segir að staðlaðir póstar frá launasjóði rithöfunda og kvikmyndasjóði, þar sem umsækjendum er hrósað, umsókn góð og verkefnið spennandi, séu í lagi. Viðkomandi er hvattir til að sækja aftur um að ári. En peningarnir væru búnir. Þessu er hins vegar ekki að heilsa með umsagnir sem tónlistar- og myndlistarmenn hefur fengið. Hvöss gagnrýni hins opinbera á störf listamanna „Tónlistarmenn og myndlistarmenn virðast vera að fá vægast sagt óþarflega hvassa gagnrýni á störf sín. Þeir tónlistarmenn sem ég hef verið í tengslum við gagnrýna það að einhver matsnefnd meti sem svo að þessi verk séu ekki nógu góð.“ Þórhallur segir að þá hljóti menn að spyrja: Hverjir voru í þessari matsnefnd, hvernig fór þetta mat fram, talaði þessi matsnefnd við einhverja til að mynda upptökustjóra verksins? Þetta er kvarði sem Rannís miðar við þegar umsóknir eru metnar. „Fólk sem hefur verið að gefa reglulega út og fær allt í einu þetta svar frá ríkisstofnun að verk sem þau séu að vinna að sé ekki nógu góð til að verkefnið sé styrkt er vafasamt.“ Þórhallur segir að einhver ónefnd matsnefnd fari yfir umsóknirnar og telji þær ekki styrkhæfar. Tónlistarmenn, allir landþekktir, hafi fengið svör að umsóknir þeirra séu ekki styrkhæfar. „Við erum að tala um listamannalaun og það að vera listamaður er í besta falli brothætt og erfitt starf. Þegar hluti afkomu þinnar byggir á opinberum styrkjum er þetta nokkuð sem væri mér ekki bjóðandi. Þú ert í margar vikur að vinna umsóknina. Ég kom sem stjórnsýslufræðingur að nokkrum umsóknum og veit að þetta er margra vikna vinna ef vel á að vera. Svo færðu bara eitthvað svar frá matsnefnd sem þú veist ekki hverjir skipa að platan sem þú sért að vinna að sé ekki styrksins virði.“ Myndlistarmenn fá það óþvegið Þórhallur segir um að ræða plötur og sýningar sem fólk hefur verið að vinna að í marga mánuði. Þórhallur Guðmundsson segir að það geti ekki verið hlutverk ríkisins að leggja mat á listræna hæfileika fólks.aðsend Og ástandið er ekki betra þegar myndlistarfólkið er annars vegar: „Þar eru svörin allskonar. Einn er að vinna að yfirlitssýningu á 50 ára afmæli sínu og þrjátíu ára starfsafmæli, listamaður sem á að baki 20 einkasýningar og 20 samsýningar. Sýningin verður í viðurkenndu galleríi en hann fær það svar að sýningin uppfylli ekki listrænan matskvarða?“ Og annar listamaður sem átti að baki 11 einkasýningar og 19 samsýningar á síðastliðnum tíu árum, erlendis og hérlendis, hann þótti áhugaverður en mistækur. „Getur þetta verið hlutverk ríkisstofnunar að vera með svona gildishlaðið mat við svona umsóknum? Ef þú værir að sækja um starfslaun sem blaðamaður og fengir að vita að þú værir áhugaverður en mistækur?“ Nokkur dæmi um móðgandi umsagnir Og Þórhallur nefnir nokkur dæmi af handahófi: Þrír tónlistarmenn, allir óskildir fengu þetta svar "Gæðamat umsóknar leiddi til þess að umsókn kom ekki til greina. Umsókn hafnað. " Myndlistarmaður á fertugsaldri, 11 einkasýningar, 19 samsýningar: “nokkuð mistækur en áhugaverður” Myndlistarmaður á fimmtugs aldri, einkasýningar og samsýningar skipta tugum. “nefndin er sammála að umsóknin hafi ekki til að bera þá listrænuþætti sem til þarf til að hljóta styrk” Landsþekkt myndlistaristakona á sjötugsaldri: Við umfjöllun umsóknar kom fram að listamaður hafi skapað sér markverða sérstöðu í stíl og sé fylginn sér. Í samanburði við aðrar umsóknir nægja núverandi áform ekki til úthlutunar. Umsókn hafnað Þekktur handritshöfundur: Mjög góð umsókn. Rædd sérstaklega á fundi úthlutunarnefndar. Um afar verðugt verkefni er aðræða og nefndin vonar að það hljóti framgang. Hefði fengið úthlutun ef meira hefði verið til ráðstöfunar. Umsókn hafnað. Þekktur handritshöfundur, kona: „Góð umsókn sem var rædd sérstaklega í nefndinni. Vegna takmarkaðs fjölda mánaðarlauna til ráðstöfunar er umsókn hafnað með hvatningu til að sækja um að ári” Rithöfundur, kona: Mjög góð umsókn. Rædd sérstaklega á fund úthlutunarnefndar. Vegna takmarkaðs fjölda mánaðarlauna til ráðstöfunar er umsókn hafnað. Hvatt til að sækja um aftur að ári. Snubbótt matskennt fimbulfamb „Samkvæmt þessu er farið blíðum höndum um rithöfunda,“ segir Þórhallur. Hann segir að líklega hafi matsnefndirnar talið sér skylt, í ljósi ályktunar umboðsmanns Alþingis í mars á þessu ári, að gefa út slíkar einkunnir. En á móti komi að tekið sé fram í stjórnsýslulögum að ef um sé að ræða umsóknir um styrk á listrænu sviði þá þurfi ekki að rökstyðja niðurstöðuna. „Að dæma verk og vera með svona gildishlaðnar yfirlýsingar á ekki að vera hlutverk ríkisins. Samkvæmt stjórnsýslulögum er tekið fram að umsækjendur eigi ekki rétt á rökstuðningi.“ Og niðurstaðan er snubbótt matskennt fimbulfamb? „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið,“ segir Þórhallur. Þórhallur er að vinna í þeim viðbrögðum sem hann hefur fengið, er að skoða þau og ætlar sér að taka saman grein um þetta mál í kjölfarið.
Listamannalaun Stjórnsýsla Bókmenntir Myndlist Tónlist Tengdar fréttir „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ „Mér hefur verið hafnað sem rithöfundi, af stjórn listamannalauna, í 33 ár þrátt fyrir að hafa 9 sinnum hlotið bókmenntaverðlaun. Og notið vinsælda. Höfnunin er mér hvatning, enda er ég keppnismaður. Enginn brotsjór.“ 3. desember 2024 18:17 „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum. 3. desember 2024 12:58 Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00 Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02 Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11 Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira
„Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ „Mér hefur verið hafnað sem rithöfundi, af stjórn listamannalauna, í 33 ár þrátt fyrir að hafa 9 sinnum hlotið bókmenntaverðlaun. Og notið vinsælda. Höfnunin er mér hvatning, enda er ég keppnismaður. Enginn brotsjór.“ 3. desember 2024 18:17
„Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Umsækjendur um ritlaun hafa fengið svar frá stjórn listamannalauna um hvort þeir fái laun eða ekki en allur listinn verður birtur á fimmtudag. Formaður Rithöfundasambands Íslands segir að það sé fullkomlega galin fjárhagsleg ákvörðun að gerast rithöfundur á Íslandi í núverandi kerfi. Á örmarkaði og með örtungu þurfi að fjárfesta betur í rithöfundum. 3. desember 2024 12:58
Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Menningarmálaráðuneytið mun ekki gefa út um formlega úthlutun listamannalauna 2025 fyrr en næstkomandi fimmtudag. En bréf hafa hins vegar verið send til umsækjenda – hvort þeir hafi fengið eða ekki. 3. desember 2024 11:00
Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Rithöfundurinn Halldór Armand Ásgeirsson er meðal þeirra sem fengu ekki krónu úthlutað í listamannalaun. Hann segir að ekki þyki fínt að kvarta og hann eigi auðvitað ekkert að vera að ræða þessi mál við Vísi. En gerir það samt. 3. desember 2024 08:02
Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Tilfinningarnar eru blendnar hjá listamönnum landsins sem í dag fengu að vita hvort þeir hefðu hlotið starfslaun listamanna fyrir árið 2025. Elísabet Jökulsdóttir rithöfundur fær ekki laun í fyrsta sinn í tuttugu ár. Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona fékk neitun og segist ekki vita hvað hún eigi til bragðs að taka. 2. desember 2024 14:11