Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2024 08:32 Elín Klara Þorkelsdóttir er ein af framtíðarleikmönnum íslenska landsliðsins en hún steig sín fyrstu stórsmótaskref á EM í ár. Getty/Henk Seppen Handboltaþjálfarinn Einar Jónsson segir að gjörbreyta þurfi landslagi íslenska kvennalandsliðsins hér heima fyrir svo að liðið nái að taka næstu skref á alþjóðlegum vettvangi. Íslenska landsliðið féll úr leik á Evrópumótinu í handbolta á þriðjudaginn eftir ellefu marka tap á móti Þjóðverjum, 30-19. Mótið var í heild nokkuð fínt hjá liðinu, það tapaði naumlega fyrir Hollendingum í fyrsta leik en vann svo Úkraínu í leik tvö. Þjóðverjar voru aftur á móti of stór biti. Liðið endaði í sextánda sæti á mótinu. Erum nokkuð ánægð með þetta mót „Ég held að við getum verið nokkuð ánægð með þetta mót. Við náðum að vinna Úkraínu sem var okkar fyrsti sigur á Evrópumóti sem er mjög jákvætt. Hollandsleikurinn var mjög jákvæður. Ef það er eitthvað svona eftir á, þó að það hefði ekki gert mikið fyrir okkur, þá var þar kannski möguleiki að stela stigi eða stigum,“ sagði Einar Jónsson í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þýskalandsleikurinn var mjög erfiður og þær henta okkur mjög illa,“ sagði Einar. „Að mínu mati þurfum við að gera dálítið róttækar breytingar í okkar umhverfi ef við ætlum að fara lengra. Ég sé þetta ekki fara mikið lengra ef við ætlum að vera áfram í sama farinu,“ sagði Einar. Horfa á Holland og Sviss „Við þurfum að taka þetta upp á annað stig. Mínar hugmyndir að því eru að horfa svolítið á það hvernig Hollendingar og Svisslendingar hafa gert þetta undanfarin ár. Þetta eru engar stórþjóðir í handbolta en hafa náð árangri í kvennabolta,“ sagði Einar. „Svisslendingar fóru upp úr riðlinum sínum á þessu EM og Holland búið að vera með virkilega gott lið síðustu tíu til fimmtán ár. Þeir tóku virkilega til í sínum málum,“ sagði Einar. Æfa einu sinni í viku „Þeir fóru að láta kvennaliðið og yngri landsliðin æfa saman einu sinni í viku eða hvort það var eina helgi í mánuði. Svisslendingar hafa verið að gera þetta með svipuðum hætti. Þetta er einhver aðferð sem mér myndi hugnast ef við ætlum að reyna að komast upp á næsta stig,“ sagði Einar. „Við þurfum að styrkja deildina hérna heima. Ég held að það myndi gerast með því að gera þetta en auðvitað eru kannski einhverjar aðrar aðferðir til. Þarna er ég að horfa í ákveðnar fyrirmyndir,“ sagði Einar. „Ég myndi vilja sjá það að leikmenn væru ekki að fara út nema ef að þær væru að fara í alvöru lið, í alvöru umhverfi og til alvöru þjálfara. Vera frekar hérna heima og styrkja deildina,“ sagði Einar. A-landsliðið karla ekki fyrirmyndin „Við þurfum að passa okkur að vera ekki alltaf að horfa á það hvernig karlalandsliðið okkar er. A-landslið karla er ekki endilega fyrirmyndin af því hvernig þú átt að gera þetta með A-landslið kvenna. Það er ekkert til að skammast sín fyrir,“ sagði Einar. „Við eigum bara að horfa í það hvernig við getum náð sem bestum árangri með A-landslið kvenna,“ sagði Einar. Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Íslenska landsliðið féll úr leik á Evrópumótinu í handbolta á þriðjudaginn eftir ellefu marka tap á móti Þjóðverjum, 30-19. Mótið var í heild nokkuð fínt hjá liðinu, það tapaði naumlega fyrir Hollendingum í fyrsta leik en vann svo Úkraínu í leik tvö. Þjóðverjar voru aftur á móti of stór biti. Liðið endaði í sextánda sæti á mótinu. Erum nokkuð ánægð með þetta mót „Ég held að við getum verið nokkuð ánægð með þetta mót. Við náðum að vinna Úkraínu sem var okkar fyrsti sigur á Evrópumóti sem er mjög jákvætt. Hollandsleikurinn var mjög jákvæður. Ef það er eitthvað svona eftir á, þó að það hefði ekki gert mikið fyrir okkur, þá var þar kannski möguleiki að stela stigi eða stigum,“ sagði Einar Jónsson í samtali við Stefán Árna Pálsson. „Þýskalandsleikurinn var mjög erfiður og þær henta okkur mjög illa,“ sagði Einar. „Að mínu mati þurfum við að gera dálítið róttækar breytingar í okkar umhverfi ef við ætlum að fara lengra. Ég sé þetta ekki fara mikið lengra ef við ætlum að vera áfram í sama farinu,“ sagði Einar. Horfa á Holland og Sviss „Við þurfum að taka þetta upp á annað stig. Mínar hugmyndir að því eru að horfa svolítið á það hvernig Hollendingar og Svisslendingar hafa gert þetta undanfarin ár. Þetta eru engar stórþjóðir í handbolta en hafa náð árangri í kvennabolta,“ sagði Einar. „Svisslendingar fóru upp úr riðlinum sínum á þessu EM og Holland búið að vera með virkilega gott lið síðustu tíu til fimmtán ár. Þeir tóku virkilega til í sínum málum,“ sagði Einar. Æfa einu sinni í viku „Þeir fóru að láta kvennaliðið og yngri landsliðin æfa saman einu sinni í viku eða hvort það var eina helgi í mánuði. Svisslendingar hafa verið að gera þetta með svipuðum hætti. Þetta er einhver aðferð sem mér myndi hugnast ef við ætlum að reyna að komast upp á næsta stig,“ sagði Einar. „Við þurfum að styrkja deildina hérna heima. Ég held að það myndi gerast með því að gera þetta en auðvitað eru kannski einhverjar aðrar aðferðir til. Þarna er ég að horfa í ákveðnar fyrirmyndir,“ sagði Einar. „Ég myndi vilja sjá það að leikmenn væru ekki að fara út nema ef að þær væru að fara í alvöru lið, í alvöru umhverfi og til alvöru þjálfara. Vera frekar hérna heima og styrkja deildina,“ sagði Einar. A-landsliðið karla ekki fyrirmyndin „Við þurfum að passa okkur að vera ekki alltaf að horfa á það hvernig karlalandsliðið okkar er. A-landslið karla er ekki endilega fyrirmyndin af því hvernig þú átt að gera þetta með A-landslið kvenna. Það er ekkert til að skammast sín fyrir,“ sagði Einar. „Við eigum bara að horfa í það hvernig við getum náð sem bestum árangri með A-landslið kvenna,“ sagði Einar.
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Enski boltinn „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Körfubolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Körfubolti Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Enski boltinn Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Fótbolti Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Mun aldrei hitta neinn sem byggir upp lið eins og Þórir Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Díana Dögg öflug í sigri Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 29-32 | Hafnfirðingar byrja árið af krafti Nýtt ár en áfram vinna Valskonur „Þetta eru gríðarlegar framfarir“ „Við eigum okkur allir drauma“ Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ „Svakalega leiðinlegt fyrir bæði hann og okkur“ „Eiginlega bara þið sem hafið pumpað þetta upp“ Elvar og Aron taka ekki fullan þátt Sigurjón fær að læra af titlaóðum Palicka Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Ballið byrjar hjá strákunum okkar Alfreð setur Þýskaland og Ísland í sama flokk fyrir HM Strákarnir þurftu að sætta sig við silfur annað árið í röð Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Þýskalandi Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Strákarnir komnir í úrslit Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira